Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 10
72
menningarstofnanir stóðn þeim opnar. Hér fundu allar
])jóðir sameiginlegt heimiii og hér fengu allir að njóta
sín og afla sér og sínum farsældar í frjálsu landi. Og
þeir, sem hér eru bornir og barnfæddir, elska landið sem
hörnin móður sína. Þegar svo er komið, að landi og þjóð
er hætta búin af yfirgangi erlends ofbeldis, þá rís hver
maður upp til varnar og er fús að leggja bæði fjör og fé
í sölur fvrir landið sitt. Alt annað gleymist, alt annað
hverfur á þessum örlagaþrungnu stundum.
Þrautir þær, sem nú leggjast svo þungt á menn, væru
óbærilegar, ef ekki væri fyrir þá samúð, sem er manna á
milli. Menn líða hver með öðrum og hver styrkir annan.
Það reynir hver um sig að bera sem bezt sína harma og
\'ora öðrum til gleði í sorgunum. Þakkir eiga þeir menn
og þær konur skilið, sem gefa sig við því, að lina þraut-
irnar og liðsinna hinum bágstöddu. Og nú reynir á karl-
mensku og styrk manna. Það er óvíst, að rneir þurfi á
karlmensku að halda á vígvellinum sjálfum, en hér heima
fyrir. Og liollusta manns við þjóð og land prófast áreið-
anlega ekki síður heima hér en “fyrir handan”.
Til liafa verið þeir rnenn, nú eru þeir víst ekki
margir orðnir, sem liafa vítt kirkjuna fyrir það, að skifta
sér af stríðinu og hvetja menn til skylduræ'kni og hollustu
við landið. Það mun þó verða kirkju þessa lands til
ævarandi heiðurs, sá þáttur sem hún hefir átt í stríði
þesSu. Kirkjan biður engrar afsökunar á því, að hafa
styrkt menn í stríðinu við hin djöfullegu öfl ranglætis og
ofbeldis. Kirkjan þarf engan kinnroða að bera fyrir því,
að Jiún hefir hvatt menn til þess, að slá morðtólin úr
höndum þeirra, sem með þrælmensku hafa níðst á varn-
arlausu tolki. Þegar litið er til Belgíu, Armeníu, Sýr-
lands, liygðanna herteknu á Prakklandi og annara þeirra
landa þar sem saklaust fólk hefir verið myrt umvörpum
og ]>au liryðjuverk framin, að hverjum manni hrís hugur
við, þá er meira að undrast það, að kristnir menn liafa
ekki fyr og með meira krafti látið til sín taka og rétt
lijálparhönd hinum undirokuðu. Er það ])ó einn aðal-
þáttur hins kristilega kærleika, að leggja líf og blóð í söl-
ur fvrir bágstadda.