Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2011, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 12.03.2011, Qupperneq 66
12. mars 2011 LAUGARDAGUR38 Kukl, krútt og kynsjúkdómar Það er kúnst að velja nafn sem sameinar það meðal annars að falla vel að tónlist hljómsveitar, vekja athygli og venjast vel. Kjartan Guðmundsson fékk hóp valinkunnra andans manna og kvenna til að velja bestu og verstu hljómsveitanöfn íslenskrar poppsögu. Anna Svava Knútsdóttir Arnar Eggert Thoroddsen Bergsteinn Sigurðsson Bertel Andrésson Freyr Bjarnason Hildur Knútsdóttir Hildur Lilliendahl Jens Guð Jóhannes Kjartansson Jónatan Garðarsson Kristinn Pálsson Margrét Erla Maack Mikael Torfason Ólafía Erla Svansdóttir Sara McMahon Snorri Már Skúlason Sólmundur Hólm Sveinbjörn Pálsson Stefán Pálsson Stígur Helgason Sunna Valgerðardóttir Teitur Atlason Þórður Helgi Þórðarson Ölvir Gíslason Örn Úlfar Sævarsson ■ Álitsgjafar Ég man hreinlega ekki hver átti sökina á þessu nafni, en ætli ég hafi ekki átt einhvern þátt í því,“ segir Stefán Hilm- arsson og hlær þegar hann er spurður um uppruna hljóm- sveitarnafnsins Pláhnetunnar. Hann rifjar þó upp að titillinn hafi komið í kjölfar þeirrar ákvörðunar að gera fyrri plötu sveitarinnar, Speis frá 1993, að þemaplötu þar sem sungið var um geimferðir, himintunglin og fleira í þeim dúr. „Góðkunningi okkar sem hannaði plötualbúmið kom með þá hugmynd að hafa á því hnetu sem var eins og ein- hvers konar pláneta og svo vatt þessi orðaleikur upp á sig, eitt leiddi af öðru og þetta endaði svona.“ Aðspurður segir Stefán sig ekki reka minni til annars en að við- brögðin við nafninu hafi verið ágæt á sínum tíma. „Það má auðvitað venjast öllu, hversu illt sem það er. Til dæmis þótti Sálin hans Jóns míns ekki burðugt nafn í fyrstu og hvað þá Stuðmenn og Nýdönsk, en þau hafa öll vanist vel,“ segir Stefán. ORÐALEIKUR SEM VATT UPP Á SIG Frábært! Þetta líst mér á,“ segir Valgeir Guðjónsson, sem skipar Spilverk þjóðanna ásamt Diddú, Agli Ólafssyni og Sigurði Bjólu, þegar honum er tjáð að álitsgjafar Fréttablaðsins telji nafn sveitar- innar það besta í íslenskri popp- sögu. Aðspurður segir Valgeir nafnið hafa orðið til í nokkrum þrepum á sínum tíma. „Fljótlega duttum við niður á orðið Spilverk. Svo var það líka visst grín innan hljómsveit- arinnar að leggja alltaf sérstaka áherslu á N-in í orðum í eignarfalli fleirtölu. Þjóðanna!,“ útskýrir hann hátt og snjallt. „Við ræddum um að stafa nafnið með þremur N-um en ekkert varð úr því, sem er kannski synd.“ Valgeir segist hafa fundið fyrir því í gegnum tíðina að nafn sveit- arinnar þyki fela í sér djörfung og frumlega hugsun. „Við karlpen- ingur Spilverksins höfum stund- um státað okkur af því að hafa verið í hljómsveitinni með besta nafnið og líka með versta nafnið, því Stuðmenn var versta nafn sem við gátum hugsað okkur þegar það varð til. Þannig að þetta er ansi góð spennivídd,“ segir Valgeir. MEÐ BESTA OG VERSTA NAFNIÐ Fleiri góð hljómsveitanöfn Þessi nöfn skoruðu líka hátt í könnuninni um bestu hljómsveitarnöfnin: Utangarðsmenn „Engir aðrir en Bubbi og Pollock-bræður anno 1980 hefðu borið svona töffaralegt hljómsveitarheiti.“ Stefán Pálsson Hljómar „Frábær íslenskun á því sem var að gerast í hljóm- sveitarnöfnum úti í hinum stóra heimi á þeim tíma.“ Margrét Erla Maack Unun „Nafnið má lesa í mörgum algengum leturgerðum á hvolfi. Stutt og snöfurlegt. Hentar vel poppaðri hljóm- sveit með rætur í pönki. Íslenskt nafn sem hljómar einnig snoturt á alþjóðamarkaði.“ Jens Guð Fræbbblarnir „Gott nafn og gæti vísað í orðið „Ræflarnir“ sem aftur vísar í tilraunir íslenskufólks við að þýða orðið Punk Rock sem „ræflarokk“ um það leyti sem pönkið brast á.“ Teitur Atlason Mínus „Fá nöfn sem eiga jafn vel við stefnu hljómsveitar, sér- staklega fyrstu árin þegar þeir voru tussuþéttir og slík bönd fá Mínus hjá fína fólkinu.“ Sólmundur Hólm Þessi nöfn þóttu álitsgjöfum einnig slæm: Land og synir „Nafnið er ekki ljótt en það er óheppilegt þar sem flestir aðdáendur kunnu ekki að beygja nafnið og fóru gjarnan á böll með Landi og synum.“ Sólmundur Hólm Sigur Rós „Maður sér fyrir sér bæjarfulltrúa úti á landi.“ Örn Úlfar Sævarsson Hjaltalín „Þetta er svona krútttilgerð í ætt við Sigur Rós og virkar ekki lengur.“ Mikael Torfason 8-villt „Temmilegasti aulahrollur.“ Arnar Eggert Thoroddsen Gildrumezz „Þarna vildi svo óheppilega til að það leiddu saman hesta sína meðlimir hljómsveita [Gildrunnar og Mezzo- forte] sem hentuðu óvenju illa til nafnasamruna. Mun heppilegri samrunanöfn væru til dæmis Agent Írafár eða Retro Stjórnin.“ - Ölvir Gíslason Fleiri slæm hljómsveitanöfn H in vinsæla hljómsveit Spilverk þjóðanna, sem nú vinnur að nýrri plötu eftir rúmlega þriggja áratuga hlé, hreppir efsta sætið í könnun blaðsins um bestu hljóm- sveitanöfn íslenskrar poppsögu. „Mér finnst nafnið ljóðrænt og fallegt. Margir hlutir sem verða að einni heild.“ - Anna Svava Knútsdóttir „Snjallt og þjált nafn sem er lýsandi og kallar ósjálfrátt á hugrenningartengsl við Sameinuðu þjóðirnar.“ - Jónatan Garðarsson „Nafnið er frumlegt og þjóðlegt. Það er reisn yfir því. Alveg eins og hljóm- sveitinni. Þjóðlagakenndri kassagítar- hljómsveit sem sótti jafnt í nýskapandi strauma sem gamla hefð.“ - Jens Guð Besta nafnið - Spilverk Þjóðanna „Íslenskt og frumlegt.“ - Hildur Knútsdóttir „Mjög flott íslenskt nafn. Orð sem er ekki notað mikið í íslenskri tungu og því fer aldrei á milli mála að það er verið að tala um hljómsveitina þegar orðið Trúbrot er notað.“ - Bertel Andrésson Næstbesta nafnið - Trúbrot „Kraftmikið, dulúðugt og felur í sér fyrir- heit um óvænta hluti.“ - Jónatan Garðarsson „Kjarnyrt íslenskt orð sem lýsir þeim galdri sem sveitin leitaðist við að fram- kalla og náði fullkomnun í fyrstu plötu Sykurmolanna nokkrum árum síðar.“ - Snorri Már Skúlason Þriðja besta nafnið - Kukl P láhnetan, hljómsveitin sem Stefán Hilmarsson og Friðrik Sturluson úr Sálinni hans Jóns míns, ásamt þeim Ingólfi Guðjónssyni og Sigurði Gröndal, stofnuðu vorið 1993 og gaf út tvær plötur meðan Sálin tók sér frí, skartar versta hljómsveitar- nafni íslenskrar poppsögu að mati álitsgjafa. „Slappur orðaleikur sem stóð varla undir nafni á B-hliðarlagi, hvað þá heilli hljómsveit. Rosalega hljóta meðlimirnir að hafa verið orðnir þreyttir á að útskýra alltaf: „Nei, ekki Plánetan – PláHnetan – með hái í miðjunni …“ - Stefán Pálsson „Tilræði við góða orðaleiki.“ - Bergsteinn Sigurðsson „Ég fæ ófrávíkjanlega kjánahroll þegar Pláhnetan rifjast upp. Ég man enn eftir umræðunum sem sköpuðust eftir að nafnið hafði verið tilkynnt. „Ha? Ekki Plánetan? HNETAN? Hvað þýðir þetta eigin- lega? EN ÞETTA ER EKKI ORГ og svo framvegis.“ - Hildur Lilliendahl Versta hljómsveitarnafnið - Pláhnetan „Svo hrikalegt hljómsveitarnafn að það er þess virði að rifja upp þessa gömlu hljómsveit. Ber vott um tímaþröng hljómsveitarmeðlima fyrir síðasta skiladag á kassettum fyrir Músíktilraunir.“ - Ólafía Erla Svansdóttir „Hreinn viðbjóður. Þetta nafn gefur mér meiri ónotatilfinn- ingu en nöfn allra dauðarokkssveita Íslands, hvort sem þær heita Severed Crotch, Gyllinæð eða Fighting Shit.“ - Stígur Helgason Næstversta nafnið - Soðin fiðla „Orðið klamydía þykir mér ekki hljómfagurt, og ekki er merkingin til að bæta úr skák.“ - Hildur Knútsdóttir „Óhugnanlegasta nafn íslenskrar poppsögu. Að nefna sig í höfuðið á skæðum kynsjúkdómi er augljóslega ekki ávísun á frægð enda spurðist lítið til þessarar hljómsveitar eftir að hún vann í hljómsveitakeppni í Keflavík á sínum tíma.“ - Kristinn Pálsson Þriðja versta nafnið - Klamedía X BESTA NAFNIÐ Spilverk þjóðanna þykir frumlegt, þjóðlegt, ljóðrænt og lýsandi nafn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VERSTA NAFNIÐ Álitsgjafar blaðsins eru ekki hrifnir af orða- leiknum sem felst í nafninu pláhnetan. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.