Fréttablaðið - 23.03.2011, Síða 52

Fréttablaðið - 23.03.2011, Síða 52
23. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR16 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Tito getur nú sagt þér að það er enginn jafn „straight“ og þú í klæðaburði. O, ég veit nú ekkert um það, ég er kannski inná topp tíu. Heyrðu, ég er jafn hýr og fljúgandi einhyrningur, vonandi angrar það þig ekki. Nei, nei, nei, þú mátt hafa þetta nákvæm- lega eins og þú vilt. Við getum rætt saman eins og full- orðnir menn. Veistu, þú hefur yndislegt viðhorf, ég kann að meta það. Oh... þú segir þetta bara. Hann virðist skemmta sér. Það lítur allavega þannig út. Og allir hamingju- samir! Reynið að líta út fyrir að líka vel við hvorn annan. Bara fyrir mig. OK. OK Þetta var sóun á góðu brosi. Ef við ættum ekki þessi börn þá værum við rík. Segir maðurinn í „Heimsins besti pabbi“-bolnum sínum á meðan hann drekkur úr „Ég pabba“ -kaffibollanum sínum. Ég meinta fjárhags- lega ríkur, ekki ást-ríkur. Það er svo makalaust skemmtilegt þegar lífið kemur manni á óvart með einhverri nýlundu. Slíkt tilverukrydd getur verið svo bragðmikið að jafnvel háskalegar hetjudáðir virðast bragðdaufar langlokur í samanburði. ÞANNIG var mér allavega innanbrjósts þegar ég fór á nautaat mikið um síðustu helgi í bænum Priego de Córdoba. Mættu þar færustu nautabanar eins og El Fandi og Paquirri yngri. Jafnvel þótt þessir kappar legðu líf sitt að veði við atið atarna er mér minnisstæðast eitt atvik sem hefur ekkert með dirfsku þeirra að gera. VENJULEGA koma bolarnir á harða- hlaupum inn í hringinn. Um leið og þeir sjá nautabanann veifa skikkju sinni hlaupa þeir bandóðir í átt að honum. Oft eru bolarnir svo bráðir að þeir stanga í tréveggina á nauta- atshringnum svo dynur í. ÞRIÐJA nautið sem steig inn í hringinn í Priego de Córdoba um síðustu helgi brá heldur betur út af vananum. Það tölti þetta í róleg- heitum inn í hringinn en nam svo staðar og horfði upp í stúku líkt og það væri að velta því fyrir sér hvort einhverjir framsóknarmenn væru á meðal áhorfenda. Nautabaninn hóf þá köll og veifaði skikkju sinni líkt og óður væri en boli var bara upptekinn við annað. ÞÁ VORU góð ráð dýr, þetta naut var ekki tækt til leiks. En þá er það að ná því út. Það duga engir kattasmalar í slíkt. Afréðu menn að senda þá kúahjörð til að hlaupa einn hring en fara því næst út um hliðið og til stekkjar utan við leikvanginn. Algjör kúvending varð þá hjá áhugalausu nautinu, sem hljóp spennt á eftir jussunum. ÞESS MÁ geta að þessi naut lifa mun betra lífi en þær skepnur sem lifa á bás sem óunnin kæfa eða kótilettur. Þau hlaupa frjáls um haga, nærast á landsins gæðum og fá jafnvel á broddinn. Það er því ekki ónýtt hlutskipti að vera alinn til nautaats en gefa sig svo ekki þegar til á að taka. SVONA nýlunda er ekki jafn skemmtileg í pólitíkinni. Til dæmis er það bölvað vesen fyrir marga leiðtoga í arabaheiminum að fólk skuli allt í einu standa upp og krefjast mannréttinda og betri stjórnarhátta. Eða þá fyrir þá sem þurfa að smala sauðum en svo stökkva allt í einu tveir út í buskann eins og kettir. Þegar dýrin sjá við mönnunum Helgu fannst sniðgut að taka Möggu með í veisluna, hún gæti hugsanlega brotið ísinn. LÁRÉTT 2. gá, 6. í röð, 8. framhjáhald, 9. móðuþykkni, 11. peninga, 12. tágarí- lát, 14. dvaldist, 16. grískur bókstafur, 17. hrópa, 18. maka, 20. málmur, 21. skrifa. LÓÐRÉTT 1. umrót, 3. eftir hádegi, 4. lófalestur, 5. viður, 7. brennivínstegund, 10. úði, 13. útsæði, 15. hnappur, 16. sam- stæða, 19. bardagi. LAUSN LÁRÉTT: 2. gelt, 6. aá, 8. hór, 9. ský, 11. fé, 12. karfa, 14. varst, 16. pí, 17. æpa, 18. ata, 20. ál, 21. rita. LÓÐRÉTT: 1. rask, 3. eh, 4. lófaspá, 5. tré, 7. ákavíti, 10. ýra, 13. fræ, 15. tala, 16. par, 19. at. Aðalfundur Aðalfundur MATVÍS, matvæla-og veitingafélags Íslands, verður haldinn þann 23. mars n.k. að Stórhöfða 31, gengið inn Grafarvogs megin. Fundurinn hefst kl. 16.00 Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf • Lagabreytingar. Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Leyndarmál jökla og fegurð landslags á myndakvöldi FÍ Næsta myndakvöld Ferðafélags Íslands er í dag miðvikudaginn 17. febrúar í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00 að vanda. Myndakvöldið er að þessu sinni í umsjá hjónanna Helga Björnssonar jökla- fræðings sem sýnir ljósmyndir af íslenskum jöklum og fjallar um hið sýnilega og ósýnilega landslag sem jöklarnir búa yfir. Bók Helga, Jöklar á Íslandi sem kom út fyrir síðustu jól hefur hvarvetna vakið aðdáun enda um stórvirki að ræða. Jöklar á Íslandi fékk hin íslensku bókmenntaverðlaun í flokki fræðirita. Eftir hlé heldur Þóra Ellen Þórhallsdóttir líffræðingur fyrirlestur um fegurð landslags en Þóra hefur gert tilraunir til þess að meta fegurð landslags með vísindalegum aðferðum og eru niðurstöðurnar allfróðlegar. Aðgangseyrir kr. 600. Innifalið kaffi og meðlæti Töfr r náttúru Grænlands o berghlaup á Morsárjökli Myndakvöld Ferðafélags Íslands verður haldið í sal FÍ í Mörkinni 6 kl. 20.00 miðvikudaginn 23. mars. Myndasýningin er í umsjá Jón Viðars Sigurðssonar, jarðfræðings og ritstjóra árbókar Ferðafélagsins. Jón Viðar hefur ferðast vítt og breytt um byggðir og óbyggðir Grænlands s.l. 30 ár við leik og störf. Sagt verður frá áhugaverðum göngusvæðum á Grænlandi, söguslóðum og stórbrotinni náttúru. Siglingar til Grænlands koma einnig við sögu en Jón hefur í fjölmörg skipti siglt til Grænlands sem fy irlesari og leiðsögumað með skemm ferða- og l iðan sskipum. Á myndasýningunni verður einnig fjallað um mikla skriðu eða berghlaup sem féll á Morsárjökul árið 2007. Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 1000. Kaffiveitingar í hléi. MY ND AK VÖ LD

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.