Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 36

Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 36
50 mat á því er þar hefir komið fram mun staðfesta að þar er ýmislegt af því veigamesta er ritað hefir verið á íslenzku máli vestan hafs. Þá niðurstöðu byggi eg á ummælum ýmsra hæfra manna, sem ekki verða sakaðir um blint flokksfylgi. Útbreiðsla blaðsins hefir ætíð verið miklu minni en skyldi, en áhrif þess hafa þó ekki verið lítil. Þegar örðugleikar hafa verið með útgáfuna eins og þráfaldlega hefur átt sér stað, hefir ýmsum fundist að einu úrræðin væru að láta blaðið falla. Þá hefir það komið fyrir, ekki í eitt skifti heldur oftar, að heilsteyptir leikmenn hafa barist fyrir lífi blaðsins og talið það hið mesta óheilla spor ef það væri látið falla niður. Þannig hefir verið varið um hinn emstaka feril þessa kirkju- blaðs er lengri hefir átt aldur en nokkurt kristilegt rit í allri sögu ísienzkrar kristni. Nú þegar eðlilega er svo komið að enskan ryður sér óhj ákvæmilega meir og meir til rúms í kirkjulegu starfi og kirkjufélagið gefur út málgagn einnig á ensku, einmitt þá hefir Sameiningin verið að færast í aukana á ný, færir meira lesmál og nær til fleiri lesenda. Eg trúi því að enn eigi hún eftir að vera um langt bil meginstoð í starfi kirkjufélagsins, vottur um lífsþrótt í vestur-íslenzku þjóðlífi og merki til að safnast um. Það kirkjuþing er léti Sameininguna falla niður í nálægri fram- tíð væri að skera á þaulvígðan þátt í sögu vorri og binda enda á eitt sérkennilegasta fyrirtæki í kirkjusögu Vestur- íslendinga. Eg trúi því að hjá því verði komist, og að sjötíu og fimm ára afmæli blaðsins verði annar merkur mælihæll í sögu þess. K. K. Ó. * LJÓS í MYRKRI.—“Vertu hughraustur, bróðir Ridley”, sagði hinn aldurhnigni og göfugi Latimer, er þeir voru á leiðinni -til Oxford, en þar beið bálkösturinn þeirra, “með Guðs hjálp skulum við kveikja í dag það blys í Englandi, sem aldrei mun slokna”. Latimer var fæddur árið 1475, varð biskup 1535, barðist fyrir siðbótinni, en varð að ganga á bálið á dögum Blóð- Maríu árið 1555. Latimer reyndist sannspár, því að alt það blóð, er María drotning lét úthella, gat þó ekki slökt ljós siðbótarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.