Fréttablaðið - 12.03.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 12.03.2011, Síða 16
12. mars 2011 LAUGARDAGUR16 C apacent gerði könnun fyrir Samtök atvinnulífsins í byrjun febrúar þar sem kemur fram að atvinnuleysið hefur haft bein áhrif á nærri þriðja hvert heim- ili í landinu, eða tæp 32 prósent. Er þá litið til allra sem hafa ekki vinnu, hafa flutt af landi brott vegna atvinnuástandsins, farið í skóla vegna þess sama eða vinna hlutastörf. Þetta telja samtökin undirstrika mikilvægi þess að hefja nú þegar nýja atvinnusókn. Þessi frétt fór hins vegar lágt og margir eru þeirrar skoðunar að atvinnuleysið sem hér hefur búið um sig hafi ekki fengið þá athygli sem vera skyldi. Allir virðast þó á einu máli um að það sé úrlausnarefni númer eitt að uppræta atvinnuleysið. Önnur erfið verkefni hafi hins vegar afvegaleitt menn og tafið þá vinnu fram úr hófi. Fordæmalaus staða Miklar breytingar urðu hér á öllum svið- um við upphaf kreppunnar í október 2008. Atvinnuleysið margfaldaðist á síðasta árs- fjórðungi 2008, fór úr 1,3 prósentum í lok september í 4,8 prósent fyrir árslok. Í lok janúar 2009 var atvinnuleysið komið í 6,6 prósent og hafði ekki verið hærra síðan í janúar 1995 þegar það var 6,8 prósent. Það ár var atvinnuleysi mest frá seinni heims- styrjöld, eða fimm prósent að jafnaði. Hámarkinu var tímabundið náð þegar meðalatvinnuleysi var 9,1 prósent á lands- vísu í febrúar og mars 2009 og var vinnu- markaðurinn í raun í fullkominni upplausn á þessum tíma. Réttu ári seinna, í febrúar og mars 2010, sáust hæstu tölurnar þegar atvinnu leysið náði til vel á sautjánda þús- und manna sem jafngilti 9,3 prósentum. Atvinnuleysið nú stendur í 8,6 prósentum og hækkar fimmta mánuðinn í röð. Atvinnuástandið hefur frá hruni verið verst á Suðurnesjum þar sem atvinnuleys- isprósentan fór hæst í tæp fimmtán prósent. Ber til þess að líta að atvinnuleysi hefur frekar verið þar landlægt en annars staðar á landinu. Samkvæmt venju hefur ástandið líka verið einna best á Vestfjörðum þar sem atvinnuleysið hefur farið hæst í rúmlega þrjú prósent. Á höfuðborgar svæðinu hefur atvinnuleysið verið á bilinu átta til tíu pró- sent frá því í mars 2009. Til þess ber að líta að atvinnuástand á Íslandi hefur með fáum undantekningum verið afar gott. Þess vegna er það ástand sem hér hefur myndast á rúmlega tveimur árum án fordæma í Íslandssögunni. Reynd- ar er talið að engin dæmi séu um viðlíka aukningu atvinnuleysis á heimsvísu frá því að byrjað var að halda saman tölum um atvinnuleysi með þeim hætti sem gert er hér og erlendis. Hvað segir sagan? Kannski er erfitt að leggja mælikvarða nútímans á söguna og fullyrða að þjóðin sé núna að takast á við erfiðasta samdráttar- skeið, eða kreppu, í Íslandssögunni. Berar prósentutölur eru aðeins einn mælikvarði, en ef þær eru notaðar hefur atvinnuleysi aldrei verið meira. Aðeins í kreppunni miklu á fjórða áratugnum er talið að atvinnuleysi hafi verið sambærilegt. Nákvæm tölfræði er ekki til því til staðfestingar en þá voru inn- viðir samfélagsins það bágbornir að neyðin var án efa tilfinnanlegri hjá mörgum. Í lok sjöunda áratugar ins skall á kreppa vegna búsifja í sjávarútvegi. Góðæri hafði ríkt um árabil. En það var byggt á ofveiði á stofni norsk-íslensku síldarinnar og sterkum mörk- uðum fyrir mjöl og lýsi, frystum fiski og skreið. Síldin hvarf og á sama tíma versnuðu ytri aðstæður fyrir sölu á öðrum afurðum sjávar útvegs. Kreppa skall á 1968 og fram til 1970 var hér mikið atvinnuleysi. Þá, eins og nú, brá svo