Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 34
96
Yarðmennirnir fiúnir og gröfin tóm. En frelsarinn birtist síðar bæði
þeim og öðrum lærisveinum sínum. Ódauðleika-von kristins manns
hvílir ekki á sögusögnunum, ekki á kenningunum. Ritningin segir
mjög lítið um lífið eftir dauðann. Jesús sjálfur talaði mjög litiS urn
annaS líf — minti lærisveinana á aSal-atriðin tvö, frelsun og glötun,
og lét þar staðar numiS. Fullvissa vor utn líf eftir dauðann byggist
því ekki svo mjög á lýsingum eða heimspekilegum rökum, heldur á
upprisu frelsarans frá dauSum. Frá sjónarmiSi skynseminnar eru
sannanirnar svo sterkar, aS þær verSa ekki hraktar: Sjónarvottar
margir; enginn efast um rá&vendni þeirra; þeir gátu ekki hafa séS
ofsjónir ; þeir græddu ekkert, í trúarlegum skilningi, á sögunni, miklu
fremur liðu þeir ofsóknir fyrir þennan vitnisburS sinn. ASrar sann-
anir eru: trúarstyrkur og hugrekki þessara sjónarvotta, tóma gröfin,
sunnudagshelgin, siSferðis-aflið, 'sem fólgiS var í frásögunni. Sönn-
unin, sem tekur af öll tvímæli, er samneyti trúaSrar sálar viS hinn
lifandi frelsara sjálfan. Les gaumgæfilega fimtánda kapítulann í
fyrra bréfi Páls til Korintumanna.
Verkefni: 1. Frásögurnar um upprisu Jesú. 2 Sannanirnar.
3. ÓdauSleiki sálarinnar.
Xin. LEXfA. —- 30. JÍXÍ
Jesxís Kristur, Drottinn vor og’ frelsari.
Minnistexti:—Svo clskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn
eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi
eilíft líf.—Jóh. 3, 10.
hú crt Kristur, sonur hins lifanda Guðs.—Matt. 16, 16.
Eg fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið, því að það er kraft-
ur Guðs til hjálpræðis sérhverjum, sem trúir.—Róm. 1, 10.
Yfirlitið: Lát nemendurna með eigin orSum gefa yfirlitið yíir
sögu og aðal-lærdóm hverrar lexíu. Svo má biðja um lýsing á Jeáú;
lýsingar á Pétri og öSrum lærisveinum; lýsing á Markúsar-guSspjalli,
á stöSum og staS-háttum sagnanna. MinnisstæS orS, sem frelsarinn
talaSi, er gott aS rifja upp; svo og sögu þráSinn í þeim hluta guS-
spjallsins, sem lexíurnar eru teknar úr.
“SAMEINIXGIN” kemur út mánaðarlega. Hvert númer tvær
arkir heilar. VerS einn dollar um áriS. Ritstjóri: Björn B. Jónsson,
659 William Ave., Winnipeg, Canada. — Hr. Jón J. Vopni er féhirðir
og ráðsmaður “Sam.”—Atldr.: Sameiningin, P. O. Box 3144, Winnipeg,
Manitoba.
“EIMREIÐIPí,” eitt fjölbreyttasta íslenzka tímaritið. Kemur út í
Kaupmannahöfn. Ritstjðri dr. Valtýr Guðmundsson. 3 hefti á ári,
hvert 40 ct. Eæst hjá F. Johnson I Winnipeg. Jðnasi S. Bergmann á
Garðar o. fl.
“BJARMI”, kristilegt heimilisblað, kemur út i Reykjavik tvisvar
á mánuði. Ritstjðri cand. S. Á. Gíslason. Kostar hér í álfu 85 ct.
árgangurinn. Fæst í bðkaverzlun Finns Jónssonar I Winnipeg.