Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 26

Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 26
12. mars 2011 LAUGARDAGUR26 Sæluvikulagið Þ renn málaferli tengd Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, bíða afgreiðslu dóm- stóla á næstu vikum. Tvenn tengjast ásök- unum um skattsvik annars vegar og mútugreiðslur hins vegar, en þriðju málaferlin snúast um unga stúlku sem Berlusconi er grunaður um að hafa átt kynlíf með og greitt peninga fyrir, þótt hún hafi verið undir lögaldri. Stúlkan er frá Marokkó, heitir Karima El Maroug en hefur geng- ið undir nafninu Ruby Rubacouri. Hún var undir lögaldri, eða sautján ára, þegar hún segist hafa fengið þrjátíu þúsund evrur frá Berlus- coni. Hún segist jafnframt hafa tekið þátt í kynlífsveislum á vegum Berlusconis, en neitar því að hafa farið í rúmið með honum. Berlusconi er sagður hafa beitt embættisvöldum sínum til að koma í veg fyrir að upp um þetta mál kæmist, en á næstu vikum ræðst hvernig þessu máli, sem og hinum tveimur, reiðir af fyrir dómstólum. Málaferlin elta manninn Silvio Berlusconi hefur verið áhrifamaður í ítölskum stjórnmál- um í sautján ár, þar af forsætisráð- herra samtals í áratug, nú síðast samfleytt síðan 2008. Þar áður var hann einkum þekkt- ur sem umsvifamikill auðjöfur sem hafði sölsað undir sig helstu fjöl- miðla landsins. Hann notaði fjöl- miðlana sína óspart til að auglýsa sig þegar hann ákvað að fara út í stjórnmál og vann nokkuð auðveld- lega sigur í kosningum árið 1994. Strax á fyrstu mánuðunum byrj- uðu gömul og ný hneykslis- og dómsmál að skjóta upp kollinum. Hann hefur undanfarna þrjá ára- tugi reglulega sætt ásökunum og ákærum fyrir margvíslega glæpi, þar á meðal skattsvik, fjármála- misferli, mútugreiðslur og tengsl við mafíuna. Hann hefur þó til þessa staðið af sér þau mál öll og látið allt umtal sem vind um eyrun þjóta. Hann er vanur því að vera umdeildur og vílar ekki fyrir sér að breyta lands- lögum til þess að sleppa undan málaferlum. Nú síðast komst stjórnlagadóm- stóll landsins þó að þeirri niður- stöðu í janúar síðastliðnum að lög, sem hann hafði fengið þingið til að samþykkja og áttu að tryggja honum frið frá málaferlum meðan hann gegnir embætti forsætisráð- herra, stæðust ekki stjórnarskrá. Vinsældir Vinsældir Berlusconis meðal Ítala hafa löngum komið útlending- um undarlega fyrir sjónir. Marg- ir landsmanna hans virðast þó hafa kunnað að meta hvað hann er frakkur í tali og stundum hreinlega ósvífinn. „Ég er enginn venjulegur stjórn- málamaður,“ sagði Silvio Berlus- coni árið 2003 þegar hann hafði misst út úr sér einhver ósmekkleg ummæli um þýskan stjórnmála- mann. „Ég er gæddur kímnigáfu,“ hélt hann áfram, „en ég skal reyna að mýkja hana og verða leiðinlegur, kannski jafnvel mjög leiðinlegur, en ég er ekki viss um að ég geti það.