Fréttablaðið - 12.03.2011, Síða 40

Fréttablaðið - 12.03.2011, Síða 40
en þetta er hennar gulltrygga leið til að hitta afkomendur sína,“ segir Villi sem eftir pönnukökuát og kindakæfu gerist oftar en ekki ferðaglaður. „Mér finnst mjög gaman að klæða mig í hlý föt og keyra Land Roverinn minn um landið, ekki síst í miklu fannfergi, og alltaf gaman að festa sig. Ég kalla hann McManus eftir sálugum aðalleik- ara Taggarts, og finnst notalegt að láta mér verða kalt í bílnum, en fer líka mikið í skotveiði þegar það má,“ segir Villi sem fer ekki var- hluta af sjálfum sér í fjölmiðlum um helgar. „Litli strákurinn minn kýs oft- ast morgunstundina á Stöð 2 fram yfir Sjónvarpið svo ég er orðinn vanur því að dotta með honum yfir sjálfum mér á skjánum. Svo hlusta ég stöku sinnum á spurn- ingaþátt minn á Rás 2 á sunnudög- um, því ég hef yndi af gagnslaus- um, skemmtilegum upplýsingum, eins og því að kolkrabbar hafa þrjú hjörtu.“ thordis@frettabladid.is Framhald af forsíðu Sauðfé í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum verður rúið á morgun og gefst gestum kostur á að fylgjast með. Guðmundur Hallgrímsson mun rýja og útskýra fyrir gestum það sem fyrir augu ber. Hann hefst handa klukkan 13 og heldur áfram fram eftir degi. Fæðuhringurinn genginn í dag GÖNGUFERÐIN FÆÐUHRINGURINN Í MIÐBORG REYKJAVÍKUR – SAGA MATAR FRÁ LANDNÁMI TIL OKKAR DAGA, VERÐUR FARIN Í DAG KLUKKAN 11. Gangan hefst á horni Aðalstrætis og Túngötu en ranglega var farið með tímasetningu göngunnar í blaðinu á fimmtudag. Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðing- ur og Laufey Steingrímsdóttir pró- fessor við matvæla- og næringar- fræðideild Háskóla Íslands munu ásamt Guðrúnu Hallgrímsdóttur matvælafræðingi, leiða gönguna og fræða þátttakendur meðal annars um kaffihús og verslanir. „Það kemur mörgum á óvart að heyra að aðalslátrunarstaðurinn hafi fyrir öld verið Austurvöllur og að túnið við Stjórnarráðið hafi verið aðalmatjurtagarðurinn í upphafi 19. aldar,“ sagði Sólveig í Fréttablaðinu á fimmtudag. Göngunni lýkur við Sjóminjasafnið á Grandagarði. - rat Göngustjórar fræða áhugasama um matarmennignu Íslendinga í gönguferð um Reykjaík í dag. Lífsstílsmeistarinn fer fram í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í dag í þriðja sinn. Þetta er fyrsta mót af fjórum í EAS-þrekmótaröðinni árið 2011 og munu sigurvegarar mótaraðarinn- ar hljóta titilinn hraustasti karl og hraustasta kona Íslands 2011. Fjöldi þátttakenda hefur auk- ist ár frá ári og er mótið stærsta þrekmót sem haldið hefur verið á Íslandi. „Lífsstílsmeistarinn hefur alltaf verið stærsta þrekmót á land- inu. Þátttakendur hafa þó aldrei verið fleiri en í ár eða 384. Fyrsta árið voru þeir 209,“ segir Vikar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri keppninnar, en keppt verður á fjór- faldri keppnisbraut og keppendur ræstir á sjö mínútna fresti til að mæta þessari auknu þátttöku. Þátttakendur koma alls staðar að af landinu, meðal annars frá Reykjanesbæ, Ólafsvík, Akureyri, Akranesi, Selfossi, Laugarvatni og Vestmannaeyjum auk allra helstu líkamsræktarstöðva á höfuðborgar- svæðinu. Einnig keppa lið frá fyr- irtækjum, svo sem frá Marel og Össuri. Einn keppandi kemur frá Bretlandi, Lloyd Millichap, en þetta er í annað sinn sem Breti kemur til Íslands til að keppa í Lífsstílsmeist- aranum. „Þetta er mikið til sami kjarninn sem keppir milli ára. Fólk byrjar oft í liðakeppni og keppir svo í ein- staklingnum næsta ár. Þetta eru greinar sem hægt er að æfa á lík- amsræktarstöðvum svo keppn- in hentar breiðum hópi fólks,“ segir Vikar en alls verður keppt í tíu greinum eins og bekkpressu, hlaupum og uppsetum svo eitthvað sé nefnt. Keppt er í einstaklings- keppni, para- og liðakeppni bæði karla og kvenna og í tveimur ald- ursflokkum, undir 39 ára og 39 ára og eldri. „Keppnin hefst klukkan níu og við reiknum með að verðlaunaaf- hendingu verði lokið um klukkan 15. Áhorfendur er velkomnir en það er frítt inn í boði Landsbank- ans. Undanfarin ár hefur keppnin verið mjög vinsæl af áhorfendum og bekkirnir fyllast hratt.“ Meðal íslenskra keppenda sem hægt verður að fylgjast með í dag eru Annie Mist Þórisdóttir sem hreppti 2. sætið í CrossFit Games Heimsleikunum árið 2010, Krist- jana Hildur Gunnarsdóttir, marg- faldur þrekmeistari, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem einnig er margfaldur þrekmeistari og Cross- Fit-meistari, ásamt fjölda íþrótta- manna og hversdagshetja á öllum aldri sem eru að keppa í fyrsta sinn. Hin þrjú mót EAS-þrekmótarað- arinnar eru CrossFit-leikarnir 28. maí, BootCamp-keppnin 26. ágúst og 5x5 áskorunin í Vestmannaeyj- um 15. október. heida@frettabladid.is Stærsta þrekmót landsins Þrekmótið Lífsstílsmeistarinn fer fram í dag. Tæplega 400 keppendur eru skráðir til leiks og berjast um titilinn hraustasti karl og hraustasta kona Íslands. Áhorfendur eru velkomnir og er ókeypis inn. Þétt setinn bekkur á áhorfendapöllum. Tekið hraustlega á en metþátttaka verður á mótinu í dag. MYND/EIÐUR ÖRN EYJÓLFSSON 10% 25% japanskir dagar 10.-13. mars borðapantanir í síma: 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið Fimm tímar í viku – hreinsun, liðleiki og styrkur 3 tímar jóga, liðleiki og öndun 2 tímar léttar æfingar í tækjasal Kennt: þri/fim. kl. 17:20 Þjálfari er Sigríður Guðjohnsen www.nordicaspa. is Ertu að glíma við Mataróþol Matarfíkn og sykur löngun Maga- og ristilvandamál Verki og bólgur í liðum Streitu, þreytu og svefnleysi Þunglyndi Aðra lífsstílssjúkdóma NORDICASPA 28 daga hreinsun með mataræði og hreyfingu Skráning er hafin í síma 444 5090 Námskeið hefst 14. marsVerð: 34.900 Handklæði og herðanudd í pottunum FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI MENNING Allt að 70% afsláttur BURT MEÐ KULDA- BOLA HLÝJAR ÚLPUR - KÁPUR - PEYSUR ull - vatt - dúnn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.