Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 7
229
meö lotningu og ást, sem andlegs fööur. En svo að segja sam-
tímis dr. Jóni Bjarnasyni hóf séra Páll Þorláksson prédikunar-
starf sitt í nýlendunum, í Wisconsin fyrst, þar sem hann stofn-
aöi hinn fyrsta íslenzka söfnuð í Vesturheimi, og svo í Nýja
Islandi og Norður-Dakota. En honum var ekki ætlaður lang-
ur aldur hér í stríðskirkju Krists. Ungur gaf ihann út líf sitt
fyrir Guðs orö og ættbræöur sína. Má til hans heimfæra ritn-
ingarorðið: “Meiri elsku hefir enginn, en að hann gefi líf sitt
fyrir vini sína.”
Eg nefni ekki neina þá, sem enn eru á lífi, en þó koma við
þessa sögu. En þriðja aðal-prédikarans frá -'byrjunartíð is-
lenzkrar kristni hér í Vesturheimi ber aö minnast og mikilla á-
hrifa hans. Séra Friörik J. Bergmann kom ungur og nývígður
til nýlendunnar í Noröur-Dakota árið 1886,—tveimur árurn síðar
en séra Jón Bjarnason kom alfarinn til Winnipeg. Áhrif hins
unga og glæsilega kennimanns á Gardar náðu þegar út til allra
íslendinga. Á vörum hans loguöu lifandi orö, sem aldrei fyrn-
ast og af penna hans hrukku eldlegir neistar, sem kveiktu líf í
sálum manna. Um langt skeið var séra Friðrik Bergmann
helzti frömuður lærdóms og listmenta með Islendingum vestur
hér, og ávalt veröur hann talinn — mannlega talað — annar
aðal-grunnsteinn íslenzkrar kirkju í Vesturheimi.
Er vér minnumst þessara þriggja frumvotta — séra Jóns,
séra Páls og séra Friðriks — og þökkum Guði fyrir þá alla, og
jafnframt minnumst gildis hinnar kristilegu prédikunar, þá
dregur það ekki úr trúargleði vorri og öruggleik, þó vér og
minnumst þess, aö þessir þrir prédikarar voru hver öðrum ólíkir
og þá stundum greindi á um skilning hins heilaga orðs, er þeir
allir elskuðu. Það er í vorri kirkjusögu eins og kirkjusögunni
alment, að hugsunarstefnur verandi, farandi og komandi
tíða velja sér, hver um sig, andans mestu menn að málsvör-
um sínum. Raunalegur árekstur verður á stundum, en jafnvel
árekstur himinhnattanna er nauðsynlegur við og við, svo loft sé
heilnæmt og jafnvægi í sólkerfinu. Um stund veröa þrumur,
en þær þrumur geta orðiö til blessunar. Ágreiningurinn, sem
var milli stefna þessara þriggja fyrstu prédikara, þarf ekki aö
verða oss til ógagns, nema svo, að vér séum þau lítilmenni og
’höfum í oss svo lítið af Guðs anda, að vér ekki kunnum að meta
né nota gullkorn guðlegra sanninda nema í innsigluöum umbúð-
um með fangamarki eigin hleypidóma. Vér, sem erum andleg-
ir arfþegjar þessara frumherja, munum, er ár líða, kunna æ
betur að notfæra oss afurðir þeirra miklu anda. Ef vér reyn-