Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 13
139 Efnilegur piltur.—Kristján Valdimar heitir einn sona Gunnars ritstjóra Björnssonar og Ingibjargar konu hans í Minneota. Er hann heitinn eftir þeim skáldunum Kristjáni Jónssyni og Valdimar Briem. Hann er nú á átjánda ári (fæddur 29. ágúst 1906J og út- skrifast í vor af Miðskóla. Svo hefir hann sótt námiS vel, aS jafn- aSarlega hefir hann hlotið 96 eSa 97 stig viS próf. Var 'hann kjör- inn merkisberi skóla síns viS málsnildar-samkepni skólanna þar sySra. Eóru svo leikar, aS fyrir honurn féllu allir nrælsku-kappar í þeim héruSum, er næst voru, og nú 9. maí bar hann sigur úr býtum í borg- inni St. Paul, er þar leiddu hesta sína saman á ræSupalli sigurvegar- ar NorSvestur-ríkjanna. Hlaut Valdimar þar þúsund dollara aS verSlaunum og þar meS þann heiSur, aS fara sem fulltrúi NorSvestun *. ríkjanna til mótsins í Kansas City, þá kept verSur um sigurlaun af fulltrúum allra Vestur-ríkjanna. Sá er þar sigrar, fer til Washing- ton og keppir viS fulltrúa Austur-ríkjanna um sigursveiginn.—“Sam- einingin” óskar Valdimar til heilla og hamingju og samgleSst for- eldrum hans. Nýtt sönglag hefir próf. S. K. Hall sarniS og gefiS út. Fæst þaS i bóka- og músík-búSum í Winnipeg og víSar. LagiS er viS enskan passíusálm eftir T. B. Pollock: “My God. why hast Thou forsaken me ?” íslenzkan texta hygst. höf. aS láta prenta meS lag- inu handa Islendingum sérstaklega. ViS þann íslenzka texta hefir frú Hall sungiS lagiS í Fyrstu lút. kirkju. Miklu lofsorSi lúka söng- fróSir menn á lagiS. ----------0----------- ICVITTANIR: Inn komiS í HeiSingjatrúboSssjóS 21. marz til 21 maí 1924: Miss Dóra Benson.......................$10.00 Fyrsti lút. söfn. í Winnipeg........... 57.43 Tr. Ingimundarson Hjaltalin............. 5.00 Péturs söfnuSur......................... 6.72 Innkomiö í Heimatrúboössjóö 21. marz til 21. maí 1924: Lincoln söfnuSur.......................$20.00 Fyrsti lút. söfn. í Winnipeg........... 55.65 Grunnavatns söfn.........................4.30 Finnur Johnson, féh. k.fél.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.