Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 20
34 og gæzlu. Margur faðir og mörg móðir, sem gleymt hafa að biðja faðir-vor síðan þau voru börn, hafa farið að lesa það aftur yfir vöggu barnsins síns. Með börnunum koma nýjar skyldur og nýjar kröfur. Að vera faðir og móðir eru háleitustu einkaréttindi mannlegs lífs. En þeim einka- réttindum fylgja þungar skyldur. Að gefa börnunum gott uppeldi, gjöra þau að góðum og nýtum mönnum, vökva þessar plöntur þannig, að öll hin huldu blöð springi út og sýni litíegurð sína og skart, — það verkefni er svo mik- ið og háleitt, að það fyllir hjörtu foreldranna alvöru og kvíða, en um leið einlægri viðleitni og vakandi umhyggju. Heimilishugmyndin hefir vaxið upp af rótum kristin- dómsins og fengið þaðan sína fegurstu drætti. Hjá hinum heiðnu fornþjóðum, þar sem menningin að mörgu ieyti náði svo miklum þroska, skipuðu heimilin engan veginn þann sess 1 þjóðlífinu, er þau skipa í lííi hinna kristnu þjóða. Heimilislífið var þar fremur ljótt og á Iágu stígi. Húsin voru full af þrælum og konurnar voru að miklu leyti am- báttir manna sinna. Kristindómurinn setti konuna við hlið mannsins og gaf henni frelsi sitt aftur. Nú er sá þáttur, sem húsmóðirin tekur í heimilislífinu, ,hinn þýðingarmesti. Hún hefir nú meiri áhrif á heimilisbraginn en nokkur ann- ar. Að heimilishugmyndin sé af kristnum rótum runnin sést bezt á því, að meðal þeirra, sem hafna kristindómin- um nú á vorum dögum, kemur fram sterk tilhneigning til að lítilsvirða hana. Heimilið stendur eða fellur með helgi hjónabandsins. Vantrúarstefnur vorra tíma virðast flestar hafa mjög sterka tilhneiging til að nema hjónabandsstofn- unina úr gildi. En um leið og það er gjört, er heimilis- hugmyndin trufluð. Það kemur þá einhver flótti yfir líf mannsins. Hann fer þá hvergi að eiga heima. Eftir því sem lífið á heimilinu er meira samkvæmt anda kristindómsins, verður það sannara og sælla og fegra. Lögmál kristindómsins er kærleikans lögmál. Það lögmál er mannsins eina heilbrigðis-lögmál, gæfulögmál, frelsislög- mál. Inn undir það verður hann að beygja líf sitt, svo það verði hans annað eðli. Með því einu móti er honum unnt að koma svo fram við þá, sem hann daglega umgengst, að sambúðin verði sæl og unaðsrík. Einungis sá, sem lifir lífinu í guði, lærir þetta lögmál. Einungis sá, sem sér mynd frelsara síns gegnum guðs heilaga orð, lærir þá list að elska eins og mönnunum er ætlað að elska. Og hann lærir það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.