Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2011, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 12.03.2011, Qupperneq 18
18 12. mars 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Engu er líkara en forset-inn trúi því að Íslendingar hafi fyrst orðið alvöru lýð-ræðisríki eftir að hann gaf þeim þjóðaratkvæðið. Forsætisráð- herra virðist einnig líta á þjóðar- atkvæði sem hástig lýðræðisins nema þegar það stafar af forset- anum. Þegar rætt er almennt um þjóðaratkvæði þykir annar boð- skapur ólýðræðislegur en opna eigi allar flóðgáttir í þeim efnum. Ef um er að ræða þjóðaratkvæði vegna tiltekins máls eru þeir fylgj- andi sem orðið hafa undir á vett- vangi fulltrúalýðræðisins en hinir andvígir sem eru í meirihlutanum. Dragi einhver í efa að rétt sé að skjóta tilteknu máli í þjóðar- atkvæði er við- kvæðið: Nýtur þj ó ð i n ek k i trausts? Spurn- ingunni er ætlað að virka sem eins konar haltu- kjaftibrjóstsyk- ur á rökræður. Þeir sem vantreysta fólkinu eru ekki lýðræðissinnar. Verkurinn er sá að álitaefnið snýst ekki um hvort kjósendur eru traustsins verðir eða nægjanlega skynsamir til að taka ákvarðan- ir. Spurningin er hvort þeir sjálf- ir telja farsælast að taka sem flest mál í sínar eigin hendur eftir leið- um þjóðaratkvæðisins eða treysta á skipulag fulltrúalýðræðisins. Þeirrar tilhneigingar gætir í vaxandi mæli að stjórnmála- menn kjósa að þjóðin leiði þá en ekki þeir hana í vandasömum og umdeildum málum. Þá er lausnin þjóðaratkvæði. Forystuhræðslan er klædd í búning lýðræðisástar. Hin hliðin á þessum peningi er sú að með þessu víkur sú ábyrgð sem á að fylgja þeirri vegsemd að vera kjörinn fulltrúi. Ábyrgðin er aftur þungamiðja í virku lýðræði. Á ekki að ræða þá hlið málsins? Er þjóðaratkvæði allra meina bót? Miklu skiptir að þeir sem taka ákvarðanir um löggjöf og stjórn lands-ins kunni góð skil á rökum og gagnrökum hvers máls og hafi sjálfir tekist á um þau. Þeir þurfa einnig að hafa glögga sýn yfir það hvernig úrslit í einu máli hafa áhrif á önnur. Þá hefur það þýðingu að aðferðir við töku ákvarðana séu eins skilvirkar og kröfur lýðræðis- ins leyfa. Mikilvægt er að kjósendur sem eru uppspretta valdsins í þjóðfélag- inu geti komið fram ábyrgð gagn- vart þeim sem ákvarðanir taka eftir því hvort þær reynast vel eða illa. Fullyrt er að þessi ábyrgð sé óvirk. Það er skrök. Þingmannaveltan er svo ör að eftir síðustu kosningar var meðalþingseta komin undir sjö ár. Hvort það hefur verið til bóta er svo önnur saga. Sérhver kjósandi er vitaskuld fær um að taka ákvarðanir með þeim hætti sem krafist er. Hann hefur hins vegar ekki sömu aðstöðu til þess og kjörnir fulltrúar sem bera jafnframt ábyrgð á niðurstöðum. Fulltrúalýðræðið er því ekki tak- mörkun á valdi fólksins. Það er aðferð sem fólkið hefur valið til þess að tryggja skilvirkni, vand- virkni og ábyrgð. Fulltrúalýðræðið er með öðrum orðum grundvallað á almannahagsmunum. Forsetinn neitar að bera ábyrgð á því að hafa hafnað Icesave-lög- unum. Ríkisstjórnin ætlar ekki að bera ábyrgð á sínum hlut málsins og segir að einungis eigi að kjósa um verk embættismanna. Hér eru kjós- endur sviptir réttinum til að kalla einhverja til ábyrgðar ef ákvörðun- in reynist illa eða til að endurnýja traust sitt verði hún til farsældar. Önnur almennari sjónarmið koma einnig til skoðunar. Verði þjóðaratkvæðagreiðslur daglegt brauð er hætt við að sérhagsmuna- hópar ráði miklu um niðurstöður vegna dræmrar kosningaþátttöku. Eins sýnir reynslan að kjósendur eru yfirleitt íhaldssamari en full- trúar þeirra. Þessir stjórnarhætt- ir geta því þýtt hægari framfarir. Málamiðlunum verður heldur ekki komið við í þjóðaratkvæði með sama hætti og á þingi. Það veikir lýðræðið. Fulltrúalýðræðið Þrátt fyrir þessi sjónarmið er þjóðaratkvæði mikil-vægt þegar sérstaklega stendur á. Það sem máli skiptir er að skilgreina þau tilvik og tryggja að einhver eða einhverj- ir beri jafnan ábyrgð. Þjóðaratkvæði á ekki að nota til að veita þingmönnum leiðsögn um hvernig greiða eigi atkvæði á þingi. Þá þyrfti heldur ekki nema brot af núverandi þingmanna- fjölda. Tilgangurinn er að gefa þjóðinni kost á að staðfesta eða synja málum sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Þjóðaratkvæði á ekki að fela í sér forystu heldur dóm um forystu í tilteknu máli. Nú er skylt að hafa þjóðar- atkvæði um afsetningu forsetans og breytingar á kirkjuskipaninni. Æskilegt væri að sama gilti um lög um kosningar og kjördæmaskipun. Eins ætti slík skylda að ná til laga sem fela í sér að fullveldisákvörð- unum er deilt með öðrum þjóðum. Þá mætti frjálst val um þjóðar- atkvæði vera í höndum ákveðins minnihluta þingmanna, enda axli hann á því pólitíska ábyrgð. Í sérstökum tilvikum er þjóðar- atkvæði hollt en það er ekki allra meina bót. Hvenær þá? ÞORSTEINN PÁLSSON Ellefu vikna árangurmælt námskeið Kvíðameðferðarstöðvar- innar þar sem kenndar eru leiðir til að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum og í samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Kennsludagar: Fimmtudagar frá 15:00-17:00, alls 22 klst. Kennarar: Sálfræðingar Kvíðameðferðarstöðvarinnar Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 24. mars 2011 Öryggi í samskiptum -námskeið við félagsfælni Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða kms@kms.is Nánari upplýsingar: www.kms.is A tvinnuþátttaka á Íslandi á sér fáar hliðstæður. Í raun þekktist hér varla atvinnuleysi áratugum saman, í það minnsta ekki í því hlutfalli sem telst vera vandamál í öðrum löndum og þegar atvinnuleysi hefur komið upp hefur það jafnan verið skammvinnt. Því er það nokkuð undarlegt hversu litla athygli atvinnuleysið sem ríkt hefur á landinu undanfarin misseri hefur fengið. Þó hefur könnun sýnt að þrátt fyrir að atvinnuleysi teljist innan við 10 prósent þá snertir það nærri þriðja hvert heimili í landinu með einhverjum hætti. Ástæðurnar fyrir þessari tiltölulega litlu athygli eru margar. Önnur málefni hafa verið talsvert fyrirferðarmikil í umræðunni; fjöldamörg önnur mál sem tengjast hruninu svo sem Icesave og rannsóknar- skýrslan. Það kann einnig að hafa áhrif að atvinnuleysið hefur ekki orðið jafnmikið og flestir bjuggust við á fyrstu mánuð- unum eftir hrun, ekki enn að minnsta kosti. Þegar hrunið skall á þjóðinni stóð atvinnuleysi í 1,3 prósentum sem er nánast óþekkt atvinnuleysishlutfall í alþjóðlegu samhengi. Tæpu hálfu ári síðar var atvinnuleysi komið í 9,1 prósent. Það er nú 8,6 prósent og hefur aukist síðustu mánuði. Atvinnuleysið sem nú ríkir á sér þannig ekki fordæmi á Íslandi. Sá hópur sem verst hefur orðið úti í atvinnuleysinu er ungt ómenntað fólk en tölur sýna að helmingur atvinnulausra hefur ekki lokið formlegri menntun umfram stúdentspróf. Það er þekkt staðreynd frá öðrum löndum þar sem atvinnuleysi hefur skollið á af viðlíka þunga og hér að hætta er á að unga fólkið sem ekki kemst út á vinnumarkaðinn að lokinni skólagöngu fest- ist í atvinnuleysi og komist jafnvel ekki til starfa þegar atvinnu- ástand batnar. Þannig verður til kynslóð þar sem atvinnuþátttaka er minni en meðal þeirra sem bæði eru eldri og yngri. Það er því ekki að ástæðulausu sem unga fólkið er forgangs- hópur þegar fé er veitt til vinnumarkaðsúrræða ýmiss konar. Það er enda afar mikilvægt að viðhalda virkni þessa hóps til að koma í veg fyrir að hér myndist með þessum hætti kynslóð atvinnulausra. Á Íslandi er mikil virðing borin fyrir vinnunni, að mati margra raunar svo mikil að virðing fyrir frítíma og fjölskyldutíma hefur kannski ekki verið sem skyldi. Vinnan er þannig ríkur hluti af sjálfsmynd Íslendinga og dugnaður í vinnu telst hér meðal helstu mannkosta. Þessi menning, ásamt því að hér hefur atvinnuleysi varla þekkst, kann að gera atvinnuleysið enn erfiðara við að fást fyrir þá sem í því lenda en að minnsta kosti sums staðar annars staðar. Það er nauðsynlegt að horfast í augu við alvarleika atvinnu- leysisins. Uppræting þess er afdráttarlaust eitt af þeim megin- verkefnum sem þjóðin þarf að fást við á næstu árum. Fréttablaðið birtir í dag fyrsta hluta af níu í röð fréttaskýringa þar sem fjallað er um atvinnuleysið á Íslandi frá mörgum hliðum. Atvinnuleysi hefur nú í tvö ár verið meira en áður hefur þekkst á Íslandi. Nýr veruleiki SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.