Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 21
83
Snúið til vinstri.
Útdráttui' úr lengii fiúsögn eftir .Jaeob Cliainberlain, I). D.
Atburöur sá, er eg ætla aö segja frá, skeöi haustiö 1863. Eg fór
langa trúboSs- og prédikunarför um hiö lítt-kunna svæöi, Hydevabad,
og þaöan inn í miöbik Indlands. Leiöin var rneir en tólf hundruð
mílur og myndi taka okkur fjóra mánuöi eða lengur. Auk þess var
þetta 'svæði nærri óiþek,t og ýmsar hindranir og erfiöleikár hlutu að
mæta manni á jafnerfiðri og langri leiö. En um væntanlegar hættur
og óumflýjanlega erfiöleika haföi eg hugsað, en lagði af stað öruggur
í nafni hans, sem sagði: “Sjá, eg er með yður alla daga, alt til
veraldarenda”. Og í hans nafni dró eg út á djúpið óþekta, eins og
lærisveinarnir forðum, Með mér voru fjórir indverskir aðstoöar-
menn; tókum við með okkur biibliur á tveimur vögnum.
Eftir að við ihöfðum verið á ferðalagi í nærri þrjá mánuði, lent-
tun við í þeini ógöngum, sem nú skal greina.
Við vorum komnir á heimleið, en fórum aðra leið, en við höfð-
um komið. Við væntum þess, að fá far með einum af stórskipum
stjórnarinnar niður eftir Pranhita ánni, er sameinast stórfljótinu
Godavery. A8 áliðnum degi, þreyttir og lamaðir, mættum við tveim-
ur veiðimönnum, er nú voru að koma heim til sín, áöur dimt yröi.
Hjá veiðimönnunum fréttum við, að alt láglendið var þakið vatni, Og-
að leiðin, sem við áttum eftir að ferðast, var ófær nokkurri skepnu
nema fljúgandi fugli. Samferöamenm mínir voru kunnugir lands-
laginu, en þetta ógurlega flóð á lágléndinu fylti þá hræðslu og óró-
ieika. Eg spurði þá, hvort ekki væri unt aö smíða fleka og reyna að
komast þannig yfir láglendið og að aðal-ánni; en meöfram skipaleið-
inni var viða hálendi, og kæmumst við aðeins yfir þaö, var okkur
horgið, þvi skipagöngur voru reglulegar.
Samferðamenn rnínir sögðu, að þau tré, sem hægt væri að ná í,
til þess að smíða fleka' úr, væru svo þung að þau myndu sökkva, og
óhugsanlegt var að bjargast á þennan hátt.
“Haídið áfram”, sagði eg, “eg skal finna eitthvert ráð”.
Samferðamenn mínir vissu eins vel og eg — jafnvel betur — i
hvaða lífshættu við vorum. Að klukkutíma liðnum yrði aldimt-
Framundan, og það ekki langt í burtu, var flóðið — og það fór
hækkandi. Að baki var nærri ófær vegur, og ef við snerurn til baka,
þá var loku skotið fyrir aö við gætum náð i skipið. Og nú í kvöld-
kyrðinni heyrðum við hinn óttalega óm tígrisdýra og ljóna frá skóg-
arrunnunum á hægri hönd. Eg sagði ekki orð við samferðamenn
mina, en eg bað til Guðs. Hesturinn minn hélt áfram, þreyttur og
þunglamalegur. F,n eg var á þögulli bæn til Guðs, og hugsanir mínar
voru á þessa leiö: Við höfum verið að ferðast til að gera Krist
dyrlegan. Við höfuin átt í hættum fyr en nú. Guð hefir leitt okkur
út úr þeim öllum. Og eg sannfærðist um, aö ekkert nema almættí
Guðs, gæti frelsað okkur úr þeirri hættu, sem við nú vorutn staddir i.
Mér veittist styrkur við bænina. Orðin, “Sjá eg er með yður” hljóm-