Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2011, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 12.03.2011, Qupperneq 24
12. mars 2011 LAUGARDAGUR24 Á gjörgæslu í mánuð Margrét var á gjörgæslu í mánuð eftir slysið og á Landspítalanum fram í miðjan júlí. Bróðurpart þess tíma var hún meðvitundar- laus en er leið á spítaladvölina tók hún að ranka við sér og í júlí var hún flutt á Grensásdeild. Þar hefur hún dvalist síðan og notið góðrar umönnunar og þjálfunar starfsfólksins þar. „Hún fékk mikið högg á höfuð- ið og það hafði áhrif á starfsemi heilans, heilastofninn virðist hafa skaðast, en í gegnum hann berast öll boð til líkamans. Síðan í júlí hefur hún tekið miklum framför- um þó að langt sé í land að hún verði hún sjálf. En ég hef trú á að hún komi til baka, ég get og vil ekki annað en trúa því,“ segir Lára sem fer oft til systur sinn- ar og hvetur hana áfram. „Ég tala mjög mikið við hana og gæti þess að tala við hana á sama hátt og fyrir slys. Ég hef lesið reynslu- sögu Jill Bolte Taylor, taugasér- fræðings sem fékk heilablóð- fall sem hafði þær afleiðingar að hún gat hvorki gengið, talað, lesið, skrifað né munað nokkuð úr lífi sínu. Hún var heil sjö ár að ná sér en gerði það að lokum og hefur lýst því hve hrikalegt það var þegar fólk talaði um hana eins og hún væri ekki á staðnum. Hún heyrði allt en gat ekki tjáð sig, við viljum ekki falla í þessa gryfju með Margréti.“ Held í vonina Margrét hefur mjög skerta hreyfigetu í dag, en er í strangri þjálfun til að bæta hana. Högg- ið sem Margrét fékk hefur enn- fremur haft þær afleiðingar að hún missti minnið, og getuna til að tjá sig. „Starfsfólk Grensáss og við í fjölskyldu hennar erum að vinna í að þjálfa hana með markviss- um hætti, sýna henni myndir og ræða málin við hana,“ segir Lára sem hefur ekki misst vonina um að systir hennar eigi sér góða framtíð. „Ég get ekki og vil ekki missa þá von. Slysið var auðvitað mikið áfall og stundum vill maður ekki trúa því að það hafi gerst, en þetta er staðreyndin, svona er lífið,“ segir Lára sem ásamt syst- ur sinni, bróður, foreldrum og börnum Margrétar hefur fylgst vel með endurhæfingunni. „Það hafa auðvitað orðið miklar fram- farir síðan í sumar, sem við erum mjög þakklát fyrir. Hún er farin að mynda sér skoðanir aftur og húmorinn, hennar sterka hlið, er í lagi og stutt í hláturinn,“ segir Lára og brosir. Brosið er þó fljótt að hverfa þegar talið berst aftur að slys- inu sem Lára segir ljóst að hefði orðið með öðrum brag hefði syst- ir hennar haft hjálminn á höfðinu eins og hún var vön. „Hjálmurinn hefði tekið höggið og afleiðingarn- ar hefðu því ekki orðið jafn alvar- legar og þær urðu,“ segir Lára að lokum. Helmingi fleiri hjólreiðamenn slösuðust alvarlega á síðasta ári en árið 2009. Árið 2010 voru þeir 21 en tíu árið á undan. Alls slösuð- ust 82 hjólreiðamenn í umferðinni á síðasta ári miðað við 46 árið á undan. „Okkur er mjög brugðið að sjá þessar tölur,“ segir Einar Magn- ús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. „En meginskýringin á aukningunni er eflaust sú að hjól- reiðamönnum hefur fjölgað í umferð- inni. Það er hér líka skortur á vitund ökumanna og tillitssemi í garð hjól- reiðafólks,“ segir Einar og bendir á að hjólreiðaslys rati ekki inn í slysa- skrá Umferðarstofu nema lögreglan sé kölluð á vettvang og því sé ekki hægt að gera ráð fyrir að slysaskrán- ingin nái yfir öll reiðhjólaslys, til dæmis ekki þau sem verða þegar fólk fellur og fer sjálft á slysadeild . Af þeim 21 sem slösuðust alvar- lega á síðasta ári ók bíll á 15 en fimm duttu á hjóli, ekki eru enn upplýsingar um orsök eins slyssins í slysaskrá. Tólf af þessum 21 voru ekki með hjálm, tveir voru með hjálm og í sjö slysanna var ekki skráð hvort að hjálmur hefði verið notaður. Einar segir að bregðast þurfi við þessum upplýsingum, hátt hlutfall þeirra sem slösuðust alvarlega og voru ekki með hjálm sé sláandi. „En þess ber að geta að hér þarf að greina slysin nánar, vitanlega geta einhver þessara meiðsla verið annað en höfuðmeiðsl og í þeim til- fellum hefði hjálmur ekki skipt máli. En fljótt á litið þá undirstrik- ar hlutfallið það sem við höfum haldið að afleiðingar hjólaslysa þar sem reiðhjólamaður var ekki með hjálm geti verið alvarlegar.“ Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til umferðarlaga þar sem lagt er til að ráðherra verði heimilt að setja reglugerð um hlífðar- og öryggis- búnað óvarinna vegfarenda. Það felur í sér að hægt væri að skylda fólk til að nota reiðhjólahjálma. Umferðarstofa mælir eindreg- ið með því að fólk noti hjálma og Þ að voru engin vitni að slysinu sem varð þann 13. maí síðast- liðinn. Systir mín hafði þann sama dag fengið nýtt hjól og þegar hún fór að sækja það þá gleymdi hún hjálminum í bíln- um sínum. Hún hjólaði alltaf með hjálm en þennan dag var hann ekki með í för. Þetta var dagur þar sem ýmislegt var að gerast hjá henni og hún hjólaði á milli staða, eins og hún var alvön að gera,” segir Lára Stefánsdóttir sem fallist hefur á að segja sögu systur sinnar, svo að hjólareiða- menn hugsi sig vandlega um áður en þeir stíga á bak reiðhjóli án þess að hafa hjálm. „Systir mín endaði daginn í mat hjá vinkonu sinni og þegar dóttir hennar hringdi í hana síðla kvölds sagðist hún vera að leggja af stað heim. Klukkutíma síðar hringdi dóttir hennar aftur og þá er símanum svarað á gjörgæsludeild Land- spítalans, þangað var systir mín, Margrét Stefánsdóttir, komin eftir alvarlegt reiðhjólaslys.“ Lenti á gangstéttarbrún Eins og áður sagði voru engin vitni að slysinu sem varð á Skál- holtsstíg, rétt ofan við Fríkirkju- veg. Margrét virðist hafa fipast við hjólreiðarnar með þeim afleið- ingum að hún datt á höfuðið. „Það getur vel verið að bremsurnar á nýja hjólinu hafi komið henni á óvart, að hún hafi ekki vitað hversu snögglega hjólið myndi stöðvast þegar hún gripi í þær. Við vitum náttúrulega ekki af hverju hún bremsaði en hún skall á hægri hlið höfuðsins og lenti til allrar óhamingju á gangstéttarbrún.“ Margrét missti meðvitund við höggið og var flutt með sjúkra- bíl á gjörgæslu Landspítalans skömmu eftir að vegfarendur sem komu á slysstað létu vita. „Það vildi henni til lífs að stuttur tími leið þar á milli. Höggið var svo harkalegt að heilinn kastaðist til. Höfuðið tók allt höggið en aðrir líkamlegir áverkar voru litlir sem engir. Við fengum að vita að það sem gæti gerst væri það að heil- inn myndi bólgna upp í kjölfarið, hún fengi heilabjúg svokallaðan,“ segir Lára, sem segir áfall fjöl- skyldunnar vitaskuld hafa verið mjög mikið þegar þau fengu tíð- indin um slysið. „Hún fór strax í aðgerð, höfuðkúpan var opnuð til að tappa af blóði í heilanum og í framhaldinu var henni haldið sofandi í nokkrar vikur. Líkami hennar var kældur niður og lík- amsstarfssemi haldið í lágmarki LÁRA STEFÁNSDÓTTIR Er afar þakklát fyrir þær framfarir sem hafa orðið hjá systur hennar og heldur í þá von að Margrét eigi góða framtíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mæla eindregið með notkun hjálma ■ ALVARLEGUM HJÓLREIÐASLYSUM FJÖLGAR Af þessum 21 árið 2010 voru Ekki með hjálm: 12 einstaklingar Ekki vitað: 7 einstaklingar Með hjálm: 2 einstaklingar. 15 þessara slysa urðu af völdum þess að ekið var á hjólreiðamann. 5 voru af völdum þess að reiðhjólamaður fellur. Ekki er vitað um eitt slysið. Slysatölur hjólreiðamanna 0 20 40 60 80 2008 2009 2010 12 10 21 44 36 61 56 54 82 ■ Alvarlega slasaðir ■ Lítið slasaðir Trúi að systir mín komi til baka Fyrir tíu mánuðum hlaut Margrét Stefánsdóttir alvarlega höfuðáverka í hjólreiðaslysi. Hún var ein á ferð og því enginn til frá- sagnar um hvernig slysið vildi til en það varð Margréti til lífs að vegfarendur komu fljótt að henni og kölluðu til sjúkrabíl. Systir hennar, Lára Stefánsdóttir, sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur frá afleiðingum slyssins. MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR Myndin er tekin af Margréti fyrir slysið alvarlega sem hún lenti í 13. maí síðastliðinn. Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu Slysið var auðvitað mikið áfall og stundum vill maður ekki trúa því að það hafi gerst. til þess að draga úr heilabjúgn- um sem myndaðist eftir höggið. Eigi að síður þurfti í kjölfarið að fjarlægja hluta höfuðkúpunnar í nokkrar vikur síðastliðið sumar á meðan mestu bólgurnar voru í heilanum.“ Einar segir dæmin þar sem hjálmar draga úr alvarleika reiðhjólaslysa svo mörg að það hljóti að mæla með því að hjólreiðamenn séu alltaf með hjálm. „Ég skil ótta manna við meinta forræðishyggju en hins vegar treysti ég á álit þeirra sem rannsaka slysin og lækna til að kveða úr um það hvort að það sé nauðsyn að skylda okkur að nota hjálmana eða ekki.“ Einar bendir á að lokum að þrátt fyrir allt séu hjólreiðar einn örugg- asti ferðamáti sem um getur, hann sé hins vegar ekki hættulaus eins og dæmin sanni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.