Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 52

Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 52
12. mars 2011 LAUGARDAGUR10 Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna www.fjallaleidsogumenn.is Íslenskir Fjallaleiðsögumenn ehf. leita að öflugum einstaklingum til starfa á eftirtöldum sviðum: • Tilboðsgerð og sölustjórnun í sérferðum og hvataferðum. • Tilboðsgerð og skipulagning ferða, ráðning leiðsögumanna og bílstjóra. • Lagerstjóri, umsjón með búnaði, innkaupum og pökkun. • Leiðsögn í ferðum, franska, þýska og enska. • Sumarstörf á söluskrifstofum í Reykjavík, Skaftafelli og Skógum. • Sumarstörf á lager, við pökkun og undirbúning ferða. • Sumarafleysingar á skrifstofu. SÓLVANGUR HJÚKRUNARHEIMILI Hafnarfirði Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarfræðinema eftir 3ja ára nám og sjúkraliða til sumarafleysinga. Viljum einnig ráða í fastar stöður sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi: • hjúkrunarfræðing í 50-60% starf á næturvaktir • hjúkrunarfræðinga í hlutastörf • sjúkraliða í hlutastörf Sólvangur er rótgróin stofnun í fallegu umhverfi. Hei- milismenn eru 55 á þremur deildum. Við leggjum áherslu á umhyggju fyrir starfsfólki, jákvætt og hvetjandi starfs- umhverfi og góðan starfsanda. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast til Erlu M. Helgadóttur hjúkrunarstjóra, sem einnig veitir nánari upplýsingar, eftir 16. mars, í síma 5906500, netfang erla@solvangur.is Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar www. solvangur.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Sumarstörf Tekið verður við umsóknum um sumarstörf hjá Kópavogsbæ frá 12. mars – 4. apríl 2011 Umsóknir og upplýsingar um störfin er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar, www. kopavogur.is • Ráðningartími í flest störfin er 7-8 vikur fyrir 18 ára og eldri en rúmar 5 vikur fyrir 17 ára. • Ekki verður tekið við umsóknum eftir að umsóknar fresti lýkur, þ.e. 4. apríl. • Skilyrði fyrir ráðningu er að umsækjandi eigi lögheimili í Kópavogi. • Takmarkaður fjöldi starfa er í boði. www. kopavogur.is Óskum eftir kraftmiklu og duglegu sölufólki til að selja auglýsingar á ferðaþjónustuvef. Miklir tekjumöguleikar fyrir réttan einstakling. Áhugasamir vinsamlega hafið samband á netfangið worldcenter@worldcenter.co Forstöðumaður í Búsetu óskast til starfa að Háteigsvegi 6. Um er að ræða afleysingu til eins árs, í 100% starf frá 1. júní 2011 eða eftir nánara samkomulagi. Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstri, samstarfi og þjón- ustu við íbúa og aðstandendur, starfsmannahaldi og faglegu starfi. Tekur þátt í stefnumótun og þróun þjón- ustu. Fær stuðning í starfi frá ráðgjöfum, með þátttöku í starfsfélagahandleiðslu, markvissu samstarfi og fræðslu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Próf í þroskaþjálfun eða sambærileg menntun á háskólastigi • Starfsreynsla með fötluðu fólki • Almenn tölvukunnátta • Samstarfshæfileikar, sveigjanleiki og jákvæðni • Æskileg reynsla af starfsmannahaldi og/eða verkstjórnun og skipulagsvinnu Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu félagsins Skipholti 50c, eigi síðar en 25. mars. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 4140500. Hægt er að nálgast upplýsingar um Ás styrktarfélag á heimasíðu þess www.styrktarfelag.is. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.Lyfjafræðingur -Lyfjagreiðslunefnd Lyfjagreiðslunefnd óskar eftir að ráða lyfjafræðing til starfa. Um framtíðarstarf er að ræða í fjölbreyttu og krefjandi um- hverfi. Starfshlutfall getur bæði verið fullt starf eða hluta- starf. Helstu verkefni: Útgáfa verðskrár. Afgreiðsla verð og greiðsluþátttöku umsókna Sérverkefni Hæfniskröfur : • Lyfjafræðingur • Góð tölvukunnátta • Þekking og reynsla úr opinberri stjórnsýslu, apótek og/eða heildsölu æskileg • Ensku, dönsku eða sænsku-kunnátta kostur • Nákvæm, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð • Samstarfs- og samskiptahæfni • Frumkvæði, þjónustulund og áhugi á að þroskast í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkom- andi stéttarfélags. Upplýsingar veitir Rúna Hauksdóttir Hvannberg formaður lyfjagreiðslunefndar í síma 5539050. Sjá einnig heimasíðu Lyfjagreiðslunefndar: www.lgn.is Skriflegum umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar með tölvupósti til runa@lgn.is eða til Lyfjagreiðslunefndar, v.t. Rúna Hauksdóttir, formaður, Vegmúla 3, 108 Reykjavík fyrir 28. mars 2011. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráð- ningu hefur verið tekin. Starfsmaður í ferðaþjónustu Vegna aukinna verkefna óskum við eftir því að ráða starfsmann í sölu- og markaðsdeild okkar. Skilyrði er að umsækjandi hafi viðtæka þekkingu og reynslu af íslenskri ferða- þjónustu og mjög góða tungumála- kunnnáttu, bæði í töluðu og rituðu máli. Um framtíðarstarf er að ræða. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórir Garðarsson í síma 540 1304. Umsóknum skal skilað á thorir@grayline.is fyrir 20. mars nk. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál. Iceland Excursions Allrahanda ehf. er ferðaþjónustufyrirtæki í fremstu röð. Félagið hefur verið leiðandi í nýsköpun á afþreyingu fyrir ferðamenn í meira en áratug. Félagið er handhafi viðskiptasérleyfis Gray Line sem er stærsta fyrirtæki í heiminum á sviði skoðunar- og pakka- ferða. Gerðar eru miklar kröfur til þjónustu fyrirtækisins og metnaður starfsmanna er mikill. Það hefur skilað ánægðustu viðskiptavinum á Íslandi undanfarin ár samkvæmt könnun Dear Visitor. Hafnarstræti 20 / 101 Reykjavík / Iceland / Sími: 540 1313 / www.grayline.is Leitum að verkstjóra á bónstöð. Óskum eftir kraftmiklum einstaklingi í starf verkstjóra á bón- stöð. Í starfinu felst að hafa umsjón með daglegum rekstri bónstöðvarinnar, þrif á bílum, samskipti við viðskiptavini og birgja, pantanir ofl. Viðkomandi þarf að vera þjónustulundaður og drífandi, tala íslensku og sýna frumkvæði og metnað í starfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum óskast skilað á netfangið ath@ath-thrif.is eða á skrifstofu AÞ-Þrifa ehf. Skeiðarási 12 í Garðabæ. Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnar Þorsteinsson í síma 899-9900. Umsóknarfrestur er til og með 20. mars nk. Vörubíla- og vinnuvélaverkstæðið ehf (www.vvehf.is) var stofnað árið 1990 og er því rótgróið og stöndugt fjölskyldufyrirtæki sem hefur á sl árum sérhæft sig í viðgerðum og þjónustu á tengi- og festivögnum hvers konar ásamt þjónustu vörubíla, vinnuvéla og lyftara. Við óskum eftir að ráða í fullt starf: Bifvélavirkja / vélvirkja vönum viðgerðum vörubíla og vinnuvéla með meirapróf og rafsuðukunnáttu. Einungis maður með víðtæka reynslu kemur til greina. Viðkomandi þarf að vera reglusamur og eiga gott með mannleg samskipt og lynda vel við aðra. Frekari upplýsingar veitir Guðmundur í síma 899-6810. Umsóknir skulu sendar á veffangið mummi(hjá)vvehf.is. Bifvélavirki / Vélvirki óskast

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.