Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 44

Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 44
12. mars 2011 LAUGARDAGUR2 Sölustjóri söluvers í áskriftadeild Stöðvar 2 Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum vef 365 miðla – www.365midlar.is. Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2011. Frekari upplýsingar veitir Inga Birna Ragnarsdóttir, forstöðumaður áskrifta- og þjónustudeildar ingabirna@365.is. 365 miðlar leita eftir sölustjóra í söluver áskriftadeildar. Sölustjóri söluvers er ábyrgur fyrir daglegri sölustjórnun söluversins. Hann tryggir að áætlunum sé fylgt, markmiðum náð og að söluteymið fylgi markvisst sölustefnum áskriftadeildar í sölu og þjónustu til viðskiptavina. Hæfni og geta - Gerð er krafa um að sölustjóri sýni: • Leiðtogahæfileika og sjálfstæði í starfi • Hæfni til að leiða söluteymið til árangurs • Eldmóð í söluaðgerðum • Frumkvæði í vali á söluaðgerðum á markaði • Þolinmæði og lausnamiðaða nálgun í erfiðum verkefnum • Hugmyndaauðgi í sölu og þjónustu til viðskiptavina • Hæfni í mannlegum samskiptum Þekking og reynsla - Gerð er krafa um að sölustjóri búi yfir: • B.Sc. í viðskiptafræði eða sambærilegu • 2-5 ára starfsreynslu í sölustjórnun 8+ manna söluteyma • Þekkingu á viðskiptamannakerfum - Microsoft SUMS er kostur • Kunnáttu í tölfræðigreiningum og notkun lykilsölutalna • Reynslu í verkefnastjórnun sölu- og markaðsverkefna Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.