Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 31
157 ööru móti. Rómurinn er nú| mjór og veikur, svo aö varla heyrist. HljóSfæriS er orSiö annaö, 'þó aö sa sé hinn sami, sem á þaS Jeikur. Grímur réttir frá sér höndina, og DavíS sér litinn vatnsdropa leka niöur á hana af trjágrein uppi yfir þeim. En dropinn stöövast ekki, heldur fellur gegn urn höndina til jarSar. Rétt hjá þeim liggur hríslu-angi. Grímur bregöur ljánum sín- un> undir hann og upp í gegn um hann. En hann var heill eftir sem áöur. “Reyndu nú aö skilja þetta og skoöa rétt,” segir Grímur. “Þú sér mig og þér sýnist eg vera sjálfum mér líkur. En nú er þó lík- ami minn svo úr garöi gerSur, aö þeir einir geta séö ihann, sem annaS hvort eru dauSir eöa í andarslitrunum. En ekki máttu fyrir því imynda þér, aö líkami minn sé ekki neitt. Hann er bústaSur sálar, eins og áSur, eins og líkami þinn og allra manna. En þú mátt ekki liugsa þér hann þungan, þéttan viSkomu, né sterkan. Þú skalt hugsa þér, aS ihann sé áþekkur mynd, semi þú sér í spegli, og aö myndin hafi losnaS frá glerinu og geti talaö og hreyft ,sig sjálf.” Hugsun DavíSs hættir aS mótmæla og þverskaliast. Hann horfist i augu viö sannleikann og reynir ekki framar aS víkja sér undan honum. Þetta, sem viS hann talar, er dauSs manns svipur; og líkami sjálfs hans er steindauSur. En um leiö og hann verSur aö láta undan, finnur hann hve hræSilega reiöin tekur aS sjóSa í honum. “Eg vil ekki vera dauSur,” hugsar hann. “Eg afsegi, aö vera svipur einn eSa ekki neitt. Eg vil hafa hnefa til höggs og munn til aS matast.” ÞaS heldur áfram aS þykna í honum, svo aS honum verSur ó- mókt af aS byrgja inni bræöi sína. ReiSi-ofsinn veröur áþekkur óveöurs-skýi, er byltist um í huga hans. og bíöur færis aö hella úr sér. Grímur tók til máls. “Eitt vildi eg biSja þig um,” segir hann, “af því aS viS vorum áöur góöir kunningjar í lifanda lífi. Þú veizt þaS eins vel og eg, aö þar aS kemur fyrir hverjum manni, er líkami hans liggur út slitinn og ónýtur, og sálin, sem þar bjó, er tilneydd aS segja skiliS viö ’hann. En þá skelfur sálin og nötrar. Ilún kvíöir því aö kanna ókunnuga stigu. Henni fer eins og barni, sem á aö fara i sjóbaS í fyrsta sinn og kveinkar sér viS köldum bylgj- nnum. Þá kemur sálinni þaS vel, aö einhver sá láti til sín heyra, sem áSur er kominn inn í eilíföina, aS einhver rödd uppörvi Ihana og lá-ti henni skilj-ast, aS enginn voSi er fyrir höndum, svo aS hún áræSi aS slita sig lausan. Slí-k rödd hefi eg veriS áriö sem leiS. Og slíkt hiö sama er þér ætlaS, DavíS, áriö sem1 kemur. Og þaS er nú bón mín til þín, aS þú þverskallist ekki viS því, -sem þér er á- kvaröaö, heldur takir því meS undirgefni. AS öörum kosti veldur þú sárri þjáningu, bæSi sjálfum þér -og mér.” Og Grímur Laut höfSi, -er hann haföi þetta mælt, og vikli líta inn i augu DavíSs. En honum brá í brún. Þar var ekki ööru aS mæta, en þráa og þvermóösku.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.