Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1929, Qupperneq 7

Sameiningin - 01.12.1929, Qupperneq 7
357 Og sannur jólafögnuSur á himni og jörÖ um þessi jól getur eflst viÖ þaÖ einungis aö þessu friðarmáli sé gefinn gaumur. —K. K. Ó. Kærleiksfórnir Eftir Séra Rúnólf Mart&insson. ‘'Þótt eg deildi út öllum eigum mínum, og þótt eg framseldi líkama minn til þess að eg yrði brendur, en hefði ekki kærleika, væri eg. engu bættari.” Þannig talar postulinn mikli i mesta kærleiksljóði heimsins, 13. kapítulanum í fyrra, Korintu-lbréfinu. Sjaldan hefir víst dauðlegum manni tekist betur en Páli postula í þessum kapítula, að eygja hinn eilifa veruleika, að að- greina það, sem mestu varðar frá því, sem minna gildi hefir. Það er eins og fránar spámanns-sjónir postulans sjái gegnum holt og hæðir tilverunnar, að ekkert sé honum hulið, og hann sjái verð- mæti allra hluta. Með því auga sér hann eitt, sem aldrei fellur úr gildi, sem aldrei þverrar eða þrýtur, eitt afl, sem gnæfir yfir önnur verðmæti eins og snævi-krýndur fjallakóngur gnæfir yfir hæðir og hóla eða jafnvel yfir sléttuna sjálfa. Kærleikurinn er eilífur, óumbreytanlegur og mestur allra afla. Guð er kær- leikur. Hvelt og hreint gellur lúður postulans: Að tala tungum manna og engla án kærleika, er eins og hljómur hvellandi bjöllu. Spádómsgáfa og þekking allra leyndardóma og trú svo milcil, að hún gæti flutt fjöll úr stað, án kærleika, væri til einskis gagns. líið sama er tilfellið með kærleikslausar gjafir, hvað stórar sem væru. Þótt gefandinn bæri fram að gjöf allar eigur sínar, jafnvel sjálfan líkama sinn í bálið til þess að verða brendur lifandi, væri það verk hans með öllu verðmætislaust fyrir Guði, ef það væri unnið af einhverjum öðrum hvötum en kærleika. Hver, sem les þessi orð postulans, með nokkurri athugun, hlýtur aS verða forviða á þessurn sterku staðhæfingum. Þó hefi eg ekki heyrt þess getið, að nokkur maður hafi fundið þar hræsnis- lceim. Nokkurnveginn hver einasti maður, sem gefur þessum hugsunum gaum, mun kannast við þær sem hreinan og heilnæman blæ frá hæstu fjöllum þekkingar þeirrar, er til vor manna hefir náð. Nokkrir þeirra manna, er göfugasta má telja á þessari jörS, liðu píslarvættisdauða í eldi. Þannig var farið með Savanarola

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.