Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 15
141
í unglingafélögin, stySjiö þann félagsskap dreugilega; meö þvi eruÖ
þið að vinna bæði ykkur og börnum ykkar ómetanlegt gagn. Verið
félagsskapnum *trú, og þá mun hann blómgast og blessast um ókomn-
ar aldir. M. 3. S.
Góðar fréttir frá Reykjavík.
Fagnaðarefni mikið er það, að Kristilegt Félag Ungra Manna í
Reykjavík hefir nú nýlega eignast lóð undir hið fyrirhugaða stófhýsi
sitt á ákjósanlegasta stað í borginni, sem hugsaist gat, — við eitt að-
alstræti borgarinnar, andspænis Stjórnarráðshúsinu. Eiganda hús-
eignar þessarar, Bernhöft bakara, buðust 100,000 krónur fyrir eign-
ina, en hann sýndi það veglyndi, aö gefa K.F.U.M. kost á henni fyr-
ir 90,000 kr. og var það boð feginsamlega þegið. 1. desember síðast-
liðinn voru kaupin gjörð, og þann dag gengu 70 Skátar og 300
drengir úr yngstu deild félagsins. í skrúðgöngu inn á grasflötinn
fyrir framan 'húsið og sungu fagnaðarsöngva, og lilkyntu með því
borgarbúum, að þar væri fyrirhugað framtíðarheimili félagsins.
Húsnæðið, sem félagð hefr átt við að búa síastliðin ár, var orðið
alt of litið, og séra Friðrik Friðriksson hefir lengi langað til þess, að
félagið gæti eignast betra hús. Síðastliðin 5 ár hefir fyrsta sunnu-
dag hvers mánaðar verið haldinn bæuafundur í félaginu, helgaður
])ví málefni, og hafa félagsmenn þá lagt fram gjafir í byggingarsjóð-
inn, og liöfðu þann veg safnað 00,000 kr. Vonandi veitist séra Frið-
rik áður langt líður sú ánægja, að koma upp nýju húsi, er sé s;>m-
boðið þeirri hugsjón, er hann hefir svo trúlega barist fyrir í Drott-
ins nafni síðastliðin 25 ár. F. H.
Frá Bandalaffi Selkirk-safnaðar, eftir Miss J. Jónasson.
Bandalag Selkirk-safnaðar heldur þrennskonar fundi. Trúmála-
fundi höldum við venjulega annan hvorn isunnudag eftir messu. Eru
þá sýndar myndir, sem prestur safnaðarins útskýrir; nú á föstunni
eru sýndar myndir úr pislarsögunni. Bandalagið keypti myndasýn-
inga vél i félagi við Sunnudagsskólann og Kvenfélagið,-—Einn starfs-
málafund og einn skemtifund höldum við á hverjum mánuði, en
stundum falla þó skemtifundir úr.
Heimboð höfum við haft fyrir foreldra meðlimanna síðastliðin
þrjú ár, og hafa þau tekist mjög vel; stuttar ræður hafa verið haldn-
ar bæði af meðlimum Bandalagsins og gestunum, söngvar sungnir og
veitingar fram bornar; okkur hefir fundist þetta glæða áhuga eldra
fólksins á málefnum Bandalagsins. Heimboð höfum við líka haft fyr-
ir utanbæjar-meðlimi og þá, sem ekki eru starfandi meðlimir, og voru
40 slíkir heiðursgestir í síðasta heimboðinu. — Eíka höfum við þegið
boð hjá hinum ungmennafélögunum hér í bænum og boðið þeim til