Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1929, Side 10

Sameiningin - 01.12.1929, Side 10
3(30 hönd samúðar, í orði og verki, eins og um jólin. Jafnvel úti viö er nú farið að tíðka jólaskrúð. Sumir setja upp jólatré með marg- litum ljósum út i görðum eða á húspöllum sínum og sum helztu borgarstrætin eru færð í jólabúning, með jólatré, jólaljós og annað jólaskraut, sem sett er eftir fegurðarreglum þar sem bezt gegnir. Aldrei endranær komast samtök manna eins nálægt algjör- leikanum eins og á jólunum. Jólin eru í kristnum löndum, óefað, stærsta félagslegt undur nútiðarinnar. Hvað af öllu þessu er þá ávöxtur hins sanna kærleika? AS því var áður spurt, og nú spyrjum vér að því aftur, þegar jóla- haldið i máttugri tign sinni hefir með fáeinum dráttum verið at- hugað. MeS öllu væri j>að ósanngjarnt að heimta af jólahaldinu, að það eitt, af öllu hinu mannlega, væri fullkomið. Athugunar- laust má ganga að því sem sjálfsögðu, að ekki séu allar jólagjafir sprottnar af hreinum kærleika. Um þetta er með öllu óþarft að ræða; eti hitt getur verið til gagns að virða fyrir sér skerin, sem jólakærleikurinn svonefndur stundum strandar á. Aðallega mun það vera eitt: Það aS gefa til að sýnast. Ekki á eg von á, að til almennra rnála sé gefið af þeim hvötum, þó það óefað komi stundum fyrir; en gjafasiöurinn verður stundum í einstaklingslífinu að þvingandi verzlun. Menn mega ekki vera rninni en aðrir. f langflestum tilfellum skiftast menn á jólagjöf- um, það er að segja, sérhver einstaklingur gefur vanalega aðeins þeim, sem gefa honum. Menn jafnvel klxfa þrítugan hamarinn til að gefa eins dýrar gjafir eins og þeir ibúast viö að fá. Mönn- unx finst það vanviröa að vera ekki vinum sínunx jafnsnjall. Menn rnega til að sýnast jafn-miklir þeirn. En þetta verður stund- um að tilfinnanlegum örðugleikum þegar efnin, eru ekki í hlutfalli við metnaðinn. Stundum veröur þetta sársaukaefni svo mikið, að menn kvíða fyrir jólunum. 1 stað hreinustu gleöi, verða jólin þá til kvalar. Hætt er við, þegar svo er komið, aö hin tæra lind jólakærleikans sé þá farin að gruggast. Jólin eru bezt þegar þau eru barnalegust. “Gjör þú mig aftur senx áður eg var, alvaldi Guð, rneðan æskan mig bar,” er í raun og vei'u sönn jólabæn hins fullorðna manns. En jólin geta aldrei orðið neinum manni sönn barna-jól, og barnajól eru einu jólin, sem til eru, ef hann missir sjónar á einfaldleik þeirra; en að hlaupa kapphlaup við náunga sina unx það að sýnast sem mestur, er að hverfa burtu fi'á hinu óbrotna, sem gjörir lífið sælt og stei'kt. Eg held að það væri gróði fyrir mannfélagið, að gefa sig á vald hinnar einföldu jólagleði barnanna og lofa henni að

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.