Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 78

Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 78
12. mars 2011 LAUGARDAGUR50 50 menning@frettabladid.is IS(not) eða (EI)land er yfir- skrift samsýningar pólskra ljósmyndara og íslenskra rithöfunda sem opnuð verð- ur í Listasafni Árnesinga og Gerðubergi í dag. Ljós- myndararnir og rithöfund- arnir ferðuðust saman um Ísland í pörum og má sjá afrakstur ferðalaganna á sýningunni. Ræðismaður Póllands á Íslandi opnar sýninguna Is(not) á Lista- safni Árnesinga í Hveragerði klukkan 14 í dag. Tveimur tímum síðar verður annar hluti sýningar- innar opnaður í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Sýningin er afrakstur samstarfs fimm pólskra ljósmyndara og jafn margra íslenskra rithöfunda, sem ferðuðust saman í pörum um Ísland í fyrra. „Ég fékk símtal frá íslenskri konu sem hefur unnið mikið í alþjóðlegum samskiptum,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir rithöf- undur um hvernig samstarfið bar að. „Hún hafði séð sýningu og kom- ist í kynni við þessa pólsku lista- menn og þeir höfðu mikinn áhuga á að koma til Íslands. Hún leitaði til mín og spurði hvort ég gæti komið þeim í samband við blaða- menn og/eða rithöfunda sem væru reiðubúnir að vinna með þeim að þessu verkefni. Ég lagði til nokkur nöfn, þar á meðal sjálfa mig. Huld- ar Breiðfjörð var að vísu kominn í spilið eftir öðrum leiðum en hann var hvort eð er líka á mínum lista.“ Ljósmyndarar og rithöfundar völdust saman eftir hugðarefnum ljósmyndaranna. „Þau höfðu ákveðnar hugmynd- ir um hvað þau vildu fjalla um, þótt það hafi að vísu tekið breyt- ingum. Agnieszka Rayss, sem ég vann með, vildi til dæmis fjalla um konur og vatn en féll síðan frá kvennavinklinum en blíndi á vatn- ið í öllum sínum formum; orkuna, fossana og sundlaugarnar og svo framvegis. Jan Brykczynski vildi fjalla um sveitina og sambúðina við sauðkindina. Það lá því nokk- uð beint við að para hann saman við sveitastelpuna Kristínu Heiðu Kristinsdóttur, blaðamann á Mogg- anum, og þau fóru í Árneshrepp á Ströndum.“ Samstarfinu var þannig háttað að Íslendingarnir voru Pólverjun- um innan handar á meðan á dvöl þeirra stóð hér á landi; óku þeim á áfangastaði og komu þeim í kynni við fólk. „Við byrjuðum ekki að skrifa fyrr en þau voru farin og áður en við fengum að sjá myndirnar sem þau ætluðu að nota,“ segir Sigur- björg. „Við höfðum því talsvert frelsi til að ráða hvernig við nálg- uðumst textana og hver og einn skrifaði það sem hann vildi. Huld- ar skrifaði til dæmis ferðasögu og Kristín Heiða lýsir mannlífinu og samfélaginu í Árneshreppi en ég notaði ljóð eftir aðra þar sem vatn kemur við sögu og skrifaði stutt- ar örsögur sem hafa með vatn að gera, til dæmis hvernig áhrifa þess gætir í tungumálinu.“ Sigurbjörg játar að það geti verið auðvelt að falla í gildru klisj- unnar þegar gera á náttúrunni skil. „Við þurftum hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því í þessu verk- efni. Agnieszka hafði til dæmis afar ákveðna listræna sýn þar sem úrvinnsla er bæði ljóðræn og ævin- týraleg án þess að hún líti út fyrir að eiga heima í túristabæklingi.“ Sýningin er tvískipt og verð- ur að heimsækja bæði Listasafn Árnesinga og Gerðuberg til að sjá hana alla, en flest verkanna eru í Hveragerði. Á morgun klukkan 16 er boðið upp á sýningarspjall í Listasafni Árnesinga. Þar taka þátt Rafał Milach, Huldar Breið- fjörð, Agnieszka Rayss, Sigurbjörg Þrastardóttir, Jan Brykczynski og Kristín Heiða Kristinsdóttir. bergsteinn@frettabladid.is Ísland gegnum pólska linsu Konur og vatn Agnieszka Rayss og Sigurbjörg Þrastardóttir unnu saman að seríu um vatn. Sigurbjörg valdi meðal annars ljóð eftir önnur skáld þar sem vatn kom við sögu við myndir Agnieszku. LJÓSMYND/RAFAL MILACH Adam Panczuk ljósmyndari og Sindri Freysson rithöfundur könnuðu hulduheima Íslands, Michal Luczak og Hermann Stefánsson könnuðu einangrunina, Jan Brykczynski og Kristín Heiða Kristinsdóttir skoðuðu sambúðina við sauðkindina, Agnieszka Rayss og Sigurbjörg Þrastardóttir tóku vatnið fyrir og Rafal Milach og Huldar Breiðfjörð skoðuðu allt sem þeir komust yfir. Andrzej Kramarz er sýningarstjóri og Marzena Michalek er verkefnisstjóri sýningarinnar. Sýningin er tvískipt og þarf því að heimsækja bæði Listasafn Árnesinga og Gerðuberg til að sjá sýninguna alla. ÞÁTTTAKENDUR Í (EI)LANDI LJÓSMYND/MICHAL LUCZAK „efin ” Framtíð o g fjá rhag fullor ði n sá ra n n afyrir í lífin u OKKAR Framtíð er ný og kærkomin trygging sem snýst um „efin” í lífi barna okkar og ungmenna og fjárhag þeirra á fullorðins- árum. Allar upplýsingar eru á vefsetrinu okkar.is og þar er unnt að ganga frá tryggingarkaupum með einföldum hætti. Er þitt barn barn? ze br a Á sýningunni getur að líta afrakstur af samstarfi pólskra ljósmyndara og íslenskra rithöfunda sem ferðuðust um Ísland sumarið 2010. www.sputnikphotos.com Verið velkomin á opnun sýningarinnar laugardaginn 12. mars kl. 16 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. i Vesterveg Málfríður AðalsteinsdóttirJohannes Vemren-Rygh Elsie-Ann Hochlin Kristín Reynisdóttir Guðjón Ketilsson Roxane Permar Barbara Ridland Samvinna listamanna og safna frá Shetlandi, Færeyjum, Danmörku, Íslandi og Noregi. Sýningarsalir Norræna hússins eru opnir 12.00–17.00 Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Síðasta sýningarhelgi. Ísland Noregur Shetland Færeyjar Norræna húsið Sturlugata 5 101 Reykjavík norraenahusid.is AUKASÝNING Á SINNUM ÞRÍR Lokasýning á sýningu Íslenska dansflokksins „Sinnum þrír” verður annað kvöld. Sýningunni, sem samanstendur af þremur verkum, hefur verið vel tekið og því var bætt við aukasýningu sem jafnframt er lokasýning.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.