Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2011, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 12.03.2011, Qupperneq 64
12. mars 2011 LAUGARDAGUR36 Æ tl i ég hafi ekki ákveð- ið þegar ég var í Kvennó að verða leik- ari. Þar var ég mjög virkur í leikfélaginu og með í öllum sýningum,“ segir Hilmar Guðjónsson leikari. Hilmar, sem er 26 ára, útskrifaðist úr Leik- listardeild Listaháskólans síðast- liðið vor og hefur verið fastráðinn í Borgarleik- húsinu í vetur. „Það er alveg frábært, í raun- ini það sem ég óskaði mér. Mig langaði mjög mikið til að fá þessa leikreynslu og hef verið svo heppin að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum í vetur,“ segir Hilmar sem um þessar mund- ir leikur bæði í Nei, ráðherra! og Ofviðr- inu í Borgarleikhúsinu. „Svo byrjum við að æfa Galdrakarlinn í Oz í apríl, æfum hann alveg upp þó að við sýnum hann reyndar ekki fyrr en í haust,“ segir Hilm- ar, sem fara mun með hlutverk fuglahræð- unnar í þessum klass- íska söngleik. Hilmar er alinn upp á Seltjarnarnesi. Hann gekk í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla eins og vera ber en þrátt fyrir uppvöxtinn á Nesinu var hann og er mikill KR-ingur. „Pabbi minn Guðjón B. Hilmarsson spilaði með KR, þannig að ég fékk KR-búninga og æfði með KR þegar ég var lítill,“ segir Hilmar, sem hætti að æfa þegar hann var kominn í annan flokk. „Þá varð ég að hætta vegna meiðsla, en hver veit nema maður hefði haldið áfram að ströggla í fótboltanum ef það hefði ekki gerst,“ segir Hilmar og hlær. Lék rauða ljónið Þó að Hilmar hafi ekki náð að spila með meistaraflokki KR-inga náði hann þó svo langt að verða lukku- dýr Vesturbæinganna: „Ég var beðinn um að leika Rauða ljónið þegar ég var fimmtán ára. Ég veit ekki af hverju, ætli ég hafi ekki þótt svona hress eða eitthvað. Ég átti sem sagt að koma þarna inn með fána, vinka og veifa fánan- um. Svo í fyrsta leik voru um þrjú þúsund manns á vellinum, rosa- leg stemming og ég fékk bara eitthvert kikk. Hoppaði um og dans- aði eins og fífl. En fyrst ég var búinn að setja standardinn svona hátt gat ég ekki annað en haldið áfram og verið með læti í næstu leikj- um.“ Það er skemmst frá því að segja að þetta var sumarið 1999, árið sem KR-ingar unnu sinn fyrsta meistara- titil í yfir 30 ár. „Ég var Rauða ljónið í tvö sumur, tók mér svo eitt sumar frí og kom svo aftur eitt sumar. Ég varð hálf- gert lukkutröll því KR varð Íslandsmeistari öll sumrin, ég þori varla að segja frá þessu því ég er svo hræddur um að verða beðinn um að taka þetta að mér aftur,“ segir Hilmar og brosir. Að loknu stúdents- prófi úr Kvennaskólanum fór Hilmar ásamt skólafélögum sínum í útskriftarferð. Þegar heim kom biðu hans skilaboð um að hringja í Maríu Reyndal leikstjóra. Hún vildi fá hann í prufu fyrir hlut- verk í verkinu Geitin eftir Edward Albee og Hilmar lét ekki segja sér það tvisvar. Hann hreppti svo hlutverkið og um haustið hófst það ævintýri að æfa leikrit í Borgar- leikhúsinu með atvinnuleikurum. „Þarna var ég með Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Þór Tulinius og Egg- erti Þorleifssyni og það hafði ótrú- lega mikil áhrif á mig. Fram að þessu hafði mig ekkert langað sér- lega mikið til að læra leiklist, mig langaði að leika en ekki læra það. En þarna skipti ég um skoðun og ákvað að sækja um í leiklist.“ Kínaferð áhrifarík Fyrsta atlaga Hilmars að leikara- náminu gekk ekki sérlega vel. „Ég datt strax út, komst ekkert áfram. Sem var bara mjög gott svona eftir á að hyggja. Mér hafði alltaf gengið svo rosalega vel og fengið það sem ég sóttist eftir. En þetta var hollt nei sem ég fékk þarna. Það gaf mér færi á að hugsa umsóknina upp á nýtt og þegar ég sótt um ári síðar hafði ég líka undirbúið mig mjög vel. Í millitíðinni ferðaðist ég um Kína, sem hafði reyndar mikil áhrif á mig, það var svo gott að kynnast nægjuseminni og naum- hyggjunni sem þar er að finna, ég held ég kvarti minna eftir ferðina.“ Í næstu atlögu að leikaranámi flaug Hilmar inn í námið sem tók fjögur krefjandi og skemmtileg ár. „Ég kom alveg af fjöllum þegar ég byrjaði í náminu, hafði ekkert lesið og í rauninni ekki farið neitt í leik- hús, nema þegar ég var sjálfur að leika. En maður sökkti sér ofan í námið og ég held ég hafi farið út á hverju ári síðan til að horfa á sýn- ingar, ég fylgist líka mjög vel með hérna heima.“ Leikur Jón Sigurðsson í sumar Þó að leikhúsið eigi hug Hilmars allan um þessar mundir hefur hann einnig fengist við kvik- myndaleik. Síðasta sumar lék hann í kvikmyndinni Á annan veg sem Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leik- stýrði. „Það er verið að ljúka við eftirvinnsluna á henni, en ég fékk að sjá lokaklipp um daginn og leist vel á. Það var mikið ævintýri að leika í myndinni sem var tekin upp fyrir vestan, meðal annars uppi á heiðum við Patreksfjörð.“ Vestfirðir koma einnig við sögu næsta sumar hjá Hilmari, sem mun leika Jón Sigurðsson í nýjum leik- þáttum um þjóðhetjuna sem fædd- ist sem kunnugt er á Hrafnseyri við Arnar fjörð. „Ég verð þarna með miklum köppum, Sveini Ein- arssyni og Arnari Jónssyni. Við munum fara til Kanada með leik- þætti eftir Svein um Jón Sigurðs- son,“ segir Hilmar spenntur. „Svo væri ég til í sumarfrí, það er orðið langt síðan ég tók mér frí,“ segir hann að lokum. Hilmar og sambýliskona hans Lára Jóhanna Jónsdóttir leika saman í Nei, ráðherra! sem nú er á fjölunum í Borgarleikhúsinu og sömuleiðis í Ofviðrinu. „Við höfum reyndar leikið saman í öllum leikritunum sem við höfum leikið í í vetur,“ segir Hilmar. Samband hans og Láru hófst þegar þau voru saman í bekk í leiklistarnáminu í Listaháskólanum og því má segja að þau séu vön að vinna saman. „Við þekkjum ekkert annað en að vera alltaf saman, höfum farið samferða í vinnuna og skólann í mörg ár. Það gengur bara mjög vel og okkur finnst frábært að geta talað svona mikið um vinnuna og okkar fag heima. Svo förum við saman og horfum á leiksýningar og bíómyndir,“ segir Hilmar. ■ SAMAN Í VINNU OG FRÍTÍMA Kærastan var bekkjarsystir í Listaháskólanum. NEI, RÁÐHERRA Hér eru Lára Jóhanna og Hilmar í hlutverkum sínum í gaman- leiknum Nei, ráðherra! sem er á fjölunum í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Með þeim á myndinni er Sigurður Sigurjónsson. HILMAR GUÐJÓNSSON Fyrir utan leiklistina er fótboltinn aðaláhugamál Hilmars, sem er KR-ingur og Liverpool-aðdáandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hollt að vera hafnað Hilmar Guðjónsson er efnilegur leikari sem vakið hefur athygli í hlutverkum sínum í Borgar- leikhúsinu í vetur. Sigríður Björg Tómasdóttir fékk sér kaffi með Hilmari og rifjaði meðal annars upp þátt hans í meistaratitlum KR í fótbolta. Ég var beð- inn um að leika Rauða ljónið þegar ég var fimm- tán ára. Ég veit ekki af hverju, ætli ég hafi ekki þótt svona hress. Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Félagsfundur VR verður haldinn á Hilton Nordica Hótel þriðjudaginn 15. mars nk. kl. 19:30. Dagskrá: 1. Kynning frambjóðenda til trúnaðarstarfa fyrir félagið. 2. Fyrirspurnir og umræður. Félagsmenn hvattir til að mæta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.