Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 19
145 40. LEXÍA : \Dæmisagan um pundin.—Lúk. 19, 11— 22. MINNIST.: Vertu trúr alt til dauða, og cg mun gefa þcr lífsins kórónu—Opb. 2, 10. Les til hliösjónar: Matt. 25, 14—30. Dæmisögurnar um pundin, eru eiginlega tvær, önnur hjá :Lúk- asi, í texta lexíunnar; hin hjá Matteusi, á stað þeim, isem vitnaö var til. Þær eru mjög svipaöar aö efni til, eh :þó ekki eins í öllum at- riðum, og tildrögin sín á hvorum staðnum. Jesús notaði víst sömu líkingarnar :oftar en einu sinni, og veik þá sjálfsagt ýmsum atriðum við, eftir ástæðum og samhengi. Bezt er að íhuga dæmisögurnar báðar í einu. i Lúkas segir, að Jesús hafi sagt þessa dæmisögu, "afiþví að hann var í nánd við Jerúsalem, og þeir ætluðu, að ; guðsríki myndi nú þegar birtast.” Sagan er því sögð í sama tilgangi : og dæmisagan um verkamennina (39. lex.), eða kenning Jesú út af tbeiðni Jakobs og Jóhannesar, sem getið var í síðustu lexíu. Hann er enn sem fvr að kenna þeim um guðsríki, sýna þeim eðli þess, þegnskyldurnar og launin, sem þar sé um að ræða. Vill koma þeim/ í skilning um það, að ríkið er ekki af þessum heimi. Kenning Jesú fjallaði mest-öll umj efni þetta, á einn eða annan hátt, sent eðlilegt var, því að þar var um stærstu villuna að ræða i ihugsunarhætti Gyðinga. Hér er það sérstaklega tvent, sem Jesús vill brýna fyrir mannfjöldanum: Dýrðarríki Drottins mun ekki birtast fyr en eftir langa bið; og fyrir okkur mönnunum verður þá alt undir því komið, hvernig við verjum þeim gjöfum, sem okkur er trúað fyrir, á meðan á biðinni stendur., Maðurinn göfugi er aitðvitað Kristur sjálfur. Utanförin upp- stigning hans; konungdómurinn tign hans hin guðlega á himnum. Pundin eru gjafirnar allar, sem við 'höfum þegið af honum og föð- urnum. Óvinirnir eru fyrst og fremst Gyðingar þeir, er höfnuðu honum, og síðan allir þeir, sem afneita frelsaranum í orði og verki. Avöxtur pundanna er samvizkusamleg og blessunarrík meðferð á gjöfum Guðs. Heimkoman er endurkoma Krists, þegar hann krefst af okkur öllum reikningsskapar. Ótrúi þjónninn er sá maður, sent þáði hjálpræðið í orði kveðnu, en gjörði sér ekkert far um að nota þá miklu gjöf, eða aðrar gjafir, sér og öðrum til blessunar. Launin tákna hjálpræðið og upphafning þeirra, sem sýna Guði trúmensku. Hegningin er útskúfun ótrúrra þjóna og óvina Drottins í hinum síðasta dómi. Gætum nú að, hvað það er, sem Jesús vill með dæmisögunni leggja okkur á hjarta. a) Stærum okkur ekki; alt, sem við höfum, er frá Guði (1. Kor. 4, 7). Fyrir því megum við ekki fara með fé eða krafta eða tækifæri eins og við ættum öll ráðin á þeim> hlutum sjálfir. b) í dæmisögunni hjá Matteusi er þjónunum trúað

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.