Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1929, Page 14

Sameiningin - 01.12.1929, Page 14
364 “Heims um ból, helg eru jól?” Þessi orð eru hljómfögur orð, og slá eld trúar og vonar, enda í syrgjandi hjarta. Það er sem ný dagrenning ibirtist sjónum þín- um! Þér skilst betur en nokkru sinni fyr, að Jesú barnið, sem fæddist í helgri fátækt og yfirlætisleysi, átti sérstakt erindi til sorgarbarnanna, og allra þeirra, er sátu í fangelsi óblíöra örlaga. Boðskapur Guðs um fæðingu hans, var fyrst birtur olnbogabörn- um, fjárhirðunum, er vö'ktu yfir hjörð sinni, mitt í dirnmu og dapurleik næturinnar. A lífstíö sinni var frelsarinn kunnugur þjáningum mannlífsins, og eins og skáldið kemst að orði: “Hann var þeirra athvarf, sem áttu bágust kjör, með olnbogabörnunum var hann helzt í för.” Jólaiboðskapurinn er vorsins og vonanna boSberi, til þeirra, er sitja í myrkri og eiga enga von. Hann lætur birta umhverfis alla þá, er sitja í myrkri mannlífssorganna,—hann er stílaður til þeirra, sem eru fangar, ofurseldir þungum örlögum. Þessvegna var sagt í spádómunum um hann, löngum öldum áður en hann fæddist: “Þeirn, sem í myrkri sátu birtist mikið ljós.”— Mitt í myrkri sorgar þinnar, rennur fagurt ljós upp fyrir sjónum þínum. Þú finnur gleði jólanna streyma inn í harmandi sálu þína. Þótt jólagjafir séu fáar, og kærleiksríkur hugur fárra samferSamanna stefni til þin, ertu þess þó fullviss, að jólagjöfin mikla, gleðin, sökum kærleika Guðs, hefir fylt sálu þina unaðs- legum fögnuði. Frelsarinn kom til að 'blessa sorgina og gera þér hana bærilega. Sorg þín, og sorg alls mannkynsins, fær á sig nýj- an blæ,—undurfagran, unaSslegan blæ í ljósi jólaboðskaparins. Fullvissa sálar þinnar um þaS, að Guði er ant um þig, og að hann heldur af náð sinni vörS um þig, ummyndar harma þína, og nú finnur þú, að sorgin er orðin hrósun þín, því að þú ert sælli en þeir, sem engan harm bera og eru kaldir og harSir—einnig um jólin. Mitt í hörmum æfidagsins birtist þér ný fegurð og ný dýrð, áður óþekt sælukend. Þér birtist ný merking orðanna fögru, sem eru merkisorð jólahátiSarinnar: “Emmanúel, Guð með oss.” Hann, sem jólafögnuðurinn er tengdur við, hann sem er uppspretta allrar sannrar gleði, kom til þess aS bera sorg þína með þér. Gleðileg jól, í Jesú nafni!

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.