Sameiningin - 01.12.1929, Qupperneq 19
309.
unnar? Börn eru óÖfús aS læra, að þekkja meira og fleira, aö
vaxa, að þroskast, að verða eitthvað stærra, fullkomnara, betra.
Barnslundin er hrein, kærleiksrík, bljúg og auðmjúk. Enn frem-
ur er hún vongóð, síglöð, bjartsýn, kát, hýr og fjörug. En um
fram alt er hún trúuð og treystir bæði guði og mönnum. Því
miður treystir hún mönnum oft og einatt um of, en guði aldrei
of mikið, auðvitaS.
En væri ekki æskilegt að allir ættu þessi einkenni ? Getur
nokkur verið sannur maður án þeirra? Hafa þau ekki ávalt
fundist, í ríkum mæli, hjá öllum mestu og beztu mönnum heims-
ins ?
Já, Jesús elskaði börnin. Er ekki von að þeirn þyki vænt um
hann? Er ekki eðlilegt að þau syngi með gleði og ánægju:
“Ó, Jesú, bróðir bezti
og barnavinur nresti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mina.
Það ætíð sé mín iðja,
að elska þig og biðja,
þin lífsins orð að læra
og lofgjörS þér að færa.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
þitt gott barn gef eg veri
og góðan ávöxt beri.”
■Jesils er cnnþá að blessa< börnin!
Kæru vinir! Verum altaf Ibörn. Bætum við oss beztu ein-
kennum þess aldursskeiðs, sem vér erum á, en töpum aldrei barns-
lundinni.
Gleðjum oss með 'börnunum á þessari hátíð hátíðanna. GuS
gefi vður öllum gleðileg jól. Eilíf líf.
JÓLAVfSA.
Jólum mínum uni, eg enn—
og þótt stoliS hafi
hæstum guöi heimskir menn:
lief eg til þess rökin tvenn,
aS á sælum sanni er enginn vafi
/. Hallgr.