“ Honum hefur þó greinilega ekki tekist það, því enn á hann í stöðug- um hneykslismálum heima fyrir og málaferlum, sem hann hefur reynt að fresta með stjórnarskrár- breytingum, verður haldið áfram á næstu vikum. Pólitískur ferill Berlusconis virt- ist raunar á enda kominn í haust þegar Gianfranco Fini, gamall félagi Berlusconis úr pólitíkinni, sagði skilið við stjórn hans ásamt flokksfélögum sínum. Í desember stóð Berlusconi hins vegar naumlega af sér atkvæða- greiðslu á þingi um vantrauststil- lögu og situr því enn sem forsætis- ráðherra þrátt fyrir laskaðan stjórnarmeirihluta. Þriðji ríkasti Ítalinn Á lista tímaritsins Forbes yfir auð- ugustu menn veraldar er Berlus- coni í 118. sæti þetta árið. Auð- æfi hans eru metin á 7,8 milljarða Bandaríkjadala, en það samsvarar nærri 900 milljörðum króna. Þetta er heldur lægri tala en á síðasta ári, þegar auðæfi hans voru metin á 9 milljarða dala, en nokkr- ar sveiflur hafa verið á auðæfum hans undanfarin ár, eins og kannski er eðlilegt. Þannig komust þau hæst í 12 milljarða dala árið 2005 en voru 5,9 milljarðar árið 2003. Berlusconi er einnig eyðslusam- ur maður og drjúgur hluti fjár- ins virðist fara í skemmtanir og kvennafar. Ítalska dagblaðið Cor- riere della sera birti í vikunni yfirlit yfir fjárútlát forsætisráð- herrans til einkaneyslu árið 2010, sem í heildina námu 34 milljónum evra eða ríflega fimm milljónum króna. Þar kemur fram að 562 þúsund evrur, eða rúmlega 90 milljónir króna, fóru í gjafir til fjórtán ungra kvenna. Ekki kemur fram hvort óvenju hátt hlutfall eyðslunnar þetta árið hafi farið í ungar konur, en vorið 2009 hafði eiginkona hans, Veronica Lario, að minnsta kosti fengið nóg af kvennafarinu og sótti um skilnað. Vill fá að skemmta sér Á yngri árum vann Berlusconi fyrir sér sem dægurlagasöngvari á skemmtiferðaskipum og enn tekur hann sér gjarnan hjóðnema í hönd í veislum og bæði syngur og segir brandara. Þegar mál marokkósku stúlkunn- ar komst í hámæli í haust sagðist Berlusconi stundum þurfa að slaka á og ætti fullan rétt á því. „Líf mitt er hræðilegt. Því fylgir ofurmann- legt álag,“ sagði hann í blaðaviðtali. „Ég vinn meira en nokkur maður, alveg til klukkan hálftvö að nóttu.“ Á hinn bóginn stærði hann sig af því að vera góður gestgjafi og hafa gaman af að bjóða fólki í veislur. „Ég er mjög stoltur af hæfileik- um mínum til að vera gestgjafi, frekar sérstakur og kannski óvið- jafnanlegur gestgjafi,“ sagði hann. „Ég er fullur gáska, fullur af lífi. Ég nýt lífsins, ég elska konur.“ Berlusconi og vandræðin Hinn umdeildi forsætisráðherra Ítalíu er í þriðja sæti yfir ríkustu menn lands síns. Hann telst fjórtándi áhrifamesti maður heims, þrátt fyrir að vera hafður að athlægi á leiðtogafundum. Heima fyrir á hann í stöðugum hneykslismálum og vílar ekki fyrir sér að breyta landslögum til þess að koma sér undan málaferlum. Guðsteinn Bjarnason rekur sögu þessa sérstæða stjórnmálamanns. RÓÐURINN ÞYNGIST Málaferli verða ekki lengur umflúin, þingmeirihlutinn er tapaður og mikil óvissa um framtíð Berlusconis í ítölskum stjórnmálum. Hann er orðinn 74 ára en lætur þó engan bilbug á sér finna. NORDICPHOTOS/AFP NÓG KOMIÐ Þúsundir manna tóku þátt í mótmælum gegn Berlusconi nú í febrúar, sem konur höfðu boðað til undir kjörorðunum „Nú er nóg komið“ og „Ef ekki nú, þá hvenær?“ NORDICPHOTOS/AFP HRÓKUR ALLS FAGNAÐAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.