Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1924, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.08.1924, Qupperneq 4
Sögulega heimild þekki eg enga ljósari fyrir þeim atburöi, en þaö, sem segir í bréfi til blaÖsins “NorSanfari” á Akureyri, frá Páli Þorlákssyni, síöar prestur, en þá guöfræöanemi i St. Louis, Mo. Var hann viöstaddur, er prédikunin var flutt af séra Jóni Bjarnasyni í ‘borginni Milwaukee, Wis., 2. ágúst 1874. Bréfiö frá séra Páli er dagsett í St. Louis, 14. október 1874. Sá kafli bréfsins, sem hljóðar um guSsþjónustuna, er á þessa leið: “Þ. 2. ágúst héldum viÖ landar hér, milli 60 og 70, upp á þús- und ára afmæli vorrar kæru fósturjarÖar; viö söfnuðumst sam- an í Milwaukee nokkrum dögum áður og kusum þriggja manna nefnd til þess að undirbúa hátiðarhaldiö og standa fyrir því; og skoruðum á séra Jón Bjarnason, sem ásamt konu sinni hafð- ist við í Milwaukee þá tvo mánuði, júlí og ágúst, sem latínuskól- inn í Decorah, Iowa, þar sem séra Jón er skipaður kennari í latínu og grísku, gefur sumarfrí, aö prédika fyrir okkur út af hinunr 90. Sálmi, eða þeim texta, sem viðhafður var um alt ísland. 2. ágúst söfnuðumst við öll saman kl. 2 e.m. í kirkju Geelmuydens, norsks prests í Milwaukee, til þess að hlusta á hina fyrstu íslenzku prédikun, sem nokkurn tíma hefir haldin verið, að því er menn munu 'hafa sögur af, hérna megin Atlantshafs. Auk okkar íslendinga var fjöldi Norðmanna í kirkjunni, þeirra sem höfðu gaman af að heyra, “hvernig hinir gömlu forfeður þeirra hefðu orðað það”, en þeir munu nú lítið hafa þózt skilja forfeður sína. Séra Jón hélt snjalla prédikun um Drottins náðarríku varðveizlu á hinni íslenzku þjóð urn hin liðnu þúsund ár, og söngurinn, sem kona hans L,ára, dóttir hins þjóðfræga söngmeistara vor íslendinga, Péturs Guöjóhnssonar, stóð fyrir, gekk afbragðs vel, svo að Norðmenn luku lofsorði á okkur fyrir.” Þannig hljóðar hin látlausa frásögn guðfræðanemans unga, er viðstaddur var þessa fýrstu kirkjulegu guðsþjónustu íslend- inga í Vesturheimi, á þjóðhátíðinni, 2. ágúst, 1874. Prédikun þessa hina fyrstu lét dr. Jón Bjarnason prenta i Kaupmannahöfn og mælti svo fyrir, að ef ágóði yrði af sölu ritsins, þá skyldi arðurinn verða frumstofn sjóðs, er aukinn yrði síðar og verja skyldi til þess, að korna upp íslenzkum skipa- flota. Arðurinn af sölu ritsins varð enginn, og mér skildist á doktor Jóni, að úr eigin vasa heföi hann mátt borga nokkuð af prentkostnaðinum. 1 marzmánuði 1917, á þriðja ári eftir and- lát dr. Jóns Bjarnasonar, var ræðan birt í “Sameiningunni”, orðrétt og stafrétt eftir eigin’handriti höfundarins, og eins og

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.