Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 33

Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 33
LAUGARDAGUR 12. mars 2011 33 Chris Colfer leikur hinn samkynhneigða Kurt Hummel, sem er lagður í einelti af íþróttaliði skólans. Chris sem sjálfur er samkyn- hneigður reyndi við hlutverk Artys í áheyrendaprufunum en hann minnti framleiðend- urna svo á einn af Von Trapp fjölskyldunni úr Sound of Music að þeir bjuggu til hlut- verk fyrir hann. Chris segir að honum hafi áður verið líkt við Von Trapp fjölskyldu- meðlim og að hann hafi leikið Kurt Von Trapp á árum áður. „Ég dýrka Sound of Music og draumur minn er að fá Julie Andrews sem gestaleikara í Glee og helst í hlutverk ömmu Kurts.“ Chris segir að margir aðdá- endur þáttanna hafi sagt honum að karakter Kurts hafi hjálpað þeim að koma út úr skápnum og hjálpað öðrum að skilja betur hversu erfitt það getur verið. Chris segir að sér hafi verið strítt mjög mikið þegar hann var í framhalds- skóla. Hann eigi því mjög auð- velt með að finna til með Kurt. „Ég er reyndar alls ekki eins mikill tískugúrú og Kurt en ég kann að meta tísku meira og meira og held sérstaklega upp á glæru Dolce & Gabbana regnkápuna sem Kurt klædd- ist í einum þættinum.“ Chris syngur og dansar af miklum krafti í þáttunum. Hann segist æfa sönginn með því að syngja í sturtu. „Ég syng yfirleitt lög sem ég myndi ekki syngja á almanna- færi, eins og Don’t Cry For Me Argentina úr söngleiknum Evítu.” Chris hefur aldrei lært dans og var því mjög stress- aður þegar hann vissi að hann átti að dansa við lagið Single Ladies með Beyoncé Knowles í einum þættinum og herma eftir dansinum úr myndbandi söngkonunnar. Eftir miklar æfingar var útkoman góð. „Ég sver að í hvert skipti sem ég fer eitthvert út núna er lagið spilað,“ segir Chris sem er afar stoltur af og ánægður með þáttaröðina Glee. Jenna Ushkowitz leikur hina feimnu Tinu Cohen-Chang. Jenna var sjálf allt öðruvísi en Tina í framhaldsskóla. Hún var ofurmetnað- argjörn, formaður nemendaráðsins, varaformaður Glee-klúbbsins og með toppeinkunnir. „Það sem mér líkar við karakter Tinu er að þótt hún sé svolítið hlédræg og sé ekki að troða sér of mikið fram lætur hún í sér heyra þegar það er mikilvægt.“ Jenna segist hafa þurft að laga söng sinn að popp- og rokk- lögunum sem hún syngur í Glee því hún hafi lært klassískan söng. Hún hafi einnig þurft að laga leik sinn að sjónvarpi því hún hafi aðallega leikið á sviði áður. Spurð út í framtíðina segist Jenna vera opin fyrir mörgu: „Það væri mjög gaman að leika í kvikmynd og jafnvel gefa út plötu en áður en það verður möguleiki verð ég að þróa minn eigin stíl.“ Jenna tekur undir það hversu þéttur og góður Glee-hópur- inn sé í raun og veru: „Hinir gáfu mér gælunafnið Panda og núna á ég meira að segja pöndubakpoka.“ Hún segir að leik- ararnir hittist til að horfa á þættina áður en þeir fari í loftið og að hún hafi rosalega gaman af þáttunum. „Mér finnst samt enn þá óþægilegt að horfa á sjálfa mig leika.“ ■ Væri gaman að leika í kvikmynd Hugmyndin að þáttunum um Glee-klúbbinn, sönghóp nemenda í Prospect High School framhaldsskólann í Ohio, kviknaði árið 2005 en hugmyndasmiðurinn Ian Brennan fann henni ekki farveg fyrr en nokkrum árum síðar. Í millitíðinni breyttist hún úr hugmynd að kvikmynd yfir í sjónvarpsseríu og með í leikinn höfðu slegist nokkrir vanir sjónvarpsmenn. Einn þeirra, Ryan Murphy, hefur lýst þáttunum sem veruleikaflótta, enda fátt raunverulegt við senur þar sem leikararnir bresta í söng meðan umhverfið breytir um svip. Tónlistin leikur lykil- hlutverk í þáttunum eins og gefur að skilja, og það er áðurnefndur Murphy sem ber ábyrgð á því að velja lögin sem flutt eru í þáttunum. Hann hefur leitast við að hafa lagavalið góða blöndu af vinsælum popp- eða rokklögum og söngleikjalögum. Vel hefur tekist til hjá honum og lögin úr þáttunum hafa raðað sér á vinsældalista, árið 2009 voru til að mynda 25 lög úr Glee-þáttunum á Billboard-listan- um, en þar með slógu þættirnir met Bítlanna frá 1964 samkvæmt Wikipediu. Í febrúar á þessu ári slógu þættirnir met Elvis í fjölda laga sem listamaður hefur komið á bandaríska vinsældalistann. Dæmi um lög sem hafa slegið í gegn í túlkun söngspíranna í Glee-klúbbnum eru Don‘t Stop Believin’ sem upphaflega var flutt af Journey, Lady Gaga lagið Poker Face og Singin in the Rain/Umbrella sem Matthew Morrison flutti ásamt Gwyneth Paltrow, sem var gestaleikkona í annarri þáttaröðinni sem nú er sýnd á Stöð 2. Þættirnir hafa sópað til sín verðlaunum og yfirleitt hlotið jákvæða dóma þótt tónlistarsérfræðingar hafi sumir fett fingur út í sykursætar útgáfur laganna í þáttunum. LÖGIN RAÐA SÉR Á VINSÆLDALISTA ■ Dýrkar Sound of Music 18 ára. Spænskukennarinn Will Schuster á þann draum heitastan að hefja klúbbinn aftur til fyrri vegs og virðingar og þó að gangi á ýmsu er óhætt að segja að meðlimum klúbbsins gangi vel að syngja sig inn í hjörtu samnemenda sinna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.