Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1924, Page 29

Sameiningin - 01.08.1924, Page 29
251 honum verið aö sjá hluttekningu hennar og hugstríö út af sög- unni, sem Grímur sagði. Hann hefir ekki gert sér neina grein fyrir því sjálfur hvern hug hann bar til Jódísar; hann veit ekkert nafn á því hugarþeli- En þaS finnur hann, aS fyrir hana gæti hann alt þolað. Og þaS finst honum sæla, meiri sæla en menskir menn megi njóta, aö hún skuli elska hann eins og hann hefir verið, hann, sem varð orsök í dauöa hennar. í hvert sinn, sem hann heyrði hana játa ást sína til hans, fór svo heitur fögnuður um sál hans, að ann- að eins hafði hann aldrei áður getað ímyndað sér. —. Hann leitast við, að leiða athygli Gríms að sér, en það tekst ekki; Grímur lítur aldrei við honum. Þá reynir hann að rísa á fætur, en finnur þá til svo ógurlegra sárinda, að hann fellur flatur. Hann sér, að Jódís ber sig hörmulega; hún réttir báðar hend- ur að iGrími og biður hann. En hann bregður sér ekki og er ó- sveigjanlegur. “Eg skyldi gefa þér frest,” segir hann, “ef það væri til nokkurs. En eg veit, að þú ræður ekkert við manninn, sem þú vilt finna.” Að svo mæltu lýtur hann niður að Jódísi, til að mæla þau orð, er leysa sálina úr reifum líkamans. En í sama bili kemur skuggi skríðandi eftir gólfinu að rúminu. Hann hafði slitið af sér böndin, þó að það kostaði hann meiri á- reynslu og sársauka, en hann hafði áður þekt, og þó að hann bygg- ist við, að þær kvalir yrðu látnar verða endalausar í refsingarskyni fyrir tiltæki hans. En hann hugsaði sér, að hvað sem það kostaði, skyldi Jódís nú ekki þurfa að bíða lengur né biðja, úr því að hann var þar staddur í sama herbergi. Hann hefir smeygt sér fram með rúmstokknum þeim megin, sem Grímur, óvinur hans, var ekki. Og hann kemst svo langt, að hann nær í aðra höndina á henni. Ekki var nokkur leið að því fyrir hann, að koma svo fast við hana, að hún fyndi handtakið. En einhvern veginn varð hún þó vör við návist hans. Hún sneri sér snögt við, og sér Davíð Hólm við rúmstokkinn. Hann lá þar á hnjánum og laut höfði niður undir gólf, þvi að ekki dirfðist hann að líta upp á hana. Með hendinni einni, sem hann hafði lagt utan um hönd hennar, reyndi hann að láta i ljós ást sína og þakklæti, og sýna henni, að hjarta hans var að mýkjast. Þá brá á svip hennar bliku af unaðslegri sælu. Hún leit upp á móður sína og báða hina vini sína. Fyr hafði hún ekki haft tírna til að sinna þeim. Nú vildi hún, að þau fögnuðu með sér þeim heilla-atburði, er þar var orðinn, og hún benti þeim á Davið, þar sem hann lá fyrir fótum henni, auðmjúkur og fullur iðrunar. Það vildi hún láta þau sjá. Þá fádæma-gleði vildi hún gefa þeim með sér. En í sama bili beygir sá svartklæddi sig yfir hana og segir: “Blessuð stúlka mín! kom út, kom út úr fangelsi þínu!” Þá hneig höfuð hennar á koddanum. Hún tók andköfrn, og lífið fjaraði út.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.