Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1929, Page 8

Sameiningin - 01.12.1929, Page 8
358 og Jóhann Húss. Þannig var einnig farið með fjölda manna á tíö rómversku ofsóknanna og einnig þá er mótmælendur sættu ofsóknum af hendi hinna rómversk-kaþólsku. Að vísu gáfu þessir menn sig ekki fram til brenslu, en af fúsum og hei'lum huga höfðu þeir djörfung til að standa við þá sannfæringu, sem óhjá- kvæmilega leiddi þá út i hálið, en ef þeir hefðu gjört þetta af einhverjum öðrum hvöturn en kærleika, höfum vér orð postulans fyrir því, að, verk þeirra hefði tapað öllu gildi fyrir Guði. “Guð er kærleikur, og sá, sem er stöðugur í kærleikanum, er stöðugur i Guði og Guð er stöðugur i honum.” (i. Jóh. 4:16^, en “sá, sem ekki elskar, þek'kir ekki Guð, þvi að Guð er kærleikur.” (1. Jóh. 4:8J. Nú hefst hér um slóðir mesta gjafatíð ársins. Gjafir streyma til einstaklinga, málefna, og stofnana. Feikna-upphæð er í þessu landi varið til jólagjafa og í fjöldamörgum öörum löndum. Er það kærleikurinn, sem knýr fram allar þær gjafir? Byrjun svarsins verður líklegast athugun hugtaksins sjálfs. Hvað er kærleikur? E'kki held eg, að auðvelt sé að steypa kærleikann i mót. Sjálf- sagt er þó rétt, aS þar séu “flaumar lífs i farveg komnir,” þvi kærleikurinn á sér óteljandi farvegi. Hann kemur eins og himin- geisli inn i dimman klefa aumingjans, hann flytur blómvönd að beði sjúklingsins, og hann knýtir ástarbönd manns og konu, for- eldra og barna. En þegar menn fara að steypa kærleikanum í orðastakk, koma erfiðleikar í ljós. Eíkki held eg að trúfræðin hafi einkaréttindi til að sníða honum stakkinn, og ekki verður það skynsemin ein, sem kann að gjöra mynd hans skýra, og ekki er hann heldur geymdur á neinni einni hillu mannfélagsins. Nei, kærleikurinn verður ávalt bezt skilinn af heilbrigðu hjarta. Auðveldast, líklega, gjörum vér oss grein fyrir málinu á þessa leið. Uppspretta alls kærleika er Guð. “Vér elskum Guð þvi hann elskaði oss að fyrra bragði. Sú elska berst til vor á straum- um lifsins. Tegnér segir í kvæðinu Fermingin fNattvardsbarnen) : “Elskan er allífsins rót, Guðs eðli; sjá þúsundir heima hvíla sem 'börn við Guðs barm; hann bjó þá til knúinn af elsku. Til þess að elska og elskast í mót hann innblés í duftið anda síns sjálfs, og af svefni það reis og sáiugætt lagði hönd sér á hjartað og fann

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.