Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2011, Qupperneq 89

Fréttablaðið - 12.03.2011, Qupperneq 89
LAUGARDAGUR 12. mars 2011 61 FÓTBOLTI Samtökin Íslenskur toppfótbolti hafa auglýst eftir framkvæmdastjóra í hlutastarf. Samtökin voru stofnuð í síðasta mánuði en þeim er ætlað fyrst og fremst að huga að hagsmunum þeirra félaga sem eiga lið í efstu deild hverju sinni. Samtökunum er þar að auki ætlað að auka veg knattspyrn- unnar hér á landi í samstarfi bæði við KSÍ og alþjóðleg samtök. Jón Rúnar Halldórsson, for- maður samtakanna, sagði við Fréttablaðið að nýjum fram- kvæmdastjóra væri ætlað að taka þátt í uppbyggingu samtakanna og auka samstarf við sambærileg samtök í öðrum löndum. Hann bendir á að hægt sé að nálgast frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á netfang- ið toppfotbolti@toppfotbolti.is en umsóknarfrestur rennur út hinn 1. apríl næstkomandi. - esá Íslenskur toppfótbolti: Leita að fram- kvæmdastjóra NÝ SAMTÖK Jón Rúnar Halldórsson er formaður nýrra hagsmunasamtaka knattspyrnufélaga í efstu deild hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Stelpurnar halda boltanum gangandi hér heima um helgina með fimm frábærum leikjum. Valur getur tryggt sér deildarmeistaratitil með sigri á Fram. Spennan er gríðarleg! Mætum á völlinn og styðjum okkar stelpur til sigurs. NÆR VALUR AÐ TRYGGJA SÉR TITIL UM HELGINA? N1 DEILD KVENNA – Í DAG Valur – Fram Vodafone höllinni kl. 15:45 HK – Fylkir Digranesi kl. 16:00 Haukar – ÍR Ásvöllum kl. 16:00 Grótta – FH Seltjarnarnesi kl. 16:00 Stjarnan – ÍBV Mýrinni kl. 16:00 FÓTBOLTI Manchester United og Arsenal mætast á Old Trafford klukkan 17.15 í kvöld í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar og það er óhætt að segja að bæði lið komi særð til leiks í dag eftir svekkjandi töp á síðustu dögum. Leikurinn mun auk þess hafa mikið sálfræðilegt vægi í baráttu liðanna um enska meistaratitilinn en Arsenal er aðeins þremur stig- um á eftir United og á leik inni. Arsenal hefur ekki unnið á Old Trafford síðan í september 2006 en leikurinn í dag er fyrst og fremst prófraun á bæði lið og hvernig þeim tekst að vinna úr vonbrigð- um síðustu vikna. Manchester United hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum, á móti Chelsea og Liverpool í ensku deildinni, og á því á hættu að tapa sínum þriðja leik í röð. Það er stutt á milli stórleikja hjá liðinu því liðið mætir frönsku meisturunum í Marseille á þriðjudaginn í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Það er alltaf spennandi að fara að spila á móti Arsenal í bikarn- um og við munum spila með okkar besta liði endar er sæti í undanúr- slitum í boði,“ sagði Alex Fergu- son, stjóri Manchester United. Arsenal á það hins vegar á hættu í dag að missa af þriðja bikarnum á þrettán dögum. Liðið datt út fyrir Barcelona í Meistara- deildinni á þriðudaginn og tapaði óvænt fyrir Birmingham í úrslita- leik enska deildarbikarsins fyrir tæpum tveimur vikum. „Við þurfum að vinna okkur út úr þessum tveimur áföllum en mér finnst að liðið hafi verið á góðu skriði síðan í nóvember. Við höfum dottið út úr Meistaradeildinni og enska deildarbikarnum á síðasta mánuði en í heildina er full ástæða til að vera sáttur við spilamennsku liðsins. Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir framhaldið og nú höfum við sett stefnuna á deildina og bikarinn,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Það eru ekki bara slæm úrslit sem herja á liðin því sterkir leikmenn verða líka fjarri góðu gamni þegar liðin ganga út á Old Trafford í dag. Rio Ferdinand (kálfi) og Nani (leggur) verða ekki með ekki frekar en Anderson (hné), Park Ji-sung (læri) og Antonio Valencia (ökkli). Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal verður ekki með og liðið er einnig án þeirra Wojciech Szczesny, Theo Walcott, Alex Song og Thomas Vermaelen. Manchester United vann hins vegar 4-0 sigur á Arsenal í síðasta bikarleik liðanna (febrúar 2008) og vann 1-0 sigur í deildarleik liðanna fyrr í vetur. Park Ji-sung skoraði sigurmark United eftir sendingu Nani í leiknum í desember en þeir verða báðir frá vegna meiðsla í dag. Þrír aðrir leikir fara fram í átta liða úrslitunum um helgina. Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton sækja Birmingham heim klukk- an 12.45 í dag og á morgun mæt- ast Stoke City og West Ham (Kl: 14.00) og Manchester City-Reading (Kl: 16.45). ooj@frettabladid.is SÆRÐIR RISAR MÆTAST Sigursælustu félög ensku bikarkeppninnar, Manchester United og Arsenal, hafa ekki unnið bikarinn í nokkurn tíma, en mætast í dag í átta liða úrslitunum. KLIKKAÐI Á VÍTI Í FYRRI LEIKNUM Wayne Rooney sést hér eftir að hann hafði brennt af víti í deildarleik United og Arsenal fyrr í vetur. MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Valur og Fram spila í dag óopinberan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í N1 deild kvenna og þar með heima- vallarrétt út úrslitakeppnina. Leikurinn fer fram í Vodafone- höllinni og hefst klukkan 15.45. Valur er núverandi Íslandsmeist- ari eftir sigur á Fram í lokaúr- slitunum síðasta vor og Fram er núverandi bikarmeistari eftir sigur á Val í úrslitaleik á dög- unum. Þetta verður fimmti leikur liðanna á þessu tímabili en eini sigur Fram var einmitt í Laugardalshöllinni fyrir fjórtán dögum þegar Framstúlkur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn annað árið í röð með 25-22 sigri. Valur vann Meistarakeppnina í september og Deildarbikarinn í desember eftir sigra á Fram í úrslitaleik en stærsti sigur Vals á Fram í vetur var í fyrri deildarleik liðanna í Safamýri. Valur vann þá sjö marka sigur, 23-16, eftir að hafa unnið seinni hálfleikinn 12-3. - óój N1 deild kvenna í handbolta: Titillinn undir hjá Val og Fram HART BARIST Karen Knútsdóttir hjá Fram fer framhjá Hildigunni Einarsdóttur í Val í bikarúrslitaleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.