við í fyrsta skipti að fjöldi fólks flutti búferlum til Skandinavíu í atvinnuleit. Hins vegar náði atvinnuleysið ekki tveimur prósentum þegar tímabilið er skoðað í heild. Ef leita á dæma um viðlíka áföll og við er að eiga núna má kannski finna þau þar sem svæðisbundnar hamfarir í atvinnu málum hafa riðið yfir. Eitt er þegar Sambands- verksmiðjurnar á Akureyri liðu undir lok árið 1993 en um þúsund manns störfuðu þar þegar mest var. Eins má segja að brotthvarf Bandaríkjahers árið 2006 hafi haft viðlíka áhrif á atvinnumál á Suðurnesjum; nokkuð sem sveitarfélögin á svæðinu voru rétt byrj- uð að vinna sig út úr við hrunið árið 2008. Atvinnuleysi á Íslandi fram til ársins 1995 var að jafnaði meira á landsbyggðinni. Fyrst og fremst var það tengt árstíðabundn- um sveiflum. Minni sveiflur hafa verið frá 1995 og atvinnuleysið hefur verið meira á höfuðborgarsvæðinu. Meira er um langtíma atvinnuleysi eftir 1995 og það nær frekar til ungs fólks. Stærsta breytingin er kannski í sögulegu ljósi að fram til nóvember mánaðar árið 2008 hefur atvinnuleysi alltaf verið meira á meðal kvenna en karla en nú hefur það snúist við. Því er atvinnuleysið nú ekki aðeins meira en áður heldur fetar það nýja slóð. Hverjir hafa misst vinnuna? Hrunið hafði mikil bein áhrif á byggingar- iðnaðinn og mannvirkjagerð, þar sem karlar eru í meirihluta að störfum. Heildarfjöldi á atvinnuleysisskrá í lok desember 2009 lýsir þessu vel þegar rúmlega níu þúsund karlar voru atvinnulausir en rúmlega sex þúsund konur. Karlar eru nú um 54 prósent atvinnu- lausra en voru um 65 prósent þegar verst lét veturinn 2009. Atvinnuleysi karla sveiflast eftir árstíðum, eykst yfir vetrarmánuðina og minnkar hratt yfir sumarið. Þessar sveiflur ná ekki til kvenna enda er skýringin tengd árstíðabundinni uppsveiflu í byggingariðn- aði. Upplýsingar sem aflað hefur verið frá hruni sýna svo ekki verður um villst að ungt og ómenntað fólk stendur langverst að vígi. Aðgerðir Vinnumálastofnunar draga dám af þessu enda var ákveðið haustið 2009 að þessi hópur yrði forgangshópur í vinnumark- aðsúrræðum og að fjármunum til úrræða og stuðnings yrði sérstaklega beint til þeirra sem hann skipa. Upplýsingar um atvinnu- leysi frá apríl 2009 til þessa dags sýnir ein- sleita mynd. Helmingur atvinnulausra hefur aðeins lokið grunnskóla en til samanburðar hafa fimmtán prósent lokið háskólanámi. Um sjötíu prósent atvinnulausra búa á höfuðborgarsvæðinu og þrjátíu prósent á landsbyggðinni. Fyrir hrunið var skiptingin nokkurn veginn jöfn. Síðan þá hefur fjöldi atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu sex- faldast en fjöldi atvinnulausra á landsbyggð- inni fjórfaldast. Hver er staðan í dag? Þegar ljóst var að atvinnuleysi myndi stór- aukast á örskömmum tíma ákvað Vinnu- málastofnun að forgangsraða starfsemi stofnunarinnar þannig að umsóknir um atvinnuleysisbætur og afgreiðsla þeirra gengi fyrir. Þjónustuskrifstofur á suðvestur- horninu gátu því ekki veitt einstaklingum á atvinnuleysisskrá lögboðna þjónustu um ráð- gjöf og virkniúrræði, enda gerði fjöldi ráð- gjafa ráð fyrir einum sextánda hluta þess hóps sem hafði skráð sig atvinnulausan í apríl 2009. Gissur Pétursson, forstjóri VMST, lýsir stöðunni í stórum dráttum þannig að starfs- menntakerfið gangi mjög vel og nægt fram- boð sé á fjölbreyttum virkniúrræðum. Hefð- bundna skólakerfið glími hins vegar við niðurskurð og af þeim 800 ungmennum sem vildu komast þar inn í haust voru 200 á atvinnuleysisskrá og sum hver eru enn á bótum. Þar megi gera mun betur en hingað til. „En nú vil ég kalla atvinnulífið til leiks. Það sýnir sig að það er langárangursríkasta leiðin að fólk fái að vera í beinum tengslum við vinnustaðinn. Ég lít ekki á þetta sem til- boð heldur nánast eins og herkvaðningu. Nú verður atvinnulífið að koma með okkur og ég held að það sé áhugi fyrir því. Þetta er skipu- lagsmál og þarf skuldbindingu frá atvinnu- rekendum. Það þarf að vera utanumhald og raunveruleg verkefni sem fólk í þessari stöðu getur gengið að með stolti.“ Sókn með nýsköpun Stjórnvöld boða sókn með nýsköpun. Iðnaðar- ráðherra kynnti um miðjan febrúar nýjasta útspilið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem er ætlað að skapa þúsundir starfa. Byggða- stofnun fær innspýtingu upp á 3,6 milljarða og uppbygging ferðamannastaða fær hálf- an milljarð. Lánatryggingarsjóður kvenna tekur til starfa á ný og sérstökum fjárfest- ingarsjóði verður komið á fyrir þá sem vilja leggja fjármuni í viðskiptahugmyndir. Fjöl- mörg verkefni eru jafnframt unnin á vett- vangi Nýsköpunarmiðstöðvar svo fátt sé talið, en ekki er síst horft til þess að aðlaga umhverfi fólks og fyrirtækja til sóknar. Eitt prósent Heilt yfir hafa Íslendingar notið atvinnu- öryggis sem á sér fáar hliðstæður í hinum vestræna heimi. Mikið atvinnuleysi er undantekning og ótrúleg sú staðreynd að atvinnuleysistölur hafa á löngum tímabil- um verið eitt til tvö prósent. Sumir myndu vilja meina að vandinn nú sé að hluta til fal- inn í þessari staðreynd. Atvinnuþátttaka hér á landi er mun meiri en á mörgum löndum sem við berum okkur saman við og það er inn gróið í þjóðarsálina að allir sem vettlingi geta valdið eigi heimtingu á því að finna kröftum sínum farveg í launaðri vinnu. Standist þessi fullyrðing, þá er það kannski ein skýringin á því að yfirlýsingar stjórn- valda um að atvinnuleysi standi í stað, eða hafi ekki aukist á milli ársfjórðunga, hafi holan hljóm í eyrum Íslendinga. Það er eng- inn sigur fólginn í slíkri tölfræði, þó svo að einhver vilji túlka hana sér í vil. Svona er atvinnuleysið 14.873 manns atvinnulausir í lok febrúar 2011 8.544 6.329 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Atvinnuleysi á Íslandi Fjöldi atvinnulausra eftir landshlutum 10 8 6 4 2 0% Atvinnuleysi frá maí 2008 – mánaðarlegar tölur 1% 6,6% 9,1% 9,0% 9,3% 8,6% höfuðborgarsvæðið 9.321 Vesturland 414 Vestfirðir 173 Norðurland vestra 147 Norðurland eystra 957 Austurland 369 Suðurland 846 9,2% 4,9% 4,1% 14,5% 6,8% 5,4% 5,9% 7,2% Aldursskipting atvinnulausra Suðurnes 1.545 4. 61 3 3. 54 2 2. 47 2 2. 27 0 20-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára Úrlausnarefni númer eitt Frá efnahagshruninu haustið 2008 hefur þriðja hvert heimili í landinu orðið fyrir barðinu á atvinnuleysi. Þetta er sláandi staðreynd sem að flestra mati undirstrikar hvert næsta stóra verkefni þjóðarinnar er. En hver er staðan og hvað segir sagan okkur? 1. hluti m aí . 0 8 jú n. 0 8 jú l. 08 ág ú. 0 8 se p. 0 8 ok t. 08 nó v. 0 8 de s. 0 8 ja n. 0 9 fe b. 0 9 m ar . 0 9 ap r. 09 m aí . 0 9 jú n. 0 9 jú l. 09 ág ú. 0 9 se p. 0 9 ok t. 09 nó v. 0 9 de s. 0 9 ja n. 1 0 fe b. 1 0 m ar . 1 0 ap r. 10 m aí . 1 0 jú n. 1 0 jú l. 10 ág ú. 1 0 se p. 1 0 ok t. 10 nó v. 1 0 de s. 1 0 ja n. 1 1 fe b. 1 1 Meðalfjöldi atvinnulausra í febrúar í janúar 2011 Fyrsti hluti af níu Næsta grein: langtíma atvinnuleysi Ég lít ekki á þetta sem tilboð heldur nánast eins og her- kvaðningu. GISSUR PÉTURSSON FORSTJÓRI VINNUMÁLASTOFNUNAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.