Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 31
93 voða-viöburð og alla slíka sem fyrirbo'Sa, vitj.unartíðir, áminningar frá Drotni, því þeir benda allir til endalokanna. Og hitt er eigi síður satt, að frelsarinn hefir i andlegum skilningi vitjað sinna á eftir öll- um þeim hörmunga-tímum. Og eins verður enn, eftir ógnirnar, sem nú hafa skollið yfir. Það er því timabært umhugsunarefni, að íhuga þessa ræðu frelsarans með sérstöku tilliti til styrjaldarinnar miklu, og finna þar huggun, áminning og leiðsögn, sem sálir vorar þurfa helzt við á þessum dögum. Gott er, í sambandi við þetta efni, að rifja upp fyrir sér efnis-þráðinn í einum lestrinum í Guðspjallamál- um þ'Uppgangan á ey eilifðarinnar”, bls. 14-25). Verkefni: 1. Aðvaranir Jesú í ræðunni. 2. Fyrirheit þau og huggunarorð, sem þar finnast. 3. Dæmisögurnar og lærdómar þeirra. 4. Tímamótin. 5. Stríðið—undirbúningur undir komu friðarhöfð- ingjans. G. Eilifðareyjan. X. IjEXíA. — !>. JÚXl. Jesús mætir svikum og afneitun.—Mark. 14, 17-26. Minnistexi:—Vakið og biðjið, til þcss að þcr fallið ckki í freistni; andinn er áð sönnu reiðubúinn, en holdið cr veikt,—Mark. 14, 38. Umrœðucfni:—Minningarathöfnin. Les til hliösjónar: Matt. 26, 20-29; 10, 1G; Lúk. 22, 17-20; Jóh. 13, 1-35: 1. Kor.’ll. 23-2G. Saga lexiunnar gjörðist siðasta kvöldið, sem Jesús var með læri- sveinunum fyrir krossfestinguna. Deginum hafði hann varið til hvildar og undirbúnings undir eldraun píslanna, og líklega lialdið kyrru fyrir í Betaníu. Sumir halda, að skilnaðarræðan viðkvæma og huggunarríka, sem stendur í Jóh. 14-16, hafi verið flutt þá um daginn. eöa aðal-innihald hennar. Um kvöldið fór Jesús með lærisveinum sinum til Jerúsalem og neytti með þeim páskamáltíðarinnar í loftsal einum þar í borginni—því páskar Gyðinga fóru í hönd. Svikarinn Júdas sat að borðum með frelsaranum ásamt hinum lærisveinunum, og Jesús aðvarar hann þar í síðasta sinn með angurbliðum alvöru- orðum. En Júdas lét sér ekki segjast. Víti hans er oss öllum áminn- ing um að herða ekki hjörtun móti gæzku Guðs. Eftir máltiðina stofnaði frelsarinn hið heilaga sakrament, sem nefnt er “kvöldmál- tiðin”. Helgidóm þennan þurfum vér kristnir menn einmitt á þess- um dögum að ræða rmeð lotning og alv’öru, fyrir þá sök, að kristnir menn gefa honum ekki nógan gaum. Þess vegna eigum vér að leggja nieiri rækt við sakramentið heldur en nú tíðkast. Fyrst og fremst er hér um beint boð frá Jesú að ræða: “Gjörið þetta i mina minn- ing". óskir deyjandi vina eru flestutn mönnum heilagar. Hvernig geta þá kristnir menn fengið af sér að afrækja þetat siðasta boð meistara síns, sem hann lagði þeim á hjarta, áð.ur en hann gekk út i píslirnar og dauðann? Jesús gaf okkur ]>etta sakramenti til minn- ingar um sig. Þykist þú hafa munað nógu vel eftir Tesú Kristi. Ef ekki, máttu þá við því að afrækja það heilaga 'gleym-mér-ei'. sem hann liefir sjálfur gefið? Og svo ein ástæða enn. sem lúterska kirkj-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.