Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 21
14?
aö nú fyrst gjörði Jesús opinberlega tilkall til Messíasar-nafnsins
og leyfSi það, aS sér væri fagnaS eins og konunginum fyrirheitna,
sem ísrael hafSi svo lengi þráS J38. v.J; en þaS hafSi 'hann ekki
leyft áSur JJóh. 6, 15). Fyrir löngu hafSi spámaSurinn Sakarías
meS ógleymanlegum orSum sagt þaS fyrir, aS Messías myndi meS
þessum hætti vitja borgarinnar: “Fagna þú mjög, dóttirin Zíon,
lát gleSilátum, dóttirin Jerúsalem! Sjá, konungur þinn kemur til
þín; réttlátur er hann og sigursæll; lítillátur og ríSur á asna, ungum
psnufola” ('Sak. 9, 9). Jesús, sem venjulega hafSi fariS um land-
iS fótgangandi áSur, gjörir nú lýSum ljóst, meS því aS velja reiS-
skjóta þennan, að hann tileinkar sér spádóminn. Þó var þaS sjálf-
sagt efnið og andinn í orðunum, fremur en bókstafs-atriöi þetta,
sem Jesús hafði i huga. Gyðingar þráSu sjálfræSi veraldlegt, auS
og völd, og vonuðust eftir sigursælum herkonungi og veraldarhöfS-
ingja. ÞaS var þeirra hugmynd um Messías. En asmnn, sem
Jesús reiS, var frið'arnierki, og spámaSurinn talar hér um hógværan
konung, sem efla mun friS og eindrægni ("Sak. 9, 10J, og sú lýsing
er í samræmi viS aðra spádóma um frelsarann fjes. 2, 2n; 9, 2n;
11, ln; 42, ln).
MeS því1 aS minna á orð spámannsins: “Sjá, konungur þinn
kemur til þín hógvœr” (isbr. Matt. 21, 5), þá vildi Jesús útrýma
valdafíkn og ágirnd úr hjarta þjóSar sinnar, eins og hann stökti
okurkörlum burt úr musteri Drottins, þegar hann kom inn í borg-
ina ('45. v.; sjá 9. lex.J. MeS því einu móti gat þjóSin fagnaS kon-
ungi sinum eins og verSugt var og veitt honum hoJlustu. En það
fór alt á aSra leiS. ÞjóSin tók ræningjann fram yfir Krist. Borg-
in, sem beðiS hafSi eftir þessum konungi sínum í þúsund ár, þekti
hann ekki, þegar hann kom, og seldi höfSingja guSs ríkis í hendur
heiðnum veraldar-höfSingja, til krossfestingar.
HvaS olli þessum mistökum? ÞjóSin hafði brugSist sinni dýr-
mætustu von, Messiasar-voninni. Hún hafSi látiS synd og eigin-
girni villa sér sjónir. Það var ekki Messías GuSs, ekki frelsari
sálnanna; sem hún vonaðist eftir, he-ldur veraldlegt átrúnaðargoS:
hún hafði lesiS eigin holdlegar óskir sínar inn í. fyrirheit Drottins.
Fyrir þá sök hafnaSi lýSurinn frelsaranum og feldi dóm yfir
sjálfri sér ('Jóh. 1, 4; 3, 18n). Hún hafSi kosiS sér andlegt myrk-
ur, og þáði ekki IjósiS.
Hér er þá einhver stærsti lærdómurinn í Jexíunni: Engin von-
brigði eru sárari en þau, þegar menn svíkja sínar eigin vonir; láta
blindni og spilling .svifta sig hnossum þeim, sem þeir þráSu í upp-
hafi. ÞaS kemur þráfaldlega fyrir. Svo var um borgina helgu.
Jesús grét sáran yfir örlögunum, sem hún bakaSi sér. Nú átti fyrir
henni aS liggja, aS eySast í ófriði, af því aS hún hafnaSi friSar-
konunginum og erindi hans.
Látum ekki synd og ómensku stela frá okkur hnossum þeirn,