Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 12
138 sem nauðugur, 'húðstrokinn fangi Til dýflissu dreginn sé, en djarflega gröf þína nálgast, HuggaÖur heilagri von, hugstyrktur bjargfastri trú; Líkari þeim, er sig línreflum sveipar og legst svo fyrir til ljúfra drauma ! Jónas A. Sigurðsson. -----------o---------- Ur Heimahögum. Hornsjteinslagning.—Smíöi nýju kirkjunnar í Selkirk er þegar byrjutS og er ákveðið, að hornsteinn kirkjunnar verði lagður með viðeigandi athöfn og hátíðarhaldi mánudaginn 16. júní. TrúboSs-ferðir presta.—Séra Friðrik Hallgrímsson var um helg- ina 11. maí hjá íslendingum í Piney og flutti guðsþjónustu fjölsótta.— Séra Jónas A. Sigurðsson hefir dvaliö um hríð í Winnipegosis viö kristindóms-störf meðal Islendinga þar, en cr nú aftur kominn heim til sín í Churchbridge. Jóns Bjarnasonar Skóli. — Skólaráðið hélt fund 12. maí. Allir skólaráðsmenn voru viðstaddir. Fjármál skólans voru til umræðu. Horfur í þeim efnum eru um vonir fram, með tilliti til árferðis. Hr. H. S. Bardal og fleiri hafa safnað miklu fé i Winnipeg. — Ársloka-samkoma skólans veröur haldin í kirkju Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg fimtudagskvöld 22. maí. Séra Adam Thorgrímsson liefir átt við þungan sjúkdóm að stríða síöustu mánuði og legið rúmfastur vikum saman.Svo hress var hann þó orðinn, að hann gat sótt skólaráös-fund nú um miðjan mánuðinn. Allir biðja, að hann nái aftur fullri lieilsu. Séra Páll SigurSsson er nýlega kominn aftur úr Islands-ferð og tekinn við þjónustu safnaða sinna í Dakota. Hann dvaldi á íslandi vetrarlangt og kvað láta vel af flestu heima. iBasaar (sölutorg—eða hvað annað, sem það má á íslenzku heita) hafði Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg dagana 13. og 14. maí. Varningirm höfðu konurnar að mestu leyti unnið með eigin höndum á siöasta vetri. Ágóðinn nam um eitt þúsund doll. Samltoma Dorkasfélagsins og Bandalagsins í Winnipeg tókst á- gætlega 6. þ.m. Hreinn arður af samkomunni var um $200.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.