Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 29
91 J>ar þátt í ensku-félaginu ('“The English speaking Club") á miðviku- tlagskvöldum. Nagoya, Japan, 2. Apríl 1918. S. O. Thorlaksson. Þetta fréttabréf kom með bréfi frá trúboöanum dags. 2. Apríl, og segir það frá fyrsta sýnilega árangrinum af trúboösstarfi hans. Ekki cr furða þó honum finnist þessi páskadagur vera mikill dýrðardagur og minnist hans alla æfi með innilegu þakkketi til Drottins. Okkur ■ætti það að hv'etja til fyrirbæna fvrir þessu trúboðsstarfi kirkjufé- lagsins okkar, og til þess að leggja meö glöðu geði fratn það fé. sem til þess þarf að halda því við. Enginn kirkjufélags-söfnuður ætti að láta nafn sitt vanta i þá skrá, sem lögð verður fram á næsta kirkju- þingi vfir giafir í heiðingjatrúboðssjóðinn. F. H. Trúboðs-epli. Þetta bréf barst ekki alls fyrir löngu féhirði trúboðsfélags eins frá sveitapresti í New York riki: "Með þessu bréfi sendi eg einn dollar í trúboðssjóðinn okkar. Hann er gjöf frá lítiHi stú'lku, sem dó fyrir tveim árum. Eitt kveld gekk litla stúlkan með móðtir sinni út í aldingarðinn, sem var hjá heimiii þeirra, og voru þar að skoða trén. “Eg vildi óska, mamrna, að þú vildir gefa mér eitt eplatréð í garðinum og lofa inér að ráöa algjörlega yfir þvl”, sagði litla stúlkan. “Þú átt þau öll með mér, elskan mín”, svaraði móðir hennar; “og ef við lifum þangað til þau bera ávöxt, þá fær þú þinn hluta af tippskerunni, alveg eins og eg”. “Bg veit það, manna”, svaraði stúlkan, “en það er ekki það, sem eg á við. Mig langar til að eiga eitt, sem eg get helgað Guði nppsker.una af handa trúboðinu”. Móðir hennar varð fúslega viö ósk hennar og leyfði henni aö kjósa sér hvaða tré hún vildi eiga. Hún kaus fallegasta tréð sem hún fann og lagði hendina á stofn þess og sagði: “Héðan af ert þú eign Guðs”. Þ’etta ár hefir tréð borið ávöxt í fyrsta sinn, og eg sendi þér andvirði eplanna sem af því komu í trúboðssjóðinn”. — — Ef slíkur hugsunarháttur væri almennari, þá vrði sjaldnar kvartað um fjárþröng i sambandi við guðsríkis-störfin. — Sumstaðar hér í landi hafa bændur tekið frá uppskerunni af einni ekrti hveitis, og gefið til styrktarsjóða í sambandi við stríðið. Ætti ekki líka vel við að helga árlega einhv'ern hluta uppskerunnar ríki hans, sem gefur allar góðar gjafir? — i

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.