Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1929, Side 5

Sameiningin - 01.12.1929, Side 5
ái>ametmngtn. Mánaðarrit til stuðnings kirlcju og kristindómi íslendinga gefið út af Hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vesturheimi. XLIV. WINNIPEG, DESEMBER, 1929. No, 12 Friður á jörðu Ár eftir ár og öld eftir öld hefir hljómað iboSskapur jólanna um friÖ á jörÖ. ÆtíÖ hefir 'þessi boðskapur heillað hjörtu fjölda margra, þó vöntun hafi verið á þvi að menn tileinkuðu sér, nema að litlu leyti, það sem orðin merkja eða flytja. Sú merking orðanna, sem liggur til grundvallar, áhrærir frið- inn, sem er æðri öllum skilningi, frið hinna einstöku mannsálna, sem komast í sátt við Guð og meðbræðuh sína—eignast samvizku- frið fyrir fyrirgefningu GuSs í Jesú Kristi án þess að sálin sljófg- ist að næmleik eða áhuga fyrir framför í því góða. Að mest verði vart þessarar merkingar orðanna i boðskap nýja testament- isins, er víst ekki um að villast. Kristindómurinn talar fyrst og fremst til einstaklingsins og ávinnur það, sem hann fær til leiðar komið, með því að umbreyta honum, færa ný áhrif og hvatir inn í líf hans, skapa hjá honum nýtt hugarástand, leggja honurn til nýtt þrek, nýtt samræmi í lifinu, og verður sameiginlegur nefnari alls þessa “sá friður, sem er æðri öllum skilningi.” Ekki verður því haggað að kristindómurinn talar fyrst og fremst til einstaklinga og að áhrif hans verða að leggja leið sína inn í mannlegt líf gegnum einstaklinga, sem umbreyttir eru fyrir boðskap hans. En annars verSa því engin takmörk sett, sem kristindómurinn getur áorkað til að umbreyta mannlegu lífi. Enda er ráð fyrir því gert þegar i n. t. að fyrir einstaklinga, sem eignast hafa þann frið, sem æðri er öllum skilningi, eigi að auk- ast friður í mannlegu lífi fyrir aðgerðir þeirra og framkomu. Orð postulans: “AS því er til yðar kemur, þá hafið frið við alla menn,” “verið friðsamir,” o. fl., 'benda til þess að friður Guðs í hjörtunum átti að efla frið í mannfélaginu. Sjálfsagt er samtíð vor ekki síður ibreysk í því að fullnægja ekki þessari hugsjón en fyrri kynslóðir. Svo rnörg eru merkin til þess og það innan kristninnar aS of mikið er til af lítt kristilegum vígahug manna milli. Þó höfundur kristninnar “illmælti ei aftur er honum var illmælt, og hótaði ei er hann leið,” hafa önnur dæmi orðið auð-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.