Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 29
43
litla verk mitt. Hann sá að all-miklu leyti um efni, en þó
samdi eg nokkrar ritgjörðir fyrir blaðið og fékk ritgjörðir
hjá öðrum.
Mörgum árum seinna varð það hlutskipti mitt að vera
einn af þremur ritstjórum blaðsins. Um það skal eg vera
fáorður, en það var stöðug viðleitni mín í því verki að
halda við, eftir því sem vit og kraftur leyfði, því sem bezt
hafði einkennt “Sameininguna” frá upphafi. Frá kristindóms-
starfinu hefi eg þegar sagt, en hér kom einnig til greina
íslenzkt mál og meðferð þess. Þótt eg væri enginn mál-
snillingur, leitaðist eg samt við af alefli að hafa allan þann
frágang í því lagi, sem bezt mátti vera, eftir minni þekk-
ingu, þó takmörkuð væri. Séra Jón hafði þar sett oss hina
allra beztu fyrirmynd í fögru, kraftmiklu, gullaldar íslenzku
máli. Hið sama má segja um meðferð hans á iestrar-
merkjum. Alt var vandað. Prófarkalesturinn var frábær.
Enginn okkar, sem á eftir honum hafa komið, hefir náð
stærð hans í þessu efni; en eg vildi gjöra mitt ítrasta til að
fylgja þessari fyrirmynd. Eg lagði oft all-mikið verk í að
lagfæra ritgjörðir, sem til blaðsins komu, meðal annars í
sambandi við lestrarmerkin, sem stundum voru í slæmu
ástandi.
“Sameiningin” hefir haft sína galla, ásamt kostunum,
ef til vill frá fyrstu tíð. Má vera, að hún hafi verið of
þungstíg; að þar hafi verið of mikið af ræðum og löngum
ritgjörðum; en of lítið af auðveldum frásögum, fréttum
frá söfnuðum vorum, og hugsunum frá leikmönnum. Hún
hefir líklegast ekki verið nógu alþýðleg og ekki nægilega
fjölbreytt að efni. Þriggja ritstjóra tilhögunin, sem var í
gildi mörg ár, var ekki með öllu laus við galla. Einn rit-
stjóranna átti vanalega heima í Winnipeg, og þó hann
fengi sjaldan eða aldrei nokkra viðurkenningu fyrir starf
sitt hvíldi öll ábyrgðin á honum og í raun og veru allt rit-
stjórastarfið.
“Árdís”, Bandalags lúterskra kvenna og “Stjarnan”,
Aðventistanna, sýna að enn er nógu fjölment íslenzkt mann-
félag hér vestra til þess að láta íslenzk blöð um andleg mál
lifa. “Brautin”, Sambandsfélagsins, hefir víst haft all-mikla
sölu; en saga þess rits er, enn sem komið er, stutt.
Eins og í upphafi er nú einn ritstjóri “Sameiningarinnar”.
Honum óska eg til hamingju með starf sitt, bið að guðleg
leiðsögn vísi honum veg til dáðríkra framfara í því að efla