Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 22
148
sem við þráum. Biöjum Guö aö foröa okkur frá því yfirskini guð-
hræðslunnar, sem tignar frelsarann í orði, afneitar 'honum í verki,
og hafnar honum, þegar hann vitjar hjartans. fSjá 2. Tím., 3, 5;
Heb. 6, 6).
Mannfjöldinn leiðir Krist inn í borgina með fagnaðar-hrópum
á pálmasunnudag, en hrekur hann út þaöan, með krossfestingar-
hrópum, fimm dögum síðar. Hefði hann látið aö óskum þjóðarinn-
ar og kent eins og höfðingjarnir vildu, þá hefði hann aldrei verið
krossfestur—og aldrei risiö upp frá dauðum. Vinsældir eru sem
fok-sandur, en velþóknun Guðs er eilíft bjarg.
í vinsældum Krists er auðvelt að fylgjast með fjöldanum og
hrópa hósanna; en það er alt erviðara, að vaka með Jesú í Getse-
mane, kannst við hann í höll Kaífasar, og fylgja honum til GoJgata.
Við erum ekki kristnir, nema við fylgjum honum jafnt i blíðu og
stríðu, vinsældum og óvinsældum.
“Jesús grætur, heimur hlær.” í hrygðinni ber hann syndir
okkar. Þær stinga hann í hjartað. Enginn okkar hefir vit eða
hjartahreinleik til að Ihryggjast yfir sínum eigin syndum eins og
þær hryggja frelsarann.
Sálmar: '79; 80; 81; 82; 135; 136; 155.
42. LBXÍA : Jesús leysir úr spurningum óvina sinna—Matt. 22,
15—33.
MINNIST.: Gjaldið þá. keisaranum þaS, sem keisarans er, og
Guði það, sem Guðs er.—Matt. 22, 21.
Bkki er hann Guð dauðraj lieldur lifenda.—Matt. 22, 32.
Farísear og liöfuðprestar ömuðust við fagnaðarlátum fólksins,
þegar Jesús kom til borgarinnar; en frelsarinn tók svari þeirra, sem
heiðruðu hann (%úk. 19, 39; Matt. 21, 14-17J. Eklci þorðu óvin-
irnir að leggja hendur á Jesúm í musterinu, því að fólkið var með
honum ('Lúk. 11, 47n). Fékk hann því tóm til að kenna þar óá-
reittur fram eftir vikunni. Á næturnar gisti hann hjá vinurn sínum
í Betaníu þMatt. 21, 17n; Mark. 11, 19). Fyrsta morguninn, þegar
hann kom frá Betaníu, formælti hann fíkjutré, sem var laufgað, en
bar engan ávöxt. Næsta dag var tréð visnað upp. ('Mark. 11, 12-
14; 20-25J. Jesús notaði tælcifærið til að lýsa krafti trúarinnar fyr-
ir lærisveinum sínum. En fíkjutréð visanaða minnir okkur líka á
afdrif hræsnarans, sem ber mikið laufskrúð í orði, en engan ávöxt
í verki fsbr. Matt. 7, 19; Jóh. 15, ln).
Tóku nú höfðingjarnir að ýta við ljonum í orði, fyrst annað
tókst ekki; þeir spurðu, hvaða vald hann hefði til að kenna; en
Jesús svaraði með því að spyrja þá um vald Jóhannesar skirara,