Fréttablaðið - 12.03.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 12.03.2011, Síða 12
12. mars 2011 LAUGARDAGUR Fáðu þér iPhone 4 á ævintýralegu verði hjá Vodafone 7.777 kr. á mán. í 18 mán. Staðgreitt: 139.990 kr. iPhone 4 er kominn aftur í verslanir okkar á einstöku tilboðsverði. 1 GB gagnamagn á mán. fylgir í 12 mán. Komdu í verslanir Vodafone og tryggðu þér eintak! Algert iPhone æði vodafone.is STJÓRNSÝSLA Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur óskað form- lega eftir því við Fjársýslu ríkisins að laun hennar sem handhafa for- setavalds verði lækkuð sem nemur þeirri launalækkun sem forseti Íslands tók á sig í ársbyrjun 2009. Gunnar H. Hall fjársýslustjóri staðfestir að einn af þremur hand- höfum forsetavalds hafi óskað eftir slíkri launalækkun. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um fá forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar laun sem handhafar forsetavalds þegar forsetinn er erlendis. Hver um sig fær þriðjung af launum for- seta. Ekki náðist í Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, eða Ingibjörgu Benediktsdóttur, forseta Hæstaréttar, við vinnslu fréttarinnar í gær, og því er óvíst hvort þær munu einnig fara fram á lægri greiðslur. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, óskaði eftir því í lok árs 2008 að laun hans yrðu lækkuð. Þá höfðu laun forsætisráðherra lækkað um fimmtán prósent og óskaði Ólaf- ur eftir sömu lækkun. Þar sem stjórnarskrá kveður á um að óheimilt sé að lækka laun forseta á miðju kjörtímabili þurfti hann að óska eftir því við Fjársýslu ríkisins að launagreiðslur til hans yrðu lækkaðar. Þrátt fyrir launalækkun for- seta lækkuðu laun handhafa for- setavalds ekki, þrátt fyrir að emb- ætti forseta Íslands hafi í tvígang bent á misræmi í greiðslum til for- seta og handhafanna í samskiptum við Fjársýslu ríkisins, sem sér um greiðslurnar fyrir hönd ríkisins. Ágreiningur er uppi um hvort miða skuli við útborguð laun for- seta eða laun hans eins og kjararáð hefur úrskurðað um þegar greiðslur til handhafa forsetavalds eru reikn- aðar. Embætti forseta Íslands telur eðlilegt að miða við útborguð laun forseta en Fjársýsla ríkisins og starfsmannaskrifstofa fjármála- ráðuneytisins telja að miða verði við laun forseta eins og þau hafa verið ákveðin af kjararáði. Laun forseta Íslands voru um 1,8 milljónir króna á mánuði áður en hann óskaði eftir lækkun, en um 1,5 milljónir frá því lækkunin tók gildi um áramótin 2009. Forsætisráðherra, forseti Alþing- is og forseti Hæstaréttar hafa hing- að til fengið um 20 þúsund krónur fyrir hvern dag sem forsetinn er erlendis. Jóhanna mun samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins fá um 17 þúsund krónur á mánuði eftir að hún óskaði eftir lækkun. brjann@frettabladid.is Jóhanna vill sömu lækkun og forsetinn Lagalegur ágreiningur er um launagreiðslur til handhafa forsetavalds milli embættis forseta og Fjársýslu ríkisins. Einn af þremur handhöfum hefur farið fram á að greiðslur til hans lækki í samræmi við launalækkun forseta. LAUN LÆKKUÐ Fram hefur komið hjá aðstoðarmanni Jóhönnu Sigurðardóttur að hún hafi ekki áttað sig á því að laun hennar sem handhafa forsetavalds hafi ekki lækkað í samræmi við lækkuð laun forseta Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.