Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 4
130 Þriðjudaginn 24. júní, kl'. 9-12 f.h.—Starfsfundur í kirkju Frí- kirkj u-safnaðar. Kl. 2 e.h,—Starfsfundur, sama stað. Kl. 8 e.h.—Concert; þinginu bocSiíS. Miðvikudaginn 25. júní, kl. 9—12 f.H.—Starfsfundur. Þingslit TrúboÖi vor, séra S. O. Thorlaksson, verður á þinginu, og mun ávarpa j)aÖ í sambandi við heiðingjatrúboÖsmálið. K. K. 0. Samvinna við norsku kirkjuna í Ameríku. Eins og fram kom á síðasta kirkjuþingí voru, virtust góð- ar horfur á því, að samvinna myndi takast milli kirkjufélags vofs og norsku kirkjunnar í Ameríku. Bróðir vor, séra Flans B. Thorgrimssen, var þar sem erindreki norsku kirkjunnar, og flutti oss vinar- og bróður-kveðju, auk þess að skýra frá ])ví, að norska ki'rkjan, sem hann tilheyrir, hefði tjáð sig á nýafstöðnu kirkjuþingi sínu fúsa til samvinnu við oss í heimatrúboðs- starfi og mentamálmn. Var ]>að síðara atriðið, sem sérstaklega hafði verið um rætt, í því augnamiði, að það mætti takast, aö ei’nhvei; samvinna yrði um Jóns Bjarnasonar skóla. Út frá þessu var málinu haldið áfram eftir kirkjuþing, og eftir bréfa- viöskifti við forseta og mentamála forvígismenn norsku kirkj- unnar, var mér boðið á fund þeirra í Minneapolis í byrjun septembermánaðar síðastl. haust, og var máliö rætt þar all- ítarlega. Kusu þeir þá tvo menn til að fara til Wfnnipeg, kynnast skólanum og öllum ástæðum, og gera svo á fundi í janúar grein fyrir áliti sínu. Þessir menn, dr. Aasgaard, vara- forseti norsku kirkjunnar, og prófessor Vigness, skrifari mentamálanefndarinnar, komu svo til Winnipeg í desember- mán. síðastl., heimsóttu skólann og áttu tal viS kennarana og skólaráðsmenn. Var auSfundiS, aS þeir voru ]>ví fylgjandi, að kirkja þeirra skipaði kennara við Jóns Bjarnasonar skóla og sendi þangað nemendur. Lögðu þeir svo tillögur sínar fvrir mentamálanefnd norsku kirkjunnar i janúar. Var þar samþykt, að þeir legSu það til, aS kirkjufélag þeirra setti kennara viS Jóns Bjarnasonar skóla á næsta hausti, og mun enginn efi á, að þetta verður ákveðið formlega í sumar, er' deildir kirkjunnar halda þing. (í sumar er ekki allsherjar þing hjá Norömönn-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.