Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2011, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 12.03.2011, Qupperneq 4
12. mars 2011 LAUGARDAGUR4 HAMFARIR Í JAPAN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Kauptún 3 - Garðabær - s: 533 22 00 - www.art2b.is Gallery Art 2b Rýmingarsala á málverkum Sjöundi harðasti jarðskjálfti sög- unnar reið yfir Japan í gær og kostaði að minnsta kosti eitthvað á annað þúsund manns lífið. Ótt- ast er að tala látinna muni hækka enn frekar. Skjálftinn varð klukkan 14.46 að staðartíma, en þá var klukkan 5.46 að nóttu hér á landi. Næsta sólarhringinn á undan höfðu tugir skjálfta orðið á þessu svæði og tugir stórra eftirskjálfta komu auk þess í kjölfar þess stóra. Strax var varað við flóðbylgju, sem skall í kjölfarið á allri aust- urströnd Japans og olli víða miklu tjóni á húsum, bifreiðum, bátum og skipum. Verst varð ástandið í borginni Sendai og nágrenni henn- ar, þar sem aurblandað flóð æddi um allt. Heil járnbrautarlest hvarf hreinlega í flóðinu og á öðrum stað sökk skip með hundrað farþegum. Mikill eldur kviknaði í olíu- hreinsistöðinni í Chiba og bárust logarnir hundruð metra í loft upp. Þykkan reyk lagði upp af eldinum. Eldur kviknaði einnig í kjarn- orkuveri í Onagawa og kæli- kerfi bilaði í öðru kjarnorkuveri í Fukushima, þar sem neyðar- ástandi var lýst yfir og íbúar flutt- ir á brott í öryggisskyni. Stjórn- völd fullyrtu þó að enginn leki hafi orðið í þessum kjarnorkuverum. Eldar kviknuðu einnig víða í húsum út frá rafmagni og loguðu fram á nótt. Mannlíf í höfuðborginni Tókýó lamaðist meira og minna við jarðskjálftann. Lestarsamgöng- ur stöðvuðust og fólk komst því hvorki til né frá vinnu, hvað þá að sinna öðrum erindum. Farsímasamband lá sömuleiðis niðri, bæði í höfuðborginni og víða um land. Stórir hlutar landsins urðu einnig rafmagnslausir. Íbúar Tókýó eru vanir því að vera í fararbroddi tækniframfara og reiða sig mjög bæði á lestarsam- göngur og farsímasamband. Jarð- skjálftinn olli því að tugir ef ekki hundruð þúsunda sátu fastir á lest- arstöðvum og bjuggu sig undir að dvelja nóttina á kaffihúsum eða hótelum. Sumir létu sig þó hafa það að ganga allt upp í nokkurra klukkustunda leið heim til sín. „Það hefur aldrei orðið hérna jarðskjálfti af þessu tagi, þannig að allar lestirnar stöðvist,“ sagði Hideharu Tedera, starfsmaður tónleikahússins Yokohama Arena, sem stóð opið til gistingar öllum strandaglópum í Yokohama, einu úthverfa höfuðborgarinnar. Japanir eru vanir bæði miklum jarðskjálftum og öflugum flóð- bylgjum. Árið 1995 varð öflugur jarðskjálfti í Kobe í Japan, sem mældist 6,9 stig og kostaði um sex þúsund manns lífið. Síðan þá hefur mikil vinna verið lögð í að styrkja byggingar, reisa flóðvarnargarða og byggja upp viðvörunarkerfi, sem í gær sannaði ótvírætt gildi sitt. Mannfall hefði vafalaust orðið miklu meira ef þessar ráðstafanir hefðu ekki verið gerðar. Flóðbylgjan barst út frá Japan yfir allt Kyrrahafið á 800 km hraða á klukkustund allt til vesturstrand- ar Ameríku þar sem varað hafði verið við flóðahættu. Þegar fyrstu flóðbylgjurnar komu til Havaí-eyja reyndust þær ekki mjög háar og ollu litlu tjóni. Á vesturströnd Bandaríkjanna varð fólk heldur ekki mikið vart við þegar fyrstu bylgjurnar náðu landi. Fólk hafði þó allan varann á og hélt sig fjarri ströndinni. gudsteinn@frettabladid.is Óttast að yfir þúsund hafi farist Jarðskjálfti sem mældist 8,9 stig kostaði að minnsta kosti eitthvað á annað þúsund manns lífið í Japan í gær. Mikil eyðilegging varð af völdum skjálftanna og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Víða kviknuðu eldar og allt mannlíf lamaðist í höfuðborginni Tókýó. VEGGUR HRUNDI Fjöldi bíla eyðilagðist þegar stór veggur hrundi í borginni Mito í Ibaraki. NORDICPHOTOS/AFP OLÍUHREINSISTÖÐ BRENNUR Mikill eldur braust út í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara í Chiba í kjölfar skjálftans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALLT Á FLOTI Flóðbylgjan skall af miklu afli á borginni Kesennuma í Miyagi og olli gríðarlegri eyðileggingu. NORDICPHOTOS/AFP ELDAR LOGUÐU Víða kviknuðu eldar í húsum í gær. Hér má sjá hús brenna í borginni Natori sem einnig varð fyrir miklum flóðum. NORDICPHOTOS/AFP Það hefur aldrei orðið hérna jarðskjálfti af þessu tagi, þannig að allar lestirnar stöðvist. HIDEHARU TEDERA STARFSMAÐUR TÓNLEIKAHÚSS VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 14° 13° 7° 14° 15° 7° 7° 20° 10° 15° XX° XX° 1° 13° XX° 1° Á MORGUN Vaxandi SV-átt. MÁNUDAGUR Víða hvassviðri eða stormur. 2-4 -4 -4 -4 -2 0 -10 -5 -5 -6 -7 5 7 5 3 6 4 7 8 6 3 1 0 2 -1 -2 5 5 5 5 6 BREYTINGAR Á MORGUN Fínasta útivistarveður á landinu í dag en kalt í veðri. Breyt- ingar á morgun en þá gengur í vaxandi suðvestanátt með úrkomu suðvestan og vestan til og heldur hlýnandi veðri. Það má víða búast við hvass- viðri og asahláku á mánudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.