Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 24
150 meö hreinni tru og heilögu lífi, aö greiöa skaparanum. í) Ætt- jaröarást, þjóöhollusta, er góö og göfug; en ávalt skulum við þó hafa þaö hugfast, aö fööurland okkar er á liimni fFil. 3, 20). Aöra spurningu lögöu Sadúkear fyrir Jesúm. Þeir voru skyn- semskumenn þeirrar aldar; neituöu ódauöleika sálarinnar, uppris- unni, tilveru engla, og fleiri trúaratriöum. Þóttust þeir hafa dæmi nokkurt til aö sýna, hve heimskuleg væri trúin á upprisu dauðra; og lögöu þeir spurninguna fyrir Jesúm. Sjö bræöur, sögöu þeir, gengu allir aö eiga sömu konuna, hver eftir annan látinn, eftir lög- um Móse. H.ver þeirra skyldi þá veröa maöur hennar í eilífðinni? Svar frelsarans er skýrt og skorinort: F.nginn þeirra. Hjóna- bandið er af þessum heimi. Þaö heyrir jarðlifinu til, en ekki ei- líföinni. Svo benti frelsarinn mönnum þessum á þaö, aö í orðum Guös í gamJa testamentinu væri gjört ráð fyrir ódauðleika mannsins, eins og sjálfsögðum hlut. Drottinn, sem kallar sig Guð ættfeðranna, hann er enginn dauðra-manna-guö, segir Jesús, heldur Guö lifenda. Hví sky.ldi hann mæla fram með sjálfum sér sem Guði Abrahams, ef hann léti Abraham tortímast, gjöreyöast, bæöi líkama og sál? Ef almáttugur Guð er faðir okkar, eins og Jesús segir, hvernig getur þái sálin, sem hann'gaf okkur, dáið út af til fulls og oröiö að engu? Mun nokkur faðir láta barnið sitt deyja, sem hann elskar —geti hann fundið nokkurt ráð til að bjarga lífi þess? Ekki vant- ar Guö máttinn og vizkuna. Mun þá föðurástin vera minni hjá honum, heldur en hjá syndugum manni? Það er óhugsandi. — Treystum því Guði fyrir okkur, í Jesú nafni, bæði i lífi og dauða. Sálmar: 21; 22; 182; 230; 340, 8-11. HELREIÐIN. Saga eftir SELMU LAGERLÖF. Kjartan Helgason þýddi. ('Fram'h.) Þegar hugurinn segir: “Nú geri eg þetta eða hitt,” þá er sú hin sama hreyfing venjulega gerð í sarna bili. Því hafði þessi maður vanist, eins og allir aörir. En nú l)rá undarlega við. Lim- irnir láta ekki aö stjórn; líkaminn liggur kyr og hrærist 'hvergi. Gæti þaö verið, aö hann heföi legið þarna svo lengi, að hann hefði liaft tíma til að gegn-frjósa Nei, ef svo væri, þá hlyti hann að vera dauöur. En lifandi er hann, og bæði sér og heyrir. Auk þess er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.