Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 14
140 FYRIR UNGA FÓLKIÐ. | Deild þessa annast séra FriSrik Hallgrímsson. : Um ungmennafélög. ÞaS mun hafa verið um áriö 1765, að fyrsta ungmennafélag var ■stofnaö í Basel á Svisslandi; bundust þá níu unglingar ýmsum lof- oröum undir stjórn sóknarprests síns. Upp frá þeim tíma hefir slík- ur félagsskapur blómgast og vaxiö, þangaö til að nú munu vera mjög fá lönd í heimi, þar sem hann er ekki búinn aö fá' góöa rótfestu, og mun hann hvarvetna vera til góös og blessunar. Heima á íslandi var stofnaö unglingafélag fyrir rúmum 25 ár- um, og undir forystu hins vel þekta unglinga vinar, séra Friöriks Friörikssonar, hefir þaö vaxiö og blómgast. Eftir skýrslum frá ýmsum félögum má sjá, að tilgangur þeirra er hverventa sá hinn sami, aö safna ungmennum saman í kristilegan og góðan félagsskap, undirbúa þá undir æfistarf sitt með því aö vekja hiö innra lif þeirra, svo þeir geti verið sér og samferðamönnum sín- um til hjálpar og blessunar. Þegar eg minnist á ungmennafélög, þá hefi eg í huga félagsskap hinna eldri líka; eg vil ekki, að ungmennið, sem gengur í félagiö, yf- irgefi það, þegar það nær vissum aldri; eg vil, að það haldi áfram að tilheyra því; meö því móti nær.það bezt því takmarki, sem það keppir aö. Mr. John Wanamaker, sem var einn af beztu unglinga- vinum í Bandaríkjunum, sagði einu sinni: “M!aðurinn getur ekki varið kröftum sínum á veglegri hátt, en með því að starfa æfilangt að velferð unglinganna; ekkert starf imannsins er þarfara né þýö- ingarmeira.” Starfssvið unglingafélaga getur veriö æði víðtækt, og mætti skifta því í þrjár aðal deildir, svo sem: trúmála-, mentamála- og skemti<leild; og væri þá'þægilegt, að skifta fundum því samkvæmt. Á trmálafundum mætti hafa sálmasöng, biblíulestur, ritgerðir og ræður um menn og konur, sem Ihafa!'skarað fram úr, í guðsríkis- starfinu; ætti sóknarpresturinn aö gera sérstaka tilraun til að vekja sálir unglinganna og leiða þá á rétta braut lífsins, á þeim fundum. Á mentamála fundurn ættu unglingarnir að afla sér þekkingar á landsins gagni og nauðsynjum, svo að þeir'geti orðið þarfir og góðir borgarar þess lands, sem þeir búa í. Skemtifundum geta þeir varið til isiðferðislegra og góðra skemtana. Yfirleitt ætti það að vera mark og mið allra fundanna, að efla og styrkja kristilegan kærleika meðal félagsmeðlimanna; með því móti geta þeir unnið mannfélags- heild sinni ómetanlega mikið gagn. Gangið því öll, yngri og eldri,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.