Fréttablaðið - 23.03.2011, Side 13

Fréttablaðið - 23.03.2011, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 23. mars 2011 13 Tillögur til breytinga á skóla- og frístundastarfi í Reykja- vík eru nú í umsagnarferli. Til- lögurnar snúa að sameiningu í yfirstjórn nokkurra grunnskóla og leikskóla og sameiginlegri yfirstjórn frístundaheimila og grunnskóla. Eins eru tillögur sem snúa að breyttri aldursskipt- ingu, stækkun unglingadeilda og tvær tillögur snúa að sam- einingu leikskóla, grunnskóla og frístundar. Breytingar í leikskólum Tillögur okkar kalla á breyting- ar og þær skila líka dýrmætri hagræðingu. Margar þeirra eiga sér forsögu, t.d. hafa sameining- ar í yfirstjórn leikskóla verið í umræðunni frá 2008. Í Reykja- vík eru margir litlir leikskólar og einnig er algengt að tveir leikskólar standi bókstaflega á sömu lóð. Fjöldi barna á hvern stjórnanda í leikskólum Reykja- víkur er langt undir meðaltali. Reykjavík hefur sameinað leik- skóla og önnur sveitarfélög hafa sameinað leikskóla. Það hefur gengið vel. Áfram verður hægt að bjóða öllum stjórnendum störf áfram á leikskólum borgarinnar. Allir aðrir hagræðingarkostir voru taldir verri á leikskólunum. Það hefði mátt skerða kjör þeirra sem lægst hafa launin eða fjölga börnum á hvern starfsmann. Það hefði mátt lengja biðlistana og gefast upp fyrir því verkefni haustsins að fjölga leikskóla- plássum fyrir stærsta árgang Íslandssögunnar. Við vildum ekkert af þessu. Við mættum hagræðingu á Leikskólasviði með afnámi heimgreiðslna og endurskipulagningu í stjórnun leikskóla. Ekkert verður skorið niður í innra starfi leikskólanna, ekki neitt. Tæplega 500 milljón- um var bætt í ramma Leikskóla- sviðs til að koma til móts við yngstu Reykvíkingana. Þetta er skýr forgangsröðun í þágu leik- skólastarfs og fjölskyldna í borg- inni. 10-15 börn í árgangi? Borgin er að sligast undan leigu- kostnaði vegna slæmrar nýt- ingar húsnæðis grunnskóla. Í sumum hverfum eru hins vegar skólar að springa svo þörf er á viðbyggingum. Við höfum byggt fína og dýra skóla, svo eldast hverfin og yngjast á víxl, skól- arnir eru hálftómir eða sneisa- fullir. Við getum ekki haldið áfram að byggja í hvert skipti sem nemendum fjölgar til þess eins að sitja uppi með hálftómt skólahúsnæði fáum árum seinna. Við verðum að endur- skipuleggja. Það mun að sjálf- sögðu hafa rask í för með sér fyrir börn og foreldra, en nú þegar Reykjavíkurborg hagræð- ir þriðja árið í röð verðum við að horfast í augu við staðreyndir. Sums staðar er fækkun barna farin að há skólastarfi og félags- lífi barna og unglinga. Tíu börn í árgangi, er það gott fyrir skóla- starf? Ef börn hefja skólagöngu í Hagaskóla ári fyrr má spara verulegar fjárhæðir í stofn- kostnaði bygginga og tilheyrandi leigu til framtíðar. Með nýjum lausnum má finna öllum nýju leikskólabörnunum sem fædd- ust 2009 og 2010 stað í leikskóla, án þess að taka eina skóflu- stungu. Þannig spörum við um 700 milljónir í stofnkostnað. Slíkar lausnir og margar fleiri blasa við en það þarf kjark til breytinga. Og breytingar mæta oft áhyggjum og andstöðu. Það er ekkert skrýtið því þær snerta börnin okkar. Það er þó ágætt að rifja upp að margar óvinsælar aðgerðir sem fræðsluyfirvöld hafa ráðist í í gegnum tíðina hafa reynst afar vel. Og fæstir vilja fara til baka. Frístundastarf Í dag koma fjölmargir að námi og frístundastarfi 6-9 ára barna. Kennarar og annað starfsfólk skóla, tómstunda- frístunda- og félagsmálafræðingar. Við getum nýtt fjármagn og mannauð betur með því að horfa á skóla- og frí- stundadag barna sem eina heild. Þetta eru sömu börnin, fyrir og eftir hádegi. Núna verjum við fjármagni til sérkennslu á tveimur stöðum, við kaupum inn og skipuleggjum starf með sömu börnum á tveimur stöðum. Höfum við efni á því? Er það betra fyrir börnin? Er ekki lag að nýta kraftinn úr frábæru frí- stundastarfi börnum til góða allan daginn? Við leggjum til að í a.m.k. einu hverfi verði gerð til- raun með samþættan skóla- og frístundadag yngstu barna. Samráð Samráð okkar við foreldra og starfsfólk hefur mætt mikilli gagnrýni sem er að mestu ómak- leg. Á frumstigum vinnu starfs- hóps um greiningu tækifæra var tekið einstaklingsviðtal við alla stjórnendur í leikskólum, grunn- skólum og frístund. Því næst var fundað með öllum kjörnum fulltrúum foreldra og starfsfólks í hverjum einasta skóla og frí- stundaheimili til að greina tæki- færi í hverju hverfi. Rýnihópar, frekara stjórnendasamráð og loks ótal fundir með foreldrum og starfsfólki um alla borg. Ótrú- lega margar ábendingar komu fram, einnig áhyggjur sem og róttækar og djarfar hugmyndir. Og margir vilja engu breyta. Eitt er víst. Við myndum aldrei fara út í þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum nema nauð- syn krefði, fagleg jafnt sem fjár- hagsleg. Okkur þykir vænt um skólana okkar og við óttumst breytingar. Ég óttast þó meira aðgerðarleysi og óábyrga með- ferð fjármuna. Það er einfald- lega ekki í boði að gera ekki neitt. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga munu 300-400 milljónir króna sparast árlega og vel á annan milljarð ef stofn- kostnaður við nýbyggingar er tekinn með í reikninginn. Það er ekki lítið. Breytingar á yfirstjórn og skipulagi skólastarfs verða ávallt viðkvæmar. En fjárhagur borgarinnar er líka viðkvæmur og á honum berum við sameigin- lega ábyrgð. Næstu ár verða mögur og við neyðumst til að hagræða. Það er börnum borgar- innar fyrir bestu að við förum vel með fjármuni, nýtum allt húsnæði borgarinnar til fulln- ustu og lækkum kostnað við yfir- stjórn eins og kostur er. Einung- is þannig getum við komið í veg fyrir flatan niðurskurð í skóla- starfinu sjálfu. Breytingar eða flatan niðurskurð? Skólamál Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Það er börnum borgarinnar fyrir bestu að við förum vel með fjármuni, nýtum allt húsnæði borgarinnar til fullnustu og lækkum kostnað við yfirstjórn. Auglýsingasími Talsmenn laganna um Ice-save tala um áhættu af dómstólameðferð og segjast hafa framkvæmt „ískalt mat“ á henni sem segi þeim að styðja lögin. Í þessu virðist felast að einhverjar líkur séu á að við myndum tapa dómsmáli, þar sem um þetta yrði fjallað. Ekki eru neinar umtalsverðar líkur á því. En segjum sem svo að hlutlaus dómstóll myndi dæma okkur í óhag. Þá fælist í þeim dómi að við hefðum brotið rétt á öðrum. Hafi svo verið hljótum við að vilja bæta fyrir það ef við á annað borð viljum telja okkur til siðaðra þjóða. Hræðsluáróðurinn gegn dómstólunum felur því í sér að vegna hættunnar á að þurfa að standa við lagalegar skyldur eigum við að forðast þá! Það skal endurtekið að afar tak- markaðar líkur eru á að dóms- mál tapist. Þetta er aðeins nefnt til að benda á siðleysið í þessum málflutningi. Allt ber að sama brunni. Fellum Icesave-lögin. Brynjar Níelsson hrl. Björgvin Þorsteinsson hrl. Haukur Örn Birgisson hrl. Jón Jónsson hrl. Reimar Pétursson hrl. Sveinn Snorrason hrl Tómas Jónsson hrl. Þorsteinn Einarsson hrl. Ískalt siðleysi Icesave Átta hæstaréttarlögmenn skrifa um Icesave-lögin Félag kvenna í lögmennsku stendur fyrir málþingi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur föstudaginn 25. mars kl. 15-17 Auður Erindi flytja: Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Landsvirkjunar Tanya Zharov, framkvæmdastjóri hjá Auði Capital Guðrún Sesselja Arnardóttir, hæstaréttarlögmaður Guðrún Erlendsdóttir, fyrrv. hæstaréttardómari Auðuns -aldarminning frumkvöðull fyrirmynd & Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.