Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 13
eftir friði fer vaxandi. Deiluefnin og misklíðin, sem hversdags- lífinu fylgja, verða hverfandi smá, þegar þau eru skoðuð í ljósi því, er stafar frá Betlehems völlum. En eg hefi sérstakan hóp fólks i huga. Það eru sorgafbörnin, þeir, sem mist hafa hjart- fólgna ástvini, eldri eða yngri, og lifa nú jólin með hjörtun full af söknuði og þrá. Til allra þeirra, sem bera harm í hjarta, sökum æfisorganna, vildi eg-sérstaklega stíla þessi fáu orð. “Sú sitjum viS hljóðir á helgri nótt, við hjartnæman minningaklið.” Víðsvegar á bygðu bóli, er of mikið af ys og þys og annriki, sem á sér stað rétt fyrir jólin, og er að nema á brott og ræna okkur hinni helgu þýðingu þeirra. Eðlileg tilfinning þroskaðra og reyndra, er heilög ró og friður, sem streymir til hjartnanna, orðlaus undrun og gleöi, sem fæðing frelsarans færir hverju jarð- arbarni. Þögul íhugun guðs eilífu náðar birtist með boðskap jólanna, hvert sinn er þau ganga i garð.— Efni kvæðis þess, sem upphafsorðin eru úr, er jólakvæði og á sérílagi við ástvin, sem farið hefir á burt, elskaöan son foreldra, sem er fjarverandi, í fyrsta sinn,—um jólin. Á sjálfa jólanóttina er tómlegt umhverfis þau, og söknuður i hjörtum þeirra, er heima dvelja, autt sæti við arin heimilisins. — Já, þeir eru margir um þessi jól, sem sitja í hálfrökkri því, sem sorginni er samfara, marg- ir er sitja og hlusta á “hjartnæman minningaklið.” Við fyrstu athugun, virðist sem sorgin sé aldrei þungbærri en einmitt um jólin. Hugur þinn, syrgjandi systir, eða bróðir, er fullur af því, sem áður var. Sorg þín er svo stór. Skarðið, sem höggvið hefir verið i hópinn þinn, er með öllu óbætanlegt,—engin orð fá lýst tilfinn- ingum hjárta þíns; orðlaus andvörp, sem 'berast til Guðs, sem veit hvað þér líður, og heldur vörð um þig. Þú hugsar um óvissa framtíð þína, um einstígi ófarins æfivegar, sem þig hryllir við. Og þér finst sem að jólin og jólafögnuðurinn geti ekki að þessu sinni náS til þín, þar sem þú ert inniluktur í húms'kuggum sorg- arinar. — En þú minnist þess, hvernig sólstafir brjótast stundum gegn- um regnþrungin ský, þegar er að birta til. Þannig hljóma gleði- hreimar inst í sálu þinni, þar sem þú situr og hugsar um komu jólanna, mitt í kvíða þínum og sorg. Hvað er það, sem veldur sælukend sálar þinnar, þegar þú heyrir bergmál af orSunum: Jóla-atburðurinn og Jesús Kristur er svarið.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.