Fréttablaðið - 23.03.2011, Side 28

Fréttablaðið - 23.03.2011, Side 28
23. MARS 2011 MIÐVIKUDAGUR12 ● fréttablaðið ● fermingar Í hverjum fermingarhópi eru börn sem ekki hafa tekið skírn. Þau þurfa hins vegar að skírast áður en hægt er að ferma þau og er afar persónubundið hvernig sú athöfn fer fram. Í Dómkirkjunni er al- gengt að þessi börn taki skírn í svokallaðri kvöldkirkju sem er opin alla fimmtudaga, árið um kring. „Í kvöldkirkjunni eru ljósin dempuð og fólki gefst kostur á að kveikja á kertum. Þá eru fyrir- bænir og kvöldbæn. Þeir sem vilja taka skírn mæta með fjöl- skyldu sinni og fer athöfnin fram á milli bæna. Þessar skírnir fara oft fram snemma á vormánuðum áður en fermingarnar taka við,“ segir Anna Sigríður Pálsdóttir Dómkirkjuprestur. Hún segir ýmsa velja að láta skíra sig heima, í messu eða við annað tækifæri en skírnir í kvöldkirkjunni séu vinsælar enda umgjörðin falleg og nota- leg stemning. „Fjölskyldan safn- ast þá í kringum skírnarfont- inn og eru jafnvel dæmi um að yngri systkini fermingarbarns- ins, sem þó eru komin til vits og ára, ákveði að láta skíra sig í leið- inni og ég hef meira að segja skírt heilu systkinahópana.“ Fermingarbörn taka skírn í kvöldkirkju Á skírnarfontinum í Dómkirkjunni, sem er eftir Bertel Thorvaldsen, má sjá Jóhannes skírara skíra Jesú. Við hann taka stálpuð tilvonandi fermingarbörn gjarnan skírn og oftar en ekki fer athöfnin fram í svokallaðri kvöldkirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Deilur fráskilinna foreldra skyldu ætíð látnar lönd og leið á fermingardegi barna og gleði fá í staðinn stærstan sess. „Aðeins einn dagur í ævi barns heit- ir fermingardagur. Því þurfa for- eldrar að hafa hagsmuni barns síns að leiðarljósi og setja eigin ágrein- ing til hliðar, sé hann til staðar. Við getum haldið mörg jól og farið í mörg sumarfrí, en hvaða sögu vilj- um við að barn okkar segi af ferm- ingardegi sínum? Minningarnar munu lifa og því skal hafa í huga að deilur foreldra bitna mest á börn- unum,“ segir Valgerður Halldórs- dóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna, spurð um heillaráð til handa foreldrum barna sem eiga tvö heimili. „Stundum er í góðu lagi að halda tvær fermingarveislur, sé sam- komulag um það, en æskilegt er að foreldrar geti staðið saman á þess- um degi í lífi barnsins. Foreldrar þurfa að vera börnum sínum góð fyrirmynd því deilur fylgja kynslóð eftir kynslóð, og því þroskamerki að geta brotið odd af oflæti sínu til að ná samkomulagi um að halda skemmtilegt boð,“ segir Valgerður og útskýrir að foreldrum beri einn- ig að hugsa til framtíðar því börn þeirra eigi eftir að gifta sig og eign- ast fjölskyldu. „Ætla þeir þá ekki að mæta í brúðkaup barna sinna eða skírn barnabarna af því fyrrverandi maki verður þar líka? Hversu lengi ætla þeir að láta börn sín líða fyrir ágreininginn? Stundum þarf að setja punkt og vinna úr samskipta- vandanum ef ekki á að smita kom- andi kynslóðir, og ef við treystum okkur ekki til að haga okkur eins og manneskjur í einn dag þurfum við að endurskoða margt í sjálfum okkur,“ segir Valgerður, sem ráð- leggur fólki að setja sig í spor hins aðilans þegar leysa á deilur. „Gæta þarf þess að vera ekki eigingjarn þegar ákveða á hverj- um og hversu mörgum á að bjóða. Ef fólk upplifir ákveðna sam- keppni er skynsamlegt að nýi mak- inn sýni foreldrunum stuðning og gefi þeim það pláss sem þau þurfa, því fleiri tækifæri munu gefast síðar á lífsleiðinni til að sýna vel- vilja og stuðning,“ segir Valgerður og leggur einnig áherslu á samráð um fermingargjafir. „Fermingar- gjafir eru eign barnsins sem það á að geta tekið milli heimila að vild, sem og fermingarföt sín og fleira,“ segir Valgerður, sem bendir á þriðja aðila, eins og vin, skynsaman fjöl- skyldumeðlim eða félagsráðgjafa, ef samráð gengur illa. „Ferming er einstakur atburður og góð skilaboð til barns ef foreldr- ar geta gefið barninu gjöf saman. Auðvitað mega stjúpforeldrar vera með í gjöfinni, en líka er gott að þeir gefi sér gjöf og skapi sér þann- ig sérstöðu. Í sameiginlegri gjöf fel- ast skilaboð um að mamma og pabbi séu tilbúin að standa með barni sínu þegar þarf á að halda; alveg sama hvernig hjónabandi þeirra var hátt- að. Börnum er nauðsynlegt að finna þetta bakland, því baklandið gliðn- ar oft með tilkomu stjúpfjölskyldna, jafnvel þótt fjölskyldumeðlimum fjölgi.“ - þlg Bara einn fermingardagur Valgerður Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands. Hún segir mikilvægt að virða óskir fermingarbarna, en geti fólk ómögulega verið undir sama þaki sé stundum skynsamlegt að halda tvær veislur, enda sé andrúmsloftið þá síður óþægilegt og streitufullt fyrir fermingarbarnið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ef við treystum okkur ekki til að haga okkur eins og manneskjur í einn dag þurfum við að endurskoða margt í sjálf- um okkur.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.