Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 10

Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 10
12. mars 2011 LAUGARDAGUR10 GENGIÐ 11.03.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,2387 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,26 116,54 188,95 188,49 160,83 161,28 21,56 21,623 20,701 20,762 18,248 18,301 1,401 1,4051 182,52 183,06 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Styrkir úr Forvarnasjóði 2011 Lýðheilsustöð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Forvarnasjóði Tilgangur sjóðsins er að stuðla að forvörnum á sviði áfengis- og vímuvarna og eru styrkir veittir til verkefna eða afmarkaðra rannsókna. Áhersla er lögð á að verkefnin séu samstarfsverkefni og að þau tengist börnum og ungu fólki í eða utan skóla. Auk umsókna til áfengis- og vímuvarna er unnt að s kja um styrki fyrir verkefni til heilsue ingar og lýðheilsu. Velferðarráðherra úthlutar úr sjóðnum að fengnum tillögum áfengis- og vímu- varnaráðs sem metur umsóknirnar í samstar við Lýðheilsustöð. Áskilinn er réttur til að senda umsóknir til umfjöllunar fagaðila, óska eftir nánari upplýsingum um verkefni, framkvæmdaaðila og fjármögnun. Einnig áskilja styrkveitendur sér rétt til að ákveða að styrkir verði greiddir út í samræmi við framvindu hvers verkefnis. Sé sótt um styrk til framhaldsverkefna þarf framvinduskýrsla að liggja fyrir. Mikilvægt er að í umsókninni sé gerð grein fyrir því hvernig verkefnið verður metið og jafnframt að gert sé grein fyrir kynjaáhrifum. Skilyrði fyrir rannsóknastyrkjum til gagnaö unar er að Lýðheilsustöð ha aðgang að ópersónugreinanlegum frumgögnum og nauðsynlegum stoðupplýsingum ári eftir að gagnasöfnun lýkur. Í samvinnu við styrkþega getur Lýðheilsustöð einnig veitt þriðja aðila aðgang að gögnunum. Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2011 og skal sótt um á eyðublöðum á vef Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod.is/lydheilsustod/forvarnasjodur. Styrkir, sem veittir eru á árinu, skulu sóttir fyrir 31.12 2011. Nánari upplýsingar fást í síma 5 800 900, johann@lydheilsustod.is eða á vef Lýðheilsustöðvar. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið johann@lydheilsustod.is Sumarúthlutun 2011 Ekki gleyma þér!18. MARS Efling-stéttarfélag, Sætúni 1, 105 Reykjavík, sími 510 7500, fax 510 7501, efling@efling.is, www.efling.is Síðasti skiladagur umsókna er 18. mars 2011 LÍBÍA Utanríkisráðherrar átta helstu iðnríkja heims ætla að funda á mánudag og þriðjudag um borg- arastyrjöldina í Líbíu. Varnarmála- ráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) náðu ekki samkomulagi um aðgerðir gegn einræðisstjórn Múammars Gaddafís og stuðnings- mönnum hans síðla í vikunni. Varnarmálaráðherrar Breta og Frakka eru þeir einu sem hafa talað fyrir því bæði á fundum aðildarríkja NATO og Evrópusam- bandsins í vikunni að beita hörku gegn Gaddafí og stuðningsherjum hans. Fulltrúar landanna hafa lagt drög að tillögu sem leggja á fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og felur í sér að flugbann verði sett yfir Líbíu. Tillagan hefur ekki hlot- ið samþykki Rússa, Kínverja, Þjóð- verja og Ítala, sem vilja fara hægar í sakirnar, að sögn AFP-fréttastof- unnar. Fulltrúar þjóðanna hvetja Gaddafí til að stíga af valdastóli og vilja taka upp viðræður við upp- reisnarmenn. Stjórnarher Gaddafís sótti í sig veðrið þegar líða tók á vikuna og hrakti uppreisnarmenn á brott frá hafnarborginni Ras Lanuf í norður- hluta landsins. Saíf al-Islam Gad- dafí, sonur einræðisherrans, sagði í sjónvarpsávarpi í gær stjórnar- herinn ekki ætla að gefast upp fyrir uppreisnarmönnum. „Þetta er okkar land. Við ætlum að deyja hér,“ sagði hann og þver- tók fyrir að landar sínir myndu fagna því ef herlið NATO eða ann- arra bandalagsríkja kæmi til lands- ins. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, brást reiður við andstöðu vestrænna ríkja við því að beita hervaldi gegn Gaddafí í ræðu sinni um málið í Brussel í Belgíu í gær. - jab Helstu ríki heims geta ekki komið sér saman um aðgerðir til að velta Gaddafí einræðisherra af valdastóli: Forsætisráðherra Breta vill hertar aðgerðir STJÓRNARHERMENN Hermenn Gaddafís við rústir mosku í bænum Zawía, sem þeir náðu á sitt vald í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EVRÓPUMÁL Össur Skarphéðins- son, utanríkisráðherra, segir að nýleg reglugerðarbreyting á sam- eiginlegri sjávarútvegsstefnu Evr- ópusambandsins (ESB) þar sem aðildarríkjum er gert að stýra staðbundnum stofnum innan eigin lögsögu, styrki röksemdir Íslands í aðildarviðræðunum við sam- bandið. Eins og kom fram í Frétta- blaðinu í gær, kveður nýtt ákvæði í sjöttu grein reglugerðarinnar, frá janúar síðastliðnum, á um að aðildarríki geti ákvarðað einhliða hámarksafla úr tilteknum stofn- um sem eru alfarið nýttir af við- komandi ríki, í stað þess að tekin sé sameiginleg ákvörðun í ráð- herraráðinu eins og átt hefur við hingað til. „Það er ljóst að þetta er sterkt fordæmi,“ segir Össur í samtali við Fréttablaðið. „Hins vegar vil ég ekki vekja upp of miklar vænt- ingar vegna þessa eins, því að það eru önnur sterk rök fyrir því að rétt væri af ESB að fallast á hug- myndir okkar, sem hafa verið mjög eðlisskyldar þessari nýju reglu- gerð.“ Össur bætir því við að þessi breyting sé í samræmi við nýja hugsun innan ESB um að umsjón með staðbundnum stofnum sé flutt nær upprunanum. „Samkvæmt því er valdið flutt til sérfræðinga á staðnum þar sem fiskurinn er og til fyrirtækjanna sem afla úr stofnunum og vinna úr þeim. Þetta er í anda þess sem við höfum haldið fram, að þeir sem hafi alla sína afkomu af auðlind séu best til þess fallnir að sjá um og stýra nytjum á henni.“ Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi breyting hafi ekki áhrif á afstöðu sambandsins til aðildar Íslands að ESB. „Þessi breyting nær yfir mjög takmarkaðan fjölda fiskistofna,“ segir Friðrik. Hann vekur athygli á því að reglugerðin nái til stofna þar sem engin vísindaráðgjöf sé til, sem séu ekki stofnar sem ein- hverju skipti hér við land. „Þetta er engin grundvallar- breyting varðandi það að þær ákvarðanir sem máli skipta um fiskveiðistjórnunina eru áfram hjá Evrópusambandinu.“ thorgils@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Breytingin er Íslandi í hag Utanríkisráðherra segir reglugerðarbreytingu ESB um staðbundna stjórn fiskveiða setja sterkt fordæmi og styrkja rök Íslands. Útvegsmenn segja nýja reglu- gerð ekki breyta miklu og afstaða þeirra sé óbreytt. FISKVEIÐAR Utanríkisráðherra segir nýja reglugerð ESB styrkja málstað Íslands í sjávarútvegsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Þetta er engin grundvallarbreyting varðandi það að þær ákvarð- anir sem máli skipta um fiskveiðistjórnunina eru áfram hjá Evrópusambandinu. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI LÍÚ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.