Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 15
29 hans, rifja menn upp endurminningar um manninn þann, sem margir telja líkastan hafa verið sorgarmanninum frá Nazaret. Abraham Lincoln hafði talinn verið ófríðastur maður í ríkinu, en þegar hann síðast svaf í kistu sinni, eftir allar andvökunætur lífsins, gengu þúsundirnar fram hjá, horfðu gegn um tárin á fölnað andlit forsetans og mæltu; “Sjá hversu yndisleg er ásjóna hans.” Frægur maður franskur hefir málað þá mynd, sem nefnd er “súlnagöng snillinganna”. Þar getur að líta mælsku- menn, spekinga, skáld og vísindamenn, þá menn, sem skarað hafa fram úr á öllum sviðum láfsins. Allir hafa þeir verið í óveðrum úti. Einna fremstur á myndinni er Móse, er aug- um fékk að líta, en ekki fæti stíga á sitt fyrirheitna land. Við hlið hans er Hómer blindi og fálmar fyrir sér í myrkr- inu. Þá er Sókrates og hefir eiturbikarinn 1 hendi. Þar er Páll postuli, svo barinn og blár, að naumast þekkist. Þar er Dante með örvæntingarsvipinn átakanlega. Þar er Milton blindur og beygður af sorgum. En upp yfir alla gnæfir mynd af honum, sem um er ritað að öll kné skuli beygja sig fyrir, hann, sem særður var vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. — Vel hefði listmálarinn mátt hafa þau orð að yfirskrift myndarinnar: Þetta eru þeir, sem úti hafa verið 1 óveðrunum. Sorgin er eitt af sakramenntum lífsins “Á sorgarhafsbotni sannleiksperlan skín; þann sjóinn máttu kafa, ef skal hún verða þín.” í óveðrinu verða menn að mönnum. Ekki hefði Lúter orðið hetja, nema fyrir Worms; ekki Cromwell, nema fyrir Marston Moor. Ekki getur maður hugsað sér Wesley erkibiskup af Kantaraborg, né Wash- ington 'hirðmann Georgs þriðja. Allir þessir menn urðu að mönnum í óveðrunum. Mikilmennin eru dýru verði keyptir. Verðkaup Stefáns var grjótið, Savanarolas gálginn, Sókra- tesar eitrið, Lincolns kúlan, — og verðkaup Krists var krossinn. Vér, sem nú erum fulltíða menn, höfum allir verið úti í, eða að minsta kosti heyrt dunur hins mesta óveðurs, sem yfir veröldina hefir gengið frá alda öðli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.