Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1945, Síða 7

Sameiningin - 01.03.1945, Síða 7
21 Og á þeim krafti þarf nú einmitt hin íslenzka þjóð að halda. Ástæður þær, sem þjóð vor hefir lifað við á undangenginni æfi sinni á ihinni kæru, en hrjóstrugu, afskektu, strjálbygðu og klakabundnu fósturjörð sinni íslandi, hafa orðið sam- einingarleysi manna og sundrung til eflingar. Hjartað í mannfélaginu íslenzka hefir margfrosið til dauða, og hjartað í félagsskap vorum þeim er vér erum að revna að mynda hér í hinum nýju átthögum vorum í betra landi, virðist einatt helfrosið enn. Þegar hjartað frýs, þá helzt líkaminn ekki lengur við. Hann uppleysist í sína dauðu smáparta. En hjartað þarf ekki að frjósa. Ogþegar um frost í andlegum skilningi er að ræða í félagi manna eða einstöku manns- hjarta, þá þarf það frost ekki um aldur og æfi að haldast við. Það getur hætt á svipstundu og ylur og líf fæst í hina dauðu limi. Frelsari mannkynsins vakti menn upp frá dauð- um forðum, og þar sem andi hans býr, þar kemur nýtt líí fram enn. Kristindómurinn, kominn inn í mannshjartað e; aflið, sem bræðir klakann þaðan burt; hann framleiðir líf, samverkanda láf, í öllum limum félagslíkamans, hvort sem hann er stór eða lítill. Svo framarlega sem hinn guðdómlegi endurlausnarkærleikur, sem hið kristilega evangelíum býð- ur syndugum manni, er þeginn af honum, fær rúm í hjarta hans, þá hlýtur þessi kærleikur að koma fram í lífi þessa sama manns, verða áþreyfanlegur í daglegri samvinnu og samlífi hans við aðra menn. “Svo að þeir verði eitt.” — Það er endimarkið kristilega. En það vantar svo mikið á að þessu endimarki sé enn náð í hinum kristnu söfnuðum vorum, sorglega mikið. Lítum á hinn fyrsta söfnuð kristilegrar kirkju í Jerú- salem eins og honum er lýst í Postulanna gjörningum (2, 42 og 44); “Þeir héldu sér stöðuglega við postulanna kenn- ing í félagsskap”, og: “En allir, sem trúaðir urðu, héldu saman”. Þeir gátu ekki annað en haldið saman. Líf þeirra hlaut að vera sameining. Af hver.ju? Af því að þeir voru trúaðir, en ekki vantrúaðir; af því að hinn lífgandi og sam- an dragandi kærleikur guðs brann í hjörtum þeirra. Af hverju heldur fólk í söfnuðum vorum ekki saman? Af hverju kemur þessi smásálarlega sundrung og tvídrægni, þessar leiðinlegu deilur út af smámunum, þessi fúsleiki manna tií að draga sig út úr öllum félagsskap, ef þ.eir hafa ekki í hverju einu vilja sinn fram? Af hverju eru menn svo naprir og beiskir í orðum sínum hver við annan og hver -um annan,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.