Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1924, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.08.1924, Qupperneq 18
240 Skipstjórinn bauö okkur aö koma upp á efra þilfariÖ, áður etl hann byrjaöi á sögu sinni. Það var friðsæl sumarnótt; himininn var heiður og dimm-blár, hér og hvar gat að líta stjörnur; máninn gægðist upp yfir þögult yfirborð hafsins;' sjórinn var ládauður, og engin hreyfing á haffletinum, nema sú, sem skrúfa skipsins olli, er hún knúði skipið leiðar sinnar. Þá tók skipstjórinn til máls: “Eg hefi fullyrt, að mætasti maðurinn, sem eg hefi þekt, væri Negri; við þessa staðhæfingu mína stend eg fastur. Þessi Negri var hvorki ríkur né hátt standandi í mannvirðingastiganum, — hann var heldur ekki síðasti afkomandi frægra forfeðra, né var hann vel mentaður, eða fágaður eftir venjulegum reglum tizkunnar. Hann hét Hiram P. ElHs. Hirarii var áreiðanlega skírnarnafn lians, en ekki vissi hann sjálfur, hvaða nafn upphafsstafurinn P- táknaði. EHis hafði eigandi hans heitið, því hann var fæddur þræll, þótt frelsi væri honum veitt meðan hann enn var ungur maður. Hirarn var matreiðslumaður á skipinu, og að trúarbrögð- um til var hann Meþodisti. “Það var í San Francisco borg, sem fundum okkar bar saman, haustið—ja, ártalið gerir ekkert til. Á þeim árum var eg í þjón- ustu stórskipaeigendanna Guttenbergs í Liverpool; skipið, sem eg var þá með, hét Olivia, og var hún fyrsta skipið, sem eg stjórnaði. Ekki var þetta stórt skip, heldur, ef satt skal segja, var hún eins gamall og óálitlegur flutningsdallur, eins og nokkur myndi leyfa sér að sigla á um úthöfin. En það var betra en ekki, að vera skip- stjóri með hana; enda þótt hún væri lek eins og hrip, var eg þó tveimur þumlúngum hærri en endranær, þegar eg stóð á skipstjóra- brúnni og skipaði að kasta landfestum í fyrsta sinni. “í gegn um ýmsar þrautir urðum við að ganga á leiðinni til Frisco. Eg hefi verið talinn lánsamur sem skipstjóri, en hafi lánið' nokkru sinni umvafið mig, þá var það á þessari fyrstu ferð til San Francisco. En hvað sem því leið, þá vildi það til fyrstu nótt- ina, sem við vorum í höfn, að sex menn höfðu strokið, — og einn þeirra var matreisðlumaðurinn. “Daginn, sem ákveðið var að leggja af stað aftur, reyndi eg af fremsta megni að fá háseta, en gekk það afar illa, og eingöngu fyrir það kaup, sem eg óttaðist að myndi valda eigendunum hjarta- bilunar. En matreiðslumann gat eg hvergi fundið, hvernig sem eg leitaði og hvar sem eg fór. Eg var að koma um borð, þreyttur og órólegur. Þá var það, að eg! sá Hiram P. Ellis 4 fyrsta skifti, þar sem hann sat á köðlum utanvert á skipsbryggjunni. “Þáð verð eg að játa, Miss Were, að ekki var Hiram fagur á að líta. Hann sneri að mér baki, er eg fyrst sá hann; hann var minna en meðalmaður á hæð, ekki var hann lengur ungur, því nið- ur undan gömlum hatt-kúf, er hann hafði á. höfði, stóð hár hans hvitt á lit, líkara ull en hári, og bar einkennilega við mósvartan hálsinn á honum. Þegar hann sneri sér við sá eg, að andlitið var

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.