Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.03.2011, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 23.03.2011, Qupperneq 12
12 23. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 H ernaður Vesturveldanna í Líbíu er ill nauðsyn. Alþjóða- samfélaginu bar skylda til að grípa inn í til varnar almenningi í landinu. Yfirlýsingar stjórnar einræðis- herrans Gaddafí um að fyrirmælum Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna um vopnahlé yrði hlítt voru blekk- ingar einar og ekki um annað að ræða en að beita því hervaldi sem Öryggisráðið hafði heimilað. Úr því sem komið er getur bandalag ríkjanna sem tekið hafa að sér að framfylgja ályktun Öryggiráðsins ekki annað en reynt að tryggja að uppreisnarmenn í Líbíu nái yfirhöndinni á ný og stjórn Gaddafí verði komið frá. Þar koma í fyrsta lagi til mann- úðarsjónarmið. Haldi Gaddafí völdunum má gera ráð fyrir að niðurstaðan verði svipuð og í Írak 1991, þegar bandamenn hættu hernaðinum gegn Írak eftir að her Saddams Hussein hafði verið hrakinn frá Kúvæt. Saddam hrökklaðist ekki frá völdum, heldur brást við með grimmilegum árásum á eigin þegna. Í öðru lagi er íhlutunin í Líbíu rækileg viðvörun til annarra harð- stjóra í arabalöndunum, sem streitast nú við að halda völdum þrátt fyrir kröfu almennings um frelsi og lýðræði. Ef Gaddafí verður leyft að komast upp með að beita hörku til að berja niður uppreisnina í landinu er hætta á að aðrir arabaleiðtogar grípi til sömu ráða. Það er þess vegna mikilvægt að ríki heims hviki ekki frá stuðn- ingi sínum við aðgerðirnar gegn Gaddafí. Ríkisstjórn Íslands hefur gert rétt í því að lýsa yfir stuðningi við aðgerðirnar. Það kemur ánægjulega á óvart að Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð styðji nú hernaðaraðgerðir gegn sturluðum einræðisherrum. Það hefur flokkurinn hingað til ekki gert; þannig voru loftárásir NATO á Júgóslavíu þegar Slobodan Milosevic var að reyna að murka lífið úr Kosovo-Albönum kallaðar „árásarstríð“ í ályktunum VG. En ábyrgð stjórnarflokksins víkur gömlum slagorðum til hliðar. Í stefnu VG segir enn þá: „Stríð og hernaður leysa engin vanda- mál, ekki frekar þó að hernaðarsinnar haldi því fram að barist sé fyrir friði og mannréttindum.“ Það er þó einmitt til að tryggja frið og mannréttindi í Líbíu sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur nú heimilað hernaðaríhlutun. Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG og formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, sagði hér í blaðinu í gær að forsenda stuðnings VG við aðgerðirnar væri að farið yrði eftir ályktun SÞ í einu og öllu. Vissulega er hægt að vísa til þess að aðgerðirnar gegn Milosevic 1998 voru ekki í umboði Sameinuðu þjóðanna. Rússar og Kínverjar lögðust þá gegn því að Öryggisráðið heimilaði árásir á Júgóslavíu. Siðferðilegar forsendur fyrir hernaðaríhlutun NATO þá voru hins vegar nákvæmlega þær sömu og fyrir aðgerðunum í Líbíu nú; verið er að koma í veg fyrir að stjórnvöld beiti hervaldi gegn eigin borgurum. Stuðningur alþjóðasamfélagsins, Íslands þar á meðal, þarf að sjálfsögðu að ná lengra en aðeins til hernaðaraðgerða. Það verður að styðja við nýja stjórn í Líbíu þegar þar að kemur til að koma í veg fyrir að afleiðingarnar af falli Gaddafí verði stjórnleysi og ringulreið. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR 9. apríl nk. er boðað til þjóðaratkvæða-greiðslu um svokallað Icesave-mál. Lagt er fyrir kjósendur að staðfesta lög frá Alþingi um skuldagreiðslu ríkissjóðs í máli þessu eða hafna þeim. Valið stendur á milli þess að segja já eða nei. Deilan um málið felst þá m.a. í því, hvort leysa eigi það með samningi eða dómi. Skuldamál þetta er hins vegar þannig til komið, að það hlaut að verða að deilumáli meðal íslensku þjóðarinnar. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það þótt sú skoðun kæmi fram að skera yrði úr því fyrir dómi, hvort ríkissjóði væri skylt að lögum að greiða fyrir skuldir sem ríkissjóðir Breta og Hol- lendinga kröfðust. Eigi að síður var það sjónarmið skjótt ríkjandi meðal ráðamanna í landinu hvar í flokki sem var, að dómstólaleiðin væri áhættusöm og vandrötuð, þ.e. að samn- ingaleiðin væri farsælli. Ferill málsins sveigðist inn á þá braut að verða milliríkjamál, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þegar svo er komið er langeðlilegast að gera út um slík mál með samningum. Sögulega séð hafa Íslendingar yfirleitt tekið samningaleið framyfir dóm- stólaleið í milliríkjadeilum. Með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafa Íslendingar fórnað fullveldisrétti í ríkum mæli m.a. í dómsmálum. Í Icesave-málinu hefur þjóðin fengið smjörþefinn af því evrópska alríkisdóms- valdi, sem yfir okkur er, með áminningarbréfi Eftirlitsstofn- unar EFTA (ESA). Kjósendur ættu að kynna sér þetta bréf og þá áhættu sem þjóðinni stafar af dómstólaréttlæti EES og ESB, ef á það reyndi. Á dómstólaleið- inni væru Íslendingar eins og hvert annað peð í höndum fram- andi alríkisdómstóla. Ef samn- ingaleiðin er farin hafa íslensk stjórnvöld vald á málsmeðferð með virkum hætti að sínu leyti, eða eins og gerist í samningaviðræðum. Núverandi samningur í Icesave-málinu felur í sér við- unandi lausn deilunnar, tryggir góð mála- lok. — Fráleitt er að túlka samninginn sem „aðgöngumiða að Evrópusambandinu“. Þar er blandað saman óskyldum málum. Vandrötuð og áhættusöm leið Icesave Ingvar Gíslason fv. alþm. Framsóknar og félagi í Heimssýn Fráleitt er að túlka samninginn sem „að- göngumiða að Evrópu- sambandinu“. Gamalkunnugt stef Deilan milli Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur annars vegar og restar hins vegar er þekkt stef úr stjórn- málasögunni. Hún snýst ekki síst um hvor aðilinn sé trúrri stefnu VG. Atli og Lilja vilja meina að flokkurinn hafi vikið af leið; hann hafi fjarlægst upprunann og grundvallar- sjónarmiðin. Þessu halda menn jafnan fram þegar þeir yfirgefa flokka eða þingflokka. Þeir sjálfir eru hinir sönnu merkisberar stefnunnar en þeir sem eftir sitja hafa svikið hugsjónirnar. Sé það rétt eru VG, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn allir úti á túni en fyrr- verandi liðsmenn rækja manifestóið með sóma og sann. Góðu siðirnir Úrsögn Atla úr þingflokknum var sett í nýtt ljós þegar ályktanir bárust úr kjördæmi hans í fyrrakvöld. Eyjamenn riðu á vaðið og hvöttu hann til að afsala sér þingmennsku. Í kjölfarið fylgdu Suður- nesjamenn og kjör- dæmisráðið. Þessar flokksstofnanir eru furðu lostnar yfir athæfi þing- mannsins. Getur verið að Atli hafi ekki ráðfært sig við nokkurn mann í kjördæminu þegar hann ákvað að segja bless? Samrýmist það gagnrýni hans á foringjaræði? Samræmist það orðum hans um að ekkert hafi breyst eftir hrun? Nær krafa Atla Gíslasonar um samráð og góða siði í pólitík ekki til Atla Gíslasonar? Staðreynd „Hreyfingin ekki á leið í stjórn,“ stóð á vef Ríkisútvarpsins í gær. Þá vitum við það. bjorn@frettabladid.is - Þegar hreinlæti skiptir máli Sími 510 1200 www.tandur.is TASKI kynningarverði A T A R N A Meira að segja Vinstri græn styðja aðgerðirnar gegn harðstjóranum Gaddafí í Líbíu. Ill nauðsyn